Fjölskyldutengsl bæjarstjóra við geranda í kynferðisbrotamáli Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 27. október 2021 20:03 Höfn í Hornafirði. Vísir/Vilhelm Sveitarfélagið Hornafjörður gaf frá sér yfirlýsingu vegna fjölmiðlaumfjöllunar í tengslum við dómsmál fyrr í dag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu varðar dómsmálið brot þáverandi starfsmanns bæjarins gegn samstarfskonu í vinnuferð. Í yfirlýsingunni segir að sveitarfélagið hafi verið upplýst um að brotaþoli, sem þá var starfsmaður sveitarfélagsins, hafi lagt fram kæru á hendur konu sem starfaði sem stjórnandi hjá sveitarfélaginu. Í kjölfar kærunnar hafi staðgengill bæjarstjóra tekið að sér samskiptin við brotaþola. Kæran var lögð fram í apríl árið 2019 en dómur féll í málinu nýverið. Fjölskyldutengsl bæjarstjórans og ákærðu Það kemur ekki sérstaklega fram í yfirlýsingunni hver tengsl bæjarstjórans og stjórnandans eru en Mannlíf hélt því fram nýverið að systir bæjarstjórans hafi verið umræddur stjórnandi. Fréttastofa hefur gögn undir höndum sem styðja fullyrðingu miðilsins. Bæjarstjóri Hornafjarðar, Matthildur Ásmundardóttir, staðfestir í samtali við fréttastofu að fjölskyldutengsl hafi orðið til þess að hún hafi þurft að víkja í málinu. Hún vildi þó ekki tjá sig nánar um eðli þessara tengsla. „Er þetta ekki bara kósý?“ Stjórnandinn var dæmd til tveggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir að hafa brotið kynferðislega gegn samstarfskonu sinni. Fram kemur í dómi héraðsdóms að samstarfskonurnar hafi verið í vinnuferð í Reykjavík og lágu hlið við hlið í samliggjandi rúmum á hótelherbergi. Konunni var gefið að sök að hafa tekið um hönd samstarfskonu sinnar og látið hana strjúka nakinn líkama sinn. Þegar samstarfskonan gaf til kynna að hún vildi ekki strjúka ákærðu hafi hún þá strokið henni utanklæða frá brjóstum niður að læri. Í kjölfarið hafi hún lagt andlit sitt upp að andliti hennar og sagt meðal annars: „Er þetta ekki bara kósý?“ Héraðsdómari taldi sannað að stjórnandinn hafi sýnt af sér háttsemina sem lýst er hér að ofan, þrátt fyrir neitun hennar þar um. Töldu ekki ástæðu til að aðhafast þrátt fyrir kæru Sveitarfélagið Hornafjörður segir meðal annars að ágreiningur hafi verið um málsatvik í upphafi. Þá væri brotaþoli ekki undirmaður stjórnandans og störfuðu þær ekki saman dags daglega. Brotaþoli hafi þar að auki sagt starfi sínu lausu áður en atvik málsins áttu sér stað. Sveitarfélagið taldi því að ekki hafi verið tilefni til sérstakra aðgerða á meðan rannsókn lögreglu stæði. Þegar ákæruvaldið tók ákvörðun um að ákæra í málinu, í mars 2019, hafði umræddur stjórnandi flutt sig til í starfi og var því ekki lengur starfsmaður sveitarfélagsins. Í yfirlýsingunni segir enn fremur að þegar dómur hafi fallið nú í október hafi engar forsendur verið til aðgerða af hálfu sveitarfélagsins, enda hafi báðir málsaðilar látið af störfum. Fréttin hefur verið uppfærð. Hornafjörður Dómsmál Sveitarstjórnarmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn samstarfskonu í vinnuferð Kona var í gær dæmd til tveggja mánaða fangelsisrefsingar, sem fresta skal til tveggja ára haldi hún almennt skilorð, fyrir að brjóta kynferðislega gegn samstarfskonu sinni í vinnuferð til Reykjavíkur árið 2019. 15. október 2021 23:27 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Sjá meira
Í yfirlýsingunni segir að sveitarfélagið hafi verið upplýst um að brotaþoli, sem þá var starfsmaður sveitarfélagsins, hafi lagt fram kæru á hendur konu sem starfaði sem stjórnandi hjá sveitarfélaginu. Í kjölfar kærunnar hafi staðgengill bæjarstjóra tekið að sér samskiptin við brotaþola. Kæran var lögð fram í apríl árið 2019 en dómur féll í málinu nýverið. Fjölskyldutengsl bæjarstjórans og ákærðu Það kemur ekki sérstaklega fram í yfirlýsingunni hver tengsl bæjarstjórans og stjórnandans eru en Mannlíf hélt því fram nýverið að systir bæjarstjórans hafi verið umræddur stjórnandi. Fréttastofa hefur gögn undir höndum sem styðja fullyrðingu miðilsins. Bæjarstjóri Hornafjarðar, Matthildur Ásmundardóttir, staðfestir í samtali við fréttastofu að fjölskyldutengsl hafi orðið til þess að hún hafi þurft að víkja í málinu. Hún vildi þó ekki tjá sig nánar um eðli þessara tengsla. „Er þetta ekki bara kósý?“ Stjórnandinn var dæmd til tveggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir að hafa brotið kynferðislega gegn samstarfskonu sinni. Fram kemur í dómi héraðsdóms að samstarfskonurnar hafi verið í vinnuferð í Reykjavík og lágu hlið við hlið í samliggjandi rúmum á hótelherbergi. Konunni var gefið að sök að hafa tekið um hönd samstarfskonu sinnar og látið hana strjúka nakinn líkama sinn. Þegar samstarfskonan gaf til kynna að hún vildi ekki strjúka ákærðu hafi hún þá strokið henni utanklæða frá brjóstum niður að læri. Í kjölfarið hafi hún lagt andlit sitt upp að andliti hennar og sagt meðal annars: „Er þetta ekki bara kósý?“ Héraðsdómari taldi sannað að stjórnandinn hafi sýnt af sér háttsemina sem lýst er hér að ofan, þrátt fyrir neitun hennar þar um. Töldu ekki ástæðu til að aðhafast þrátt fyrir kæru Sveitarfélagið Hornafjörður segir meðal annars að ágreiningur hafi verið um málsatvik í upphafi. Þá væri brotaþoli ekki undirmaður stjórnandans og störfuðu þær ekki saman dags daglega. Brotaþoli hafi þar að auki sagt starfi sínu lausu áður en atvik málsins áttu sér stað. Sveitarfélagið taldi því að ekki hafi verið tilefni til sérstakra aðgerða á meðan rannsókn lögreglu stæði. Þegar ákæruvaldið tók ákvörðun um að ákæra í málinu, í mars 2019, hafði umræddur stjórnandi flutt sig til í starfi og var því ekki lengur starfsmaður sveitarfélagsins. Í yfirlýsingunni segir enn fremur að þegar dómur hafi fallið nú í október hafi engar forsendur verið til aðgerða af hálfu sveitarfélagsins, enda hafi báðir málsaðilar látið af störfum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hornafjörður Dómsmál Sveitarstjórnarmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn samstarfskonu í vinnuferð Kona var í gær dæmd til tveggja mánaða fangelsisrefsingar, sem fresta skal til tveggja ára haldi hún almennt skilorð, fyrir að brjóta kynferðislega gegn samstarfskonu sinni í vinnuferð til Reykjavíkur árið 2019. 15. október 2021 23:27 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Sjá meira
Skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn samstarfskonu í vinnuferð Kona var í gær dæmd til tveggja mánaða fangelsisrefsingar, sem fresta skal til tveggja ára haldi hún almennt skilorð, fyrir að brjóta kynferðislega gegn samstarfskonu sinni í vinnuferð til Reykjavíkur árið 2019. 15. október 2021 23:27