Þeir sem ætla að halda stóra viðburði um helgina íhugi málið alvarlega Birgir Olgeirsson skrifar 28. október 2021 11:06 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir þjóðina nú þurfa að líta í eigin barm og reyna að takmarka eins og hún getur sína hegðun til að ná þessari bylgju niður. Þau fyrirtæki og aðilar sem stefna að því að halda stóra viðburði um komandi helgi ættu að íhuga málið alvarlega að mati sóttvarnalæknis. 96 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og eru þrír á gjörgæslu Landspítalans með alvarlega öndunarörðugleika vegna veirunnar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt að ef þróun faraldursins heldur áfram að versna sé ekki annað fært í stöðunni en að herða aðgerðir innanlands. Hann segist í dag ekki vera farinn að huga að minnisblaði til heilbrigðisráðherra en það geti þó breyst. Hvort hann muni senda ráðherra minnisblað fyrir helgi liggi ekki fyrir. Þórólfur segir að brýna eigi fyrir almenningi að gæta persónubundinna sóttvarna eins og er því ekki sé nægileg samstaða um hertar aðgerðir. Hann bendir þó á að reynslan sýni að það gangi ekki vel að ná bylgjum niður án þess að beita aðgerðum með reglugerð. „Við höfum alltaf þurft að grípa til aðgerða til að ná þessu niður og ég held að það séu engar aðrar töfralausnir í stöðunni. En auðvitað er ekki mikil stemning fyrir því núna. Það þurfa allir að leggjast á eitt að brýna fyrir fólki að gera það sem gera þarf til að reyna minnka líkur á smiti,“ segir Þórólfur. Að hans mati eigi ekki að þurfa samfélagslegar aðgerðir til að fá fólk til að huga að þessum hlutum en það sé í skoðun og þá sérstaklega með tilliti til stöðunnar á Landspítalanum. „Það ræðst af mörgum hlutum og það ræðst líka af því að fá samstöðu um að gera ákveðna hluti og ég held að það sé líka mjög mikilvægt að reyna að gera það. Það er líka ákall til almennings um að passa sig, þó lögin heimili fólki að safnast saman í stórum hópum og gera allskonar hluti þá held ég að allir ættu að líta eigin barm núna og takmarka það sem við getum, passa og okkur og gera það sem þarf. Ef fólk gerir það og okkur tekst að ná bylgjunni niður á þann veg þá er það mjög ákjósanlegt en við þurfum að beita okkur sjálf ákveðnum takmörkunum til að minnka líkurnar á smiti. Við eigum vonandi ekki þurfa að fá einhverjar reglugerðir og hömlur yfir okkur. En það hefur ekki gengið hingað til almennilega en ég held áfram að vona.“ Þannig að fyrirtæki og aðilar sem eru að halda stóra viðburði um komandi helgi ættu að hugsa málið alvarlega? „Það finnst mér. Mér finnst að menn eigi að hugsa það alvarlega og eigum öll að hugsa um það í okkar daglegu athöfnum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir 96 smit innanlands og þrír á gjörgæslu 96 greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær. Þrír eru á gjörgæslu með alvarlega öndunarörðugleika vegna veikinnar. Ekki liggur fyrir hve margir hinna smituðu voru í sóttkví við greiningu. 28. október 2021 10:13 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
96 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og eru þrír á gjörgæslu Landspítalans með alvarlega öndunarörðugleika vegna veirunnar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt að ef þróun faraldursins heldur áfram að versna sé ekki annað fært í stöðunni en að herða aðgerðir innanlands. Hann segist í dag ekki vera farinn að huga að minnisblaði til heilbrigðisráðherra en það geti þó breyst. Hvort hann muni senda ráðherra minnisblað fyrir helgi liggi ekki fyrir. Þórólfur segir að brýna eigi fyrir almenningi að gæta persónubundinna sóttvarna eins og er því ekki sé nægileg samstaða um hertar aðgerðir. Hann bendir þó á að reynslan sýni að það gangi ekki vel að ná bylgjum niður án þess að beita aðgerðum með reglugerð. „Við höfum alltaf þurft að grípa til aðgerða til að ná þessu niður og ég held að það séu engar aðrar töfralausnir í stöðunni. En auðvitað er ekki mikil stemning fyrir því núna. Það þurfa allir að leggjast á eitt að brýna fyrir fólki að gera það sem gera þarf til að reyna minnka líkur á smiti,“ segir Þórólfur. Að hans mati eigi ekki að þurfa samfélagslegar aðgerðir til að fá fólk til að huga að þessum hlutum en það sé í skoðun og þá sérstaklega með tilliti til stöðunnar á Landspítalanum. „Það ræðst af mörgum hlutum og það ræðst líka af því að fá samstöðu um að gera ákveðna hluti og ég held að það sé líka mjög mikilvægt að reyna að gera það. Það er líka ákall til almennings um að passa sig, þó lögin heimili fólki að safnast saman í stórum hópum og gera allskonar hluti þá held ég að allir ættu að líta eigin barm núna og takmarka það sem við getum, passa og okkur og gera það sem þarf. Ef fólk gerir það og okkur tekst að ná bylgjunni niður á þann veg þá er það mjög ákjósanlegt en við þurfum að beita okkur sjálf ákveðnum takmörkunum til að minnka líkurnar á smiti. Við eigum vonandi ekki þurfa að fá einhverjar reglugerðir og hömlur yfir okkur. En það hefur ekki gengið hingað til almennilega en ég held áfram að vona.“ Þannig að fyrirtæki og aðilar sem eru að halda stóra viðburði um komandi helgi ættu að hugsa málið alvarlega? „Það finnst mér. Mér finnst að menn eigi að hugsa það alvarlega og eigum öll að hugsa um það í okkar daglegu athöfnum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir 96 smit innanlands og þrír á gjörgæslu 96 greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær. Þrír eru á gjörgæslu með alvarlega öndunarörðugleika vegna veikinnar. Ekki liggur fyrir hve margir hinna smituðu voru í sóttkví við greiningu. 28. október 2021 10:13 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
96 smit innanlands og þrír á gjörgæslu 96 greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær. Þrír eru á gjörgæslu með alvarlega öndunarörðugleika vegna veikinnar. Ekki liggur fyrir hve margir hinna smituðu voru í sóttkví við greiningu. 28. október 2021 10:13