„Lifði erfiðara lífi heldur en nokkur maður getur ímyndað sér“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. október 2021 10:37 Sigmundur Ernir hefur sannarlega gengið í gegnum margt á sinni lífsleið. Sigmundur Ernir Rúnarsson er Akureyringur, sex barna faðir, blaðamaður, ljóðskáld, fyrrum alþingismaður og margt fleira. Í dag er hann ritstjóri Fréttablaðsins. Hann hefur skrifað 25 bækur, ætlaði alltaf að verða kennari og elskar gamaldags orð eins og hundslappadrífa. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi hitti Sindri Sindrason Sigmund á heimili hans og ræddu þeir saman yfir morgunbollanum. „Ég vakna oftast klukkutíma of snemma til þess að fara þægilega inn í daginn,“ segir Sigmundur Ernir og heldur áfram. „Mér finnst morgnarnir svo æðislegir. Ef ég mæti klukkan níu í vinnuna, eins og maður á að gera þá finnst mér ég allan daginn vera klukkutíma of seinn.“ Sigmundur Ernir er rithöfundur eins og áður segir og nýtir lausa tímann töluvert við skrift. Tvær ævisögur á leiðinni „Ég er að skrifa tvær ævisögur, ein er í raun tilbúin. Þetta er smá leyndó, en þetta er karl og kona. Ég elska að skrifa um íslenskt alþýðufólk sem hefur lifað ótrúlega skrýtna og viðburðaríka merkilega ævi.“ Sigmundur segist hafa lært það í blaðamennskunni að það hafi allir sögu til að segja. „Við erum búin til úr mistökum og mótvindi og það er það sem sníðir vankantana af okkur og það er það sem mótar okkur helst. Þetta er svo áhugavert, hvernig fólk tekst á við mótlætið og mistökin og þennan almenna breyskleika sem býr í hverjum manni. Þetta eru sögurnar. Þetta segi ég við allt ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref í lífinu, gerðu ráð fyrir mistökum, gerðu ráð fyrir mótvindi og ekki gera ráð fyrir að lífið sé dans á rósum.“ Sigmundur hefur gefið út nokkrar bækur sem hafa fengið góða dóma. „Ég er stoltastur af bókinni sem ég skrifaði um dóttur mína, frumburðinn, sem lifði erfiðara lífi heldur en nokkur maður getur ímyndað sér. Fjöl fötluð og blessuð sé minning hennar, dó úr sínum sjúkdómi. Sú bók vakti mjög mikla athygli og er sú bók sem hefur selst hvað mest, í yfir fimmtán þúsund eintökum. Hún kom út árið 2004 og er ennþá að seljast. Sem segir sína sögu.“ Ísland í dag Fjölmiðlar Mest lesið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vance á von á barni Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Halla T meðal sofandi risa Menning Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira
Hann hefur skrifað 25 bækur, ætlaði alltaf að verða kennari og elskar gamaldags orð eins og hundslappadrífa. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi hitti Sindri Sindrason Sigmund á heimili hans og ræddu þeir saman yfir morgunbollanum. „Ég vakna oftast klukkutíma of snemma til þess að fara þægilega inn í daginn,“ segir Sigmundur Ernir og heldur áfram. „Mér finnst morgnarnir svo æðislegir. Ef ég mæti klukkan níu í vinnuna, eins og maður á að gera þá finnst mér ég allan daginn vera klukkutíma of seinn.“ Sigmundur Ernir er rithöfundur eins og áður segir og nýtir lausa tímann töluvert við skrift. Tvær ævisögur á leiðinni „Ég er að skrifa tvær ævisögur, ein er í raun tilbúin. Þetta er smá leyndó, en þetta er karl og kona. Ég elska að skrifa um íslenskt alþýðufólk sem hefur lifað ótrúlega skrýtna og viðburðaríka merkilega ævi.“ Sigmundur segist hafa lært það í blaðamennskunni að það hafi allir sögu til að segja. „Við erum búin til úr mistökum og mótvindi og það er það sem sníðir vankantana af okkur og það er það sem mótar okkur helst. Þetta er svo áhugavert, hvernig fólk tekst á við mótlætið og mistökin og þennan almenna breyskleika sem býr í hverjum manni. Þetta eru sögurnar. Þetta segi ég við allt ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref í lífinu, gerðu ráð fyrir mistökum, gerðu ráð fyrir mótvindi og ekki gera ráð fyrir að lífið sé dans á rósum.“ Sigmundur hefur gefið út nokkrar bækur sem hafa fengið góða dóma. „Ég er stoltastur af bókinni sem ég skrifaði um dóttur mína, frumburðinn, sem lifði erfiðara lífi heldur en nokkur maður getur ímyndað sér. Fjöl fötluð og blessuð sé minning hennar, dó úr sínum sjúkdómi. Sú bók vakti mjög mikla athygli og er sú bók sem hefur selst hvað mest, í yfir fimmtán þúsund eintökum. Hún kom út árið 2004 og er ennþá að seljast. Sem segir sína sögu.“
Ísland í dag Fjölmiðlar Mest lesið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vance á von á barni Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Halla T meðal sofandi risa Menning Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira