Fótbolti

Alfons og félagar höfðu betur í toppslagnum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Alfons Sampsted og félagar hans eru í góðum málum í norsku deildinni.
Alfons Sampsted og félagar hans eru í góðum málum í norsku deildinni. EPA-EFE/MATTEO BAZZI

Alfons Sampsted og félagar hans í Bodø/Glimt unnu í kvöld mikilvægan 2-0 sigur geg Molde í toppslag norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Eftir sigurinn eru nú fjögur stig sem skilja liðin að.

Hugo Vetlesen og Ola Solbakken sáu um markaskorun Bodø/Glimt, en mörkin komu bæði í seinni hálfleik.

Alfons spilaði allan leikinn í hægri bakverði Bodø/Glimt, en liðið hefur nú fjögurra stiga forsytu á toppi norsku deildarinnar eins og áður sagði. Bodø/Glimt er með 51 stig þegar sex umferðir eru eftir, en Molde 47.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×