Innlent

Bein út­sending: Opnunar­há­tíð stærsta jarð­hita­við­burðar heims í Hörpu

Atli Ísleifsson skrifar
Um tvö þúsund þátttakendur frá 101 þátttökulandi taka þátt í ráðstefnunni, auk þess sem um fimmtíu fyrirtæki og stofnanir kynna starfsemi sína.
Um tvö þúsund þátttakendur frá 101 þátttökulandi taka þátt í ráðstefnunni, auk þess sem um fimmtíu fyrirtæki og stofnanir kynna starfsemi sína. Aðsend

Opnunarhátíð jarðhitaráðstefnunnar World Geothermal Congress (WGC) fer fram í Hörpu í Reykjavík milli klukkan 8:20 og 10 í dag. Um tvö þúsund gestir eru skráðir á ráðstefnuna.

Ráðstefnan var sett í gær en um að ræða var sett í Hörpu í Reykjavík í gær. Um er að ræða stærsta viðburð jarðhitageirans sem haldinn hefur verið á fimm ára fresti, ráðstefna, vörusýning, skoðunarferðir, námskeið og fjöldi hliðarviðburða.

Í tilkynningu segir að um tvö þúsund þátttakendur frá 101 þátttökulandi taki þátt, auk þess sem um fimmtíu fyrirtæki og stofnanir kynna starfsemi sína.

Á meðal þeirra sem koma fram á opnunarviðburðinum eru Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Dr. Megan Woods, orkumálaráherra Nýja Sjálands. Þá munu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra ásamt Guðna A. Jóhannessyni, fv. orkumálastjóra færa Alþjóða jarðhitasambandinu tæki til að meta sjálfbærni jarðhitaverkefna, svokallaðan Geothermal Assessment Protocol.“

Hægt er að fylgjast með útsendingunni að neðan.

Í tilkynningu er haft eftir Bjarna Pálssyni, formanni skipulagsnefndar heimsþingsins, að staðalinn standi öllum ríkjum til boða. Staðalinn geti ríkin meðal annars notað til að meta góð jarðhitaverkefni, hjálpað fjárfestum að meta hvert best sé að beina fjármagni og stutt við sátt um verkefni en staðalinn er hægt að nota til að meta sjálfbærni og gæði fjölda sviða svo sem samspils samfélags, náttúru og réttinda starfsfólks.

Auk formlegrar tæknidagskrár verður fjöldi hliðarviðburða og málstofa þar sem ákveðin mál verða rædd ítarlegar, svo sem um hlutverk jarðvarma í orkuskiptum heims, um hvað þurfi til svo jarðvarmi verði samkeppnishæfari í samanburði við óumhverfisvænni orkugjafa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×