Samdi lag um átökin við MAST: Tvísaga um hvort hann sé raunverulegur eigandi Eiður Þór Árnason skrifar 25. október 2021 19:48 Refurinn Gústi Jr. hefur vakið talsverða athygli upp á síðkastið. MAST er ekki hrifin af uppátækjum samfélagsmiðlastjörnunnar og eiganda refsins, Gústa B. Aðsend Héraðsdómur Reykjavíkur veitti lögreglu þann 12. október heimild til húsleitar á heimili Ágústs Beinteins Árnasonar. Vísir greindi frá því í síðustu viku að lögregla og fulltrúar Matvælastofnunar (MAST) hafi gripið í tómt þegar til stóð að sækja ref sem Ágúst hefur haldið sem gæludýr. Ágúst segir sérfræðinga MAST hafa farið ranglega með aldur Gústa Jr. og meintan slæman aðbúnað. MAST hefur kært tónlistarmanninn fyrir brot lögum um velferð dýra með vísan til þess að óheimilt sé að halda vilt dýr á Íslandi. Fram kemur í greinargerð ákæruvaldsins sem lögð var fram fyrir héraðsdómi að Ágúst hafi tjáð fulltrúum MAST að hann væri ekki umráðamaður refsins og bæri enga ábyrgð á honum. Kvaðst hann einungis hafa fengið refinn að láni til að taka upp myndband en myndbönd Ágústs hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlinum TikTok. Lögregla taldi þetta stangast á við ummæli sem Ágúst hafði látið falla í myndböndum sínum og í viðtölum við Vísi og Mbl.is þar sem hafi komið skýrt að hann væri umráðamaður refsins og héldi hann sem gæludýr sitt. @gustib_1 Gústi Jr. verður næsti Ronaldo ef hann heldur áfram að æfa sig Classic - MKTO Tónlistarmaðurinn samdi lag um baráttuna við MAST frumflutti sköpunarverkið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Vildi ekki gefa upp hvar refurinn væri niðurkominn Í þættinum kom Ágúst sér undan því að svara hvort hann væri raunverulegur eigandi Gústa Jr. og gaf til kynna að hann þyrfti að sýna varkárni eftir að ítrekaðar skammir frá lögmanni sínum. „Ég get lítið tjáð mig um það hvort að ég sé með hann akkúrat núna en ég get allavega fullvissað ykkur um að hann er í góðu yfirlæti. Við erum að skoða hvort refir geti talist sem gæludýr svo lengi sem það sé auðvitað farið vel með þá og þeir séu í góðra vina hópi,“ sagði Ágúst. Mikið hefur verið fjallað um mál Ágústs og Gústa Jr. en tónlistarmaðurinn segir að hann hafi fyrst áttað sig á alvarleika málsins þegar lögregla mætti óvænt heim til hans með húsleitarheimild um miðjan október. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ágúst umgengst refi en fjallað var um það í fréttum Stöðvar 2 árið 2017 að faðir hans Árni B. Erlingsson, bóndi á Laugabóli við Arnarfjörð, hafi lengi stundað það að ala upp refi sem gæludýr. „Refir eru réttdræpir hér á landi og þeir eru skotnir í hundraðatali á hverju ári þannig að alast upp við það sem krakki að sjá pabba þyrma einum og einum yrðlingi er bara frábært. Það er örugglega þess vegna sem ég kann svona vel á þá og þegar mér bauðst þetta tækifæri þá ákvað ég að stökkva á þetta,“ segir Ágúst. Hann bætir við að fjölskylda hans væri ekki með refi í dag og hann viti ekki til þess að MAST hafi gert sér ferð á heimili þeirra vegna þessa. Árni B. Erlingsson, bóndi á Laugabóli við Arnarfjörð og faðir Ágústs, árið 2017. Fyrir aftan er hin finnska Mari að sinna yrðlingunum.STÖÐ 2/EGILL Alls ekki um neinn yrðling að ræða Ágúst hafnar því alfarið að Gústi Jr. sé yrðlingur líkt og víða hefur verið fullyrt og segir refinn í raun vera sex ára gamlan. „Ég hafði mikla trú á því að það væru sérfræðingar hjá Matvælastofnun en það var gjörsamlega fáránlegt þegar þeir fullyrtu að þetta væri yrðlingur. Ef maður er með yrðling þá veit maður að hann passar nánast í lófann, mér finnst svolítið spes að þau fullyrði reglulega um það.“ Í Facebook-færslu sem Dýraþjónusta Reykjavíkur birti í lok september var fullyrt að þó Gústi Jr. væri enn frekar krúttlegur og þokkalega lyktandi myndi það breytast á næstu mánuðum þegar dýrið verði kynþroska. Hafa fleiri gagnrýnendur Ágústs tekið undir þetta og spáð því að hann ætti eftir að gefast upp á samverunni þegar refurinn næði kynþroska og færi að ókyrrast. Gústarnir tveir á góðri stundu.Aðsend „Hann er ljúfur og þessir sérfræðingar hjá Matvælastofnun vildu líka meina að hann sé svo rosalega stressaður á myndböndunum. Ég hef horft á þessi myndbönd og ég hef ekki séð slakari ref, þau ættu kannski að gera sér ferð í húsdýragarðinn og skoða hvort þeir refir séu eitthvað pollrólegir, ég sé ekki fram á það,“ segir Ágúst. Það sé erfitt að horfa upp á fólk saka hann um dýraníð og að hugsa illa um dýrið. „Þeir sem eru að gagnrýna refahald gera sér ekki grein fyrir því að þessi refur á sér bara tvo kosti: Að vera í fóstri eða vera drepinn. Ég veit alveg að ef hann fer í Húsdýragarðinn og verður með villtum refum sem hann hefur aldrei verið með áður þá mun hann bara deyja. Hvernig haldið þið að viltu refirnir í Húsdýragarðinum taki á móti heimavönum Gústa Jr.? Haldið þið að honum myndi líða vel þar?“ @gustib_1 challenge accepted Eldgosi endirinn á myndbandinu er bestur Obsessed With You - Central Cee Ofdekraður refur sem geti ekki lifað í villtri náttúrunni Ágúst neitar því ekki að Gústi Jr. sé orðinn vanur svolitlum lúxus og geti jafvel talist ofdekraður. Því sé sérstaklega erfitt að sjá fólk fullyrða að dýrið hafi það skítt. „Hann fær það sem hann vill og ef hann er svangur þá fær hann bara nóg að éta, svona refir borða svo mikið. Það er ekki ókeypis að halda svona ref og núna er ég með lögmann, það er ekki ókeypis.“ Sumir hafa kallað eftir því að Gústa Jr. verði sleppt aftur út í náttúruna en Ágúst telur fullvíst að hann myndi ekki lifa lengi í náttúrunni. „Hann hefur aldrei veitt sér til matar. Svona refir koma oftast sem yrðlingar sem refaskyttur hafa ákveðið að þyrma en hefðbundna aðferðin er að taka mömmuna og pabbann og skjóta yrðinganna. Ég veit ekki hvort að þessir dýraverndunarsinnar vilja að Gústa Jr. verði bara breytt í loðfeld.“ Horfa má á viðtalið við Ágúst í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Ágúst segir sérfræðinga MAST hafa farið ranglega með aldur Gústa Jr. og meintan slæman aðbúnað. MAST hefur kært tónlistarmanninn fyrir brot lögum um velferð dýra með vísan til þess að óheimilt sé að halda vilt dýr á Íslandi. Fram kemur í greinargerð ákæruvaldsins sem lögð var fram fyrir héraðsdómi að Ágúst hafi tjáð fulltrúum MAST að hann væri ekki umráðamaður refsins og bæri enga ábyrgð á honum. Kvaðst hann einungis hafa fengið refinn að láni til að taka upp myndband en myndbönd Ágústs hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlinum TikTok. Lögregla taldi þetta stangast á við ummæli sem Ágúst hafði látið falla í myndböndum sínum og í viðtölum við Vísi og Mbl.is þar sem hafi komið skýrt að hann væri umráðamaður refsins og héldi hann sem gæludýr sitt. @gustib_1 Gústi Jr. verður næsti Ronaldo ef hann heldur áfram að æfa sig Classic - MKTO Tónlistarmaðurinn samdi lag um baráttuna við MAST frumflutti sköpunarverkið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Vildi ekki gefa upp hvar refurinn væri niðurkominn Í þættinum kom Ágúst sér undan því að svara hvort hann væri raunverulegur eigandi Gústa Jr. og gaf til kynna að hann þyrfti að sýna varkárni eftir að ítrekaðar skammir frá lögmanni sínum. „Ég get lítið tjáð mig um það hvort að ég sé með hann akkúrat núna en ég get allavega fullvissað ykkur um að hann er í góðu yfirlæti. Við erum að skoða hvort refir geti talist sem gæludýr svo lengi sem það sé auðvitað farið vel með þá og þeir séu í góðra vina hópi,“ sagði Ágúst. Mikið hefur verið fjallað um mál Ágústs og Gústa Jr. en tónlistarmaðurinn segir að hann hafi fyrst áttað sig á alvarleika málsins þegar lögregla mætti óvænt heim til hans með húsleitarheimild um miðjan október. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ágúst umgengst refi en fjallað var um það í fréttum Stöðvar 2 árið 2017 að faðir hans Árni B. Erlingsson, bóndi á Laugabóli við Arnarfjörð, hafi lengi stundað það að ala upp refi sem gæludýr. „Refir eru réttdræpir hér á landi og þeir eru skotnir í hundraðatali á hverju ári þannig að alast upp við það sem krakki að sjá pabba þyrma einum og einum yrðlingi er bara frábært. Það er örugglega þess vegna sem ég kann svona vel á þá og þegar mér bauðst þetta tækifæri þá ákvað ég að stökkva á þetta,“ segir Ágúst. Hann bætir við að fjölskylda hans væri ekki með refi í dag og hann viti ekki til þess að MAST hafi gert sér ferð á heimili þeirra vegna þessa. Árni B. Erlingsson, bóndi á Laugabóli við Arnarfjörð og faðir Ágústs, árið 2017. Fyrir aftan er hin finnska Mari að sinna yrðlingunum.STÖÐ 2/EGILL Alls ekki um neinn yrðling að ræða Ágúst hafnar því alfarið að Gústi Jr. sé yrðlingur líkt og víða hefur verið fullyrt og segir refinn í raun vera sex ára gamlan. „Ég hafði mikla trú á því að það væru sérfræðingar hjá Matvælastofnun en það var gjörsamlega fáránlegt þegar þeir fullyrtu að þetta væri yrðlingur. Ef maður er með yrðling þá veit maður að hann passar nánast í lófann, mér finnst svolítið spes að þau fullyrði reglulega um það.“ Í Facebook-færslu sem Dýraþjónusta Reykjavíkur birti í lok september var fullyrt að þó Gústi Jr. væri enn frekar krúttlegur og þokkalega lyktandi myndi það breytast á næstu mánuðum þegar dýrið verði kynþroska. Hafa fleiri gagnrýnendur Ágústs tekið undir þetta og spáð því að hann ætti eftir að gefast upp á samverunni þegar refurinn næði kynþroska og færi að ókyrrast. Gústarnir tveir á góðri stundu.Aðsend „Hann er ljúfur og þessir sérfræðingar hjá Matvælastofnun vildu líka meina að hann sé svo rosalega stressaður á myndböndunum. Ég hef horft á þessi myndbönd og ég hef ekki séð slakari ref, þau ættu kannski að gera sér ferð í húsdýragarðinn og skoða hvort þeir refir séu eitthvað pollrólegir, ég sé ekki fram á það,“ segir Ágúst. Það sé erfitt að horfa upp á fólk saka hann um dýraníð og að hugsa illa um dýrið. „Þeir sem eru að gagnrýna refahald gera sér ekki grein fyrir því að þessi refur á sér bara tvo kosti: Að vera í fóstri eða vera drepinn. Ég veit alveg að ef hann fer í Húsdýragarðinn og verður með villtum refum sem hann hefur aldrei verið með áður þá mun hann bara deyja. Hvernig haldið þið að viltu refirnir í Húsdýragarðinum taki á móti heimavönum Gústa Jr.? Haldið þið að honum myndi líða vel þar?“ @gustib_1 challenge accepted Eldgosi endirinn á myndbandinu er bestur Obsessed With You - Central Cee Ofdekraður refur sem geti ekki lifað í villtri náttúrunni Ágúst neitar því ekki að Gústi Jr. sé orðinn vanur svolitlum lúxus og geti jafvel talist ofdekraður. Því sé sérstaklega erfitt að sjá fólk fullyrða að dýrið hafi það skítt. „Hann fær það sem hann vill og ef hann er svangur þá fær hann bara nóg að éta, svona refir borða svo mikið. Það er ekki ókeypis að halda svona ref og núna er ég með lögmann, það er ekki ókeypis.“ Sumir hafa kallað eftir því að Gústa Jr. verði sleppt aftur út í náttúruna en Ágúst telur fullvíst að hann myndi ekki lifa lengi í náttúrunni. „Hann hefur aldrei veitt sér til matar. Svona refir koma oftast sem yrðlingar sem refaskyttur hafa ákveðið að þyrma en hefðbundna aðferðin er að taka mömmuna og pabbann og skjóta yrðinganna. Ég veit ekki hvort að þessir dýraverndunarsinnar vilja að Gústa Jr. verði bara breytt í loðfeld.“ Horfa má á viðtalið við Ágúst í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Reykjavík Dýr Dýraheilbrigði Gæludýr Refurinn Gústi jr. Tengdar fréttir Refir falli undir skilgreiningu um gæludýr Lögmaður ungs manns sem á ref telur afar skrýtið hvernig Matvælastofnun hefur beitt sér í því að ná refnum af honum. Hann segir að ekki sé hægt að útiloka að refir geti skilgreinst sem gæludýr ef þeir alast upp á heimili manna. 24. október 2021 12:00 Ruddust inn með leitarheimild til að taka refinn en gripu í tómt Ágústi Beinteini Árnasyni brá heldur betur í brún þegar tveir einkennisklæddir lögreglumenn mættu að heimili hans ásamt fulltrúa Matvælastofnunar (MAST) í síðustu viku með húsleitarheimild. Markmiðið var að finna og taka af Ágústi, sem er kallaður Gústi B, ref sem hann hefur haldið síðasta eina og hálfa mánuðinn, Gústa Jr. Þeir gripu þó í tómt. 18. október 2021 12:31 Magnús Norðdahl hættur að hugsa um kosningarnar og farinn að verja refi Magnús Davíð Norðdahl, lögfræðingur og oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi í síðustu alþingiskosningum, er hættur að hugsa um kosningamálið í bili og farinn að snúa sér aftur að lögfræðistörfum. Þar á meðal máli sem kom nýlega inn á borð lögfræðistofu hans, um refinn Gústa Jr. sem Vísir hefur fjallað um. 17. október 2021 20:30 Of seint fyrir Gústa að aðlagast náttúrunni og sambúðin versni þegar hann þroskast „Gústi refur hefur verið í fjölmiðlum að undanförnu og þá sérstaklega „eigandi“ hans Tiktok stjarnan Ágúst Beinteinn Árnason. Refur þessi er haldinn að því er virðist í miðborg Reykjavíkur þar sem hann er í tjóðri eiganda síns honum til skemmtunar. Það þarf að sjálfsögðu ekki að fjölyrða um að hér er um lögbrot að ræða, enda refir villt dýr sem ekki má halda án sérstaks leyfis.“ 30. september 2021 16:05 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Refir falli undir skilgreiningu um gæludýr Lögmaður ungs manns sem á ref telur afar skrýtið hvernig Matvælastofnun hefur beitt sér í því að ná refnum af honum. Hann segir að ekki sé hægt að útiloka að refir geti skilgreinst sem gæludýr ef þeir alast upp á heimili manna. 24. október 2021 12:00
Ruddust inn með leitarheimild til að taka refinn en gripu í tómt Ágústi Beinteini Árnasyni brá heldur betur í brún þegar tveir einkennisklæddir lögreglumenn mættu að heimili hans ásamt fulltrúa Matvælastofnunar (MAST) í síðustu viku með húsleitarheimild. Markmiðið var að finna og taka af Ágústi, sem er kallaður Gústi B, ref sem hann hefur haldið síðasta eina og hálfa mánuðinn, Gústa Jr. Þeir gripu þó í tómt. 18. október 2021 12:31
Magnús Norðdahl hættur að hugsa um kosningarnar og farinn að verja refi Magnús Davíð Norðdahl, lögfræðingur og oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi í síðustu alþingiskosningum, er hættur að hugsa um kosningamálið í bili og farinn að snúa sér aftur að lögfræðistörfum. Þar á meðal máli sem kom nýlega inn á borð lögfræðistofu hans, um refinn Gústa Jr. sem Vísir hefur fjallað um. 17. október 2021 20:30
Of seint fyrir Gústa að aðlagast náttúrunni og sambúðin versni þegar hann þroskast „Gústi refur hefur verið í fjölmiðlum að undanförnu og þá sérstaklega „eigandi“ hans Tiktok stjarnan Ágúst Beinteinn Árnason. Refur þessi er haldinn að því er virðist í miðborg Reykjavíkur þar sem hann er í tjóðri eiganda síns honum til skemmtunar. Það þarf að sjálfsögðu ekki að fjölyrða um að hér er um lögbrot að ræða, enda refir villt dýr sem ekki má halda án sérstaks leyfis.“ 30. september 2021 16:05