Haukar frumsýna nýjan bandarískan leikmann í Evrópuleiknum í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2021 13:31 Bjarni Magnússon ræðir við hina bandarísku Haiden Palmer sem hefur ekki skorað nógu mikið í Evrópuleikjunum í vetur. Vísir/Bára Dröfn Haukakonur hafa sótt sér liðstyrk frá Bandaríkjunum en framherjinn Briana Gray er komin með leikheimild hjá FIBA og getur því tekið þátt í Evrópuleiknum á Ásvöllum í kvöld. Haukarnir mæta tékkneska liðinu Brno klukkan 19.30 í kvöld og þetta ætti að vera auðveldara verkefni en þegar Haukaliðið tapaði stórt í fyrsta heimaleik sínum í riðlinum. Helena Sverrisdóttir, fyrirliði Hauka, glímir við meiðsli og mun Gray hjálpa Hafnarfjarðarliðinu í þessum krefjandi leik. Briana Gray er 26 ára gömul og spilar sem lítill framherji. Hún byrjaði þetta tímabil með Sparta í Lúxemborg þar sem hún var með 12,0 stig, 6,8 fráköst og 1,5 stoðsendingar í leik. Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Bjarna Magnússon um nýja leikmanninn í gær en hún mun vera með Haukaliðinu næstu tvo mánuði í Evrópukeppninni þar sem spila má með fleiri bandaríska leikmenn en hér heima. Briana Gray á æfingu með Haukum í gær.Skjámynd/S2 Sport „Þetta er geggjaður leikmaður. Undirbúningsvinnan var ekki eins mikil og vanalega þegar við erum að leita að erlendum leikmönnum. Þær heimildir sem við höfum fengið þá sjáum við að þetta sé stelpa sem er búin að spila í Evrópu í nokkur ár og er með reynslu,“ sagði Bjarni Magnússon. „Þetta er týpa af leikmanni sem við teljum okkur vanta svolítið. Hún er árásagjörn á körfuna og góð á báðum endum vallarins. Hún getur spilað margar stöður og við erum bjartsýn að hún geti aðstoðað okkur í þessu,“ sagði Bjarni. Briana Gray lék með Torpan Pojat í Finnlandi tímabilið 2018-19 og var þar með 8,7 stig, 5,0 fráköst og 1,7 stoðsendingar í leik. Í rúmensku deildinni 2019-20 var hún með 19,3 stig, 9,3 fráköst og 3,0 stoðsendingar að meðaltali með liði CS Municipal Alexandria. Gray hefur einnig spilað í Portúgal, Úkraínu og Ástralíu síðan hún útskrifaðist úr Weber State árið 2018. Á síðasta ári sínu í háskólaboltanum með Weber State var hún með 8,0 stig, 5,0 fráköst og 1,1 stoðsendingu í leik. Körfubolti Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Sjá meira
Haukarnir mæta tékkneska liðinu Brno klukkan 19.30 í kvöld og þetta ætti að vera auðveldara verkefni en þegar Haukaliðið tapaði stórt í fyrsta heimaleik sínum í riðlinum. Helena Sverrisdóttir, fyrirliði Hauka, glímir við meiðsli og mun Gray hjálpa Hafnarfjarðarliðinu í þessum krefjandi leik. Briana Gray er 26 ára gömul og spilar sem lítill framherji. Hún byrjaði þetta tímabil með Sparta í Lúxemborg þar sem hún var með 12,0 stig, 6,8 fráköst og 1,5 stoðsendingar í leik. Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Bjarna Magnússon um nýja leikmanninn í gær en hún mun vera með Haukaliðinu næstu tvo mánuði í Evrópukeppninni þar sem spila má með fleiri bandaríska leikmenn en hér heima. Briana Gray á æfingu með Haukum í gær.Skjámynd/S2 Sport „Þetta er geggjaður leikmaður. Undirbúningsvinnan var ekki eins mikil og vanalega þegar við erum að leita að erlendum leikmönnum. Þær heimildir sem við höfum fengið þá sjáum við að þetta sé stelpa sem er búin að spila í Evrópu í nokkur ár og er með reynslu,“ sagði Bjarni Magnússon. „Þetta er týpa af leikmanni sem við teljum okkur vanta svolítið. Hún er árásagjörn á körfuna og góð á báðum endum vallarins. Hún getur spilað margar stöður og við erum bjartsýn að hún geti aðstoðað okkur í þessu,“ sagði Bjarni. Briana Gray lék með Torpan Pojat í Finnlandi tímabilið 2018-19 og var þar með 8,7 stig, 5,0 fráköst og 1,7 stoðsendingar í leik. Í rúmensku deildinni 2019-20 var hún með 19,3 stig, 9,3 fráköst og 3,0 stoðsendingar að meðaltali með liði CS Municipal Alexandria. Gray hefur einnig spilað í Portúgal, Úkraínu og Ástralíu síðan hún útskrifaðist úr Weber State árið 2018. Á síðasta ári sínu í háskólaboltanum með Weber State var hún með 8,0 stig, 5,0 fráköst og 1,1 stoðsendingu í leik.
Körfubolti Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Sjá meira