Hvítur Scheffer og franskur fjárhundur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. október 2021 07:06 Ingunn Birta og Meiko á hundasýningunni í Ölfusi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hundarnir Frídó og Meiko eiga ekki annað sameiginlegt en að vera hundar því þeir eru mjög ólíkir. Annar er hvítur Scheffer og hinn er franskur fjárhundur með mikinn felld. Báðir vöktu þeir mikla athygli á hundasýningu, sem þeir tóku þátt í. Hundasýningin fór nýlega fram í reiðhöllinni á Sunnuhvoli í Ölfusi en þar var fjöldi hunda af ýmsum tegundum skráðir til leiks. Sýningin var deildarsýning Fjár- og hjarðhundadeildar Hundaræktarfélags Íslands. Hundurinn Frídó tuttugu mánaða var að taka þátt í annarri sýningunni sinni en hann er franskur fjárhundur, sem eru miklir feldhundar eins og sést. Ásta Gísladóttir er eigandi og ræktandi Frídós. „Já, þeir eru mjög fallegir, feldurinn gerir rosalega mikið fyrir þá en maður þarf að greiða svolítið, það þarf að greiða, baða og blása en það er alveg þess virði, ofsalega skemmtilegir,“ segir Ásta. Það er mikill leikur í Frídó en hann er svo stór að hann er eins og kálfur þegar hann stekkur upp á fólk. Frídó með eigendum og ræktendum sínum en hann er franskur fjárhundur með mikinn loðfelld.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvítur Scheffer vakti líka mikla athygli á hundasýningunni en það er mjög lítið um hvíta Scheffera á Íslandi. Hundurinn heitir Meiko og er átta ára gamall. Hjördís Ásgeirsdóttir er eini virki ræktandi tegundarinnar í augnablikinu á Íslandi. „Hann var sjöundi hundurinn innfluttur af þessari tegund þannig að hann er tiltölulega lítil tegund, það eru innan við 50 hundar á landinu en þetta er svolítið að stækka og það er að miklu leyti honum að þakka þar sem hann hefur átt mörg got,“ segir Ingunn Birta Ómarsdóttir sýnandi Meikos Þannig að þetta er hvítur Scheffer? „Tæknilega já, hann er tengdur þýska Scheffernum en telst núna, sem önnur tegund er alveg sér tegund, sem heitir White Swiss Shepherd en tegundin er oft kölluð hvítur Scheffer. Þetta er alveg æðisleg tegund, ofboðslega vinaleg og gælinn. Þeir eru líka ótrúlega skemmtilegir í hreyfingu, gaman að vera með þeim, þeir eru vinnuglaðir, finnst mjög gaman að vinna með fólki, eru húsbóndahollir og góðir,“ bætir Ingunn Birta við. Ölfus Hundar Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Sjá meira
Hundasýningin fór nýlega fram í reiðhöllinni á Sunnuhvoli í Ölfusi en þar var fjöldi hunda af ýmsum tegundum skráðir til leiks. Sýningin var deildarsýning Fjár- og hjarðhundadeildar Hundaræktarfélags Íslands. Hundurinn Frídó tuttugu mánaða var að taka þátt í annarri sýningunni sinni en hann er franskur fjárhundur, sem eru miklir feldhundar eins og sést. Ásta Gísladóttir er eigandi og ræktandi Frídós. „Já, þeir eru mjög fallegir, feldurinn gerir rosalega mikið fyrir þá en maður þarf að greiða svolítið, það þarf að greiða, baða og blása en það er alveg þess virði, ofsalega skemmtilegir,“ segir Ásta. Það er mikill leikur í Frídó en hann er svo stór að hann er eins og kálfur þegar hann stekkur upp á fólk. Frídó með eigendum og ræktendum sínum en hann er franskur fjárhundur með mikinn loðfelld.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvítur Scheffer vakti líka mikla athygli á hundasýningunni en það er mjög lítið um hvíta Scheffera á Íslandi. Hundurinn heitir Meiko og er átta ára gamall. Hjördís Ásgeirsdóttir er eini virki ræktandi tegundarinnar í augnablikinu á Íslandi. „Hann var sjöundi hundurinn innfluttur af þessari tegund þannig að hann er tiltölulega lítil tegund, það eru innan við 50 hundar á landinu en þetta er svolítið að stækka og það er að miklu leyti honum að þakka þar sem hann hefur átt mörg got,“ segir Ingunn Birta Ómarsdóttir sýnandi Meikos Þannig að þetta er hvítur Scheffer? „Tæknilega já, hann er tengdur þýska Scheffernum en telst núna, sem önnur tegund er alveg sér tegund, sem heitir White Swiss Shepherd en tegundin er oft kölluð hvítur Scheffer. Þetta er alveg æðisleg tegund, ofboðslega vinaleg og gælinn. Þeir eru líka ótrúlega skemmtilegir í hreyfingu, gaman að vera með þeim, þeir eru vinnuglaðir, finnst mjög gaman að vinna með fólki, eru húsbóndahollir og góðir,“ bætir Ingunn Birta við.
Ölfus Hundar Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Sjá meira