Meirihluti nú fyrir því að afglæpavæða neysluskammta Atli Ísleifsson skrifar 26. október 2021 08:40 Helgi Gunnlaugsson segir að milli 60 og 70 prósent aðspurðra segi aðgengið að kannabis vera auðvelt. Þar sé einnig um aukningu að ræða. Stöð 2 Meirihluti er nú fyrir því meðal þjóðarinnar að afglæpavæða vörslu á neysluskömmtum fíkniefna. Síðustu ár hafi um þriðjungur lýst sig hlynntur slíkri afglæpavæðingu en nú sé hins vegar meirihluti hlynntur slíkri breytingu á löggjöfinni. Þetta segir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, um nýja rannsókn, en hann ræddi við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Í rannsókninni var verið að fylgja eftir fyrri rannsóknum sem ætlað var að kortleggja neyslu fíkniefna og afstöðu þjóðarinnar til ýmissa þátta málaflokksins. „Nú brá svo við að það er meirihluti fyrir slíkri breytingu. Það er að segja það er meirihluti á bakvið frumvarp heilbrigðisráðherra um afnám á refsingu á vörslu til eigin nota. Það á þá við um öll fíkniefni, ekki bara kannabisefni, það er að varsla til eigin nota eigi ekki að vera refsiverð. Þetta er nýtt, þetta höfum við ekki áður séð.“ Í kjölfar umræðu í samfélaginu Helgi segir breytinguna vafalítið til komna í kjölfar mikillar umræðu í íslensku samfélagi um fíkniefnavandann. „Það er sérstaklega umræða um að fíklar séu sjúklingar og það eigi ekki að koma fram við þá eins og þeir séu glæpamenn. Það er að segja að þetta sé heilbrigðisvandamál. Það er að einstaklingar sem séu ofurseldir fíkniefnum, sem séu langt leiddir fíkniefnum, þetta sé hópur sem eigi að koma fram við eins og aðra sjúklinga. Að þetta mál heilbrigðiskerfisins og eigi ekki að refsa þeim. Það er vafalítið umræða af þessu tagi sem hefur haft áhrif á Íslendinga hvað það snertir.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Heldur í horfinu Rannsóknin var unnin í samstarfi við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands en í henni var einnig verið að kanna neyslu Íslendinga á kannabis. Helgi segir að ekki hafi orðið vart við miklar breytingar hvað varðar neyslu Íslendinga á kannabis á allra síðustu árum. „Við sjáum í sjálfu sér ekki miklar breytingar á neyslumynstri fullorðinna hvað snertir það hvort þeir hafi prófað kannabis eða hversu oft þeir hafa prófað það á síðustu sex mánuðum. Við sáum reyndar miklar breytingar frá aldamótum og fram undir 2017, 2018, þá var töluverð aukning á því tímabili. Í kringum aldamótin vorum við að sjá kannski 20 prósent Íslendinga sem sögðust hafa prófað kannabisefni, en síðan 2017 þá erum við komin með þriðjung.“ Upp undir heill Akureyrarkaupstaður Helgi segir að það séu því töluvert fleiri á síðustu árum sem nefni að það hafi prófað þessi efni. „Líka hversu oft þeir hafa prófað það á síðustu sex mánuðum. Við erum að tala um það að það eru um fimm prósent Íslendinga, eldri en átján ára, sem segjast hafa prófað kannabisefni á síðustu sex mánuðum. Það séu því milli 15 til 18 þúsund fullorðinna sem hafa prófað kannabis á síðustu sex mánuðum.“ Aðspurður um hvort hann telji það mikið þá fari það eftir því við hvað sé miðað. „Það gætu sumir sagt að þetta sé mikið. Þetta er upp undir heill Akureyrarkaupstaður sem þarna er á bakvið sem segist vera að prófa kannabisefni. Ef við berum þetta saman við áfengisneyslu þá er áfengisneyslan mun útbreiddari í okkar samfélagi eins og gögn frá landlækni sýna okkur.“ Í viðtalinu segir Helgi einnig að milli 60 og 70 prósent aðspurðra segi aðgengið að kannabis vera auðvelt. Þar sé einnig um aukningu að ræða. Bítið Fíkn Kannabis Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Þetta segir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, um nýja rannsókn, en hann ræddi við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Í rannsókninni var verið að fylgja eftir fyrri rannsóknum sem ætlað var að kortleggja neyslu fíkniefna og afstöðu þjóðarinnar til ýmissa þátta málaflokksins. „Nú brá svo við að það er meirihluti fyrir slíkri breytingu. Það er að segja það er meirihluti á bakvið frumvarp heilbrigðisráðherra um afnám á refsingu á vörslu til eigin nota. Það á þá við um öll fíkniefni, ekki bara kannabisefni, það er að varsla til eigin nota eigi ekki að vera refsiverð. Þetta er nýtt, þetta höfum við ekki áður séð.“ Í kjölfar umræðu í samfélaginu Helgi segir breytinguna vafalítið til komna í kjölfar mikillar umræðu í íslensku samfélagi um fíkniefnavandann. „Það er sérstaklega umræða um að fíklar séu sjúklingar og það eigi ekki að koma fram við þá eins og þeir séu glæpamenn. Það er að segja að þetta sé heilbrigðisvandamál. Það er að einstaklingar sem séu ofurseldir fíkniefnum, sem séu langt leiddir fíkniefnum, þetta sé hópur sem eigi að koma fram við eins og aðra sjúklinga. Að þetta mál heilbrigðiskerfisins og eigi ekki að refsa þeim. Það er vafalítið umræða af þessu tagi sem hefur haft áhrif á Íslendinga hvað það snertir.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Heldur í horfinu Rannsóknin var unnin í samstarfi við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands en í henni var einnig verið að kanna neyslu Íslendinga á kannabis. Helgi segir að ekki hafi orðið vart við miklar breytingar hvað varðar neyslu Íslendinga á kannabis á allra síðustu árum. „Við sjáum í sjálfu sér ekki miklar breytingar á neyslumynstri fullorðinna hvað snertir það hvort þeir hafi prófað kannabis eða hversu oft þeir hafa prófað það á síðustu sex mánuðum. Við sáum reyndar miklar breytingar frá aldamótum og fram undir 2017, 2018, þá var töluverð aukning á því tímabili. Í kringum aldamótin vorum við að sjá kannski 20 prósent Íslendinga sem sögðust hafa prófað kannabisefni, en síðan 2017 þá erum við komin með þriðjung.“ Upp undir heill Akureyrarkaupstaður Helgi segir að það séu því töluvert fleiri á síðustu árum sem nefni að það hafi prófað þessi efni. „Líka hversu oft þeir hafa prófað það á síðustu sex mánuðum. Við erum að tala um það að það eru um fimm prósent Íslendinga, eldri en átján ára, sem segjast hafa prófað kannabisefni á síðustu sex mánuðum. Það séu því milli 15 til 18 þúsund fullorðinna sem hafa prófað kannabis á síðustu sex mánuðum.“ Aðspurður um hvort hann telji það mikið þá fari það eftir því við hvað sé miðað. „Það gætu sumir sagt að þetta sé mikið. Þetta er upp undir heill Akureyrarkaupstaður sem þarna er á bakvið sem segist vera að prófa kannabisefni. Ef við berum þetta saman við áfengisneyslu þá er áfengisneyslan mun útbreiddari í okkar samfélagi eins og gögn frá landlækni sýna okkur.“ Í viðtalinu segir Helgi einnig að milli 60 og 70 prósent aðspurðra segi aðgengið að kannabis vera auðvelt. Þar sé einnig um aukningu að ræða.
Bítið Fíkn Kannabis Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira