Grænþvottur og hrognkelsi Elvar Örn Friðriksson skrifar 28. október 2021 13:00 Þessa dagana keppist laxeldisiðnaðurinn við það klappa sjálfum sér á bakið. Reynt er að sannfæra landsmenn um það að sjókvíaeldi standi fyrir sjálfbæra, umhverfisvæna og græna framtíð. Þemað í flestum greinum um sjókvíaeldið þessa dagana er að við Íslendingar munum gera þetta svo vel og þetta mun allt verða í lagi hér þó svo að alls staðar annars staðar hafi iðnaðurinn skilið eftir sig visna náttúru og erfðablandaða laxastofna. Sem dæmi má nefna að þann 27. október birtust að minnsta kosti 10 aðkeyptar lofgreinar um fiskeldi í fjölmiðlum landsins. Það er þekkt aðferð hjá iðnaði sem hefur slæman málstað að verja að hreinlega kaupa sér pólitísk völd og jákvæða umfjöllun. Það var sérstaklega tvennt sem vakti athygli í þessum lofgreinum. Annars vegar var það umfjöllun um aukningu í ræktun á hrognkelsi og hins vegar fullyrðing framkvæmdastjóra Benchmark Genetics um að kynbætti norski eldislaxinn þeirra væri „einn heilbrigðasti laxastofn í heimi“. Byrjum á hrognkelsunum. Það er mikilvægt að átta sig á því að hrognkelsin eru einungis ræktuð til þess að éta laxalús af eldislöxum og síðan drepast. Þó að aukin ræktun á hrognkelsi sé ánægjuefni fyrir Benchmark Genetics og fjárhag þeirra, þá nær það ekki lengra en það. Aukin ræktun hrognkelsa þýðir aðeins eitt, laxalúsin í sjókvíaeldinu er að færast í aukana. Þrátt fyrir það að helstu sérfræðingar iðnaðarins héldu því staðfastlega fram á sínum tíma að laxalúsin yrði aldrei vandamál hér. Eftir því sem umfang sjókvíaeldis eykst, þá aukast neikvæðu fylgikvillar þess. Að setja það í þetta jákvæða ljós er eins og að segja að það sé jákvætt að sala sýklalyfja hafi aukist með haustkvefinu. Í stuttu máli er þetta svona: Laxalúsin étur laxinn lifandi ➡️ Hrognkelsið étur laxalúsina ➡️ hrognkelsið drepst í kvíunum ➡️ og við étum svo laxinn, verkaðann og snyrtilegan með engin sjáanleg ummerki um neitt af þessu. Sannarlega ekki gleðitíðindi fyrir neinn (nema fyrir Benchmark Genetics). Þá komum við að fullyrðingunni mögnuðu „einn heilbrigðasti laxastofn í heimi“. Það er ekkert annað en móðgun við allt villt og náttúrulegt að segja að kynbættur norskur eldislax sé „einn heilbrigðasti laxastofn í heimi“. Vísindasamfélagið er sammála um það að það er einmitt þessi lax sem er helsta ógnin við hina villtu laxastofna. Eldislaxinn sleppur úr kvíum og syndir upp í ár með náttúrulega stofna, hrygnir og erfðablandast þannig villtum stofnum sem hafa aðlagast náttúrulega umhverfi sínu síðan á síðustu ísöld. Sjókvíaeldi og eldislaxinn sem þar er notaður mun verða til þess að villtir laxastofnar verða „óheilbrigðir“ og munu á endanum deyja út. Látum ekki sefjandi umfjöllun mengandi iðnaðar blekkja okkur. Sjókvíaeldi er úrelt og mun skilja eftir sig hörmungarsögu fyrir náttúru og vistkerfi. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Þessa dagana keppist laxeldisiðnaðurinn við það klappa sjálfum sér á bakið. Reynt er að sannfæra landsmenn um það að sjókvíaeldi standi fyrir sjálfbæra, umhverfisvæna og græna framtíð. Þemað í flestum greinum um sjókvíaeldið þessa dagana er að við Íslendingar munum gera þetta svo vel og þetta mun allt verða í lagi hér þó svo að alls staðar annars staðar hafi iðnaðurinn skilið eftir sig visna náttúru og erfðablandaða laxastofna. Sem dæmi má nefna að þann 27. október birtust að minnsta kosti 10 aðkeyptar lofgreinar um fiskeldi í fjölmiðlum landsins. Það er þekkt aðferð hjá iðnaði sem hefur slæman málstað að verja að hreinlega kaupa sér pólitísk völd og jákvæða umfjöllun. Það var sérstaklega tvennt sem vakti athygli í þessum lofgreinum. Annars vegar var það umfjöllun um aukningu í ræktun á hrognkelsi og hins vegar fullyrðing framkvæmdastjóra Benchmark Genetics um að kynbætti norski eldislaxinn þeirra væri „einn heilbrigðasti laxastofn í heimi“. Byrjum á hrognkelsunum. Það er mikilvægt að átta sig á því að hrognkelsin eru einungis ræktuð til þess að éta laxalús af eldislöxum og síðan drepast. Þó að aukin ræktun á hrognkelsi sé ánægjuefni fyrir Benchmark Genetics og fjárhag þeirra, þá nær það ekki lengra en það. Aukin ræktun hrognkelsa þýðir aðeins eitt, laxalúsin í sjókvíaeldinu er að færast í aukana. Þrátt fyrir það að helstu sérfræðingar iðnaðarins héldu því staðfastlega fram á sínum tíma að laxalúsin yrði aldrei vandamál hér. Eftir því sem umfang sjókvíaeldis eykst, þá aukast neikvæðu fylgikvillar þess. Að setja það í þetta jákvæða ljós er eins og að segja að það sé jákvætt að sala sýklalyfja hafi aukist með haustkvefinu. Í stuttu máli er þetta svona: Laxalúsin étur laxinn lifandi ➡️ Hrognkelsið étur laxalúsina ➡️ hrognkelsið drepst í kvíunum ➡️ og við étum svo laxinn, verkaðann og snyrtilegan með engin sjáanleg ummerki um neitt af þessu. Sannarlega ekki gleðitíðindi fyrir neinn (nema fyrir Benchmark Genetics). Þá komum við að fullyrðingunni mögnuðu „einn heilbrigðasti laxastofn í heimi“. Það er ekkert annað en móðgun við allt villt og náttúrulegt að segja að kynbættur norskur eldislax sé „einn heilbrigðasti laxastofn í heimi“. Vísindasamfélagið er sammála um það að það er einmitt þessi lax sem er helsta ógnin við hina villtu laxastofna. Eldislaxinn sleppur úr kvíum og syndir upp í ár með náttúrulega stofna, hrygnir og erfðablandast þannig villtum stofnum sem hafa aðlagast náttúrulega umhverfi sínu síðan á síðustu ísöld. Sjókvíaeldi og eldislaxinn sem þar er notaður mun verða til þess að villtir laxastofnar verða „óheilbrigðir“ og munu á endanum deyja út. Látum ekki sefjandi umfjöllun mengandi iðnaðar blekkja okkur. Sjókvíaeldi er úrelt og mun skilja eftir sig hörmungarsögu fyrir náttúru og vistkerfi. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun