Olíurisar sakaðir um lygar líkt og tóbaksforstjórarnir Kjartan Kjartansson skrifar 29. október 2021 09:17 Allir olíuforstjórarnir kusu að bera vitni í gegnum fjarfundarbúnað. Hér sést Darren Woods, forstjóri Exxon Mobil, á skjá í fundarsalnum. AP/Jacquelyn Martin Forsvarsmenn stærstu olíufyrirtækja Bandaríkjanna neituðu því að fyrirtæki þeirra dreifðu upplýsingafalsi um loftslagsbreytingar þegar þeir báru eiðsvarnir vitni fyrir bandarískri þingnefnd í gær. Þingmenn sökuðu þá um að ljúga líkt og forstjórar tóbaksfyrirtækja lugu um skaðsemi reykinga á sínum tíma. Fundur eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær var sögulegar þar sem forstjórar olíufyrirtækja voru í fyrsta skipti látnir sverja eið og svara spurningum um hvaða þátt þeir hefðu átt í að afneita loftslagsvísindum, blekka almenning og tefja fyrir aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Olíufyrirtækin hafa lengi fjármagnað hópa sem amast gegn loftslagsvísindum en einnig hefur komið fram að vísindamenn fyrirtækjanna sjálfra vissu af hættunni sem stafaði af bruna jarðefnaeldsneytis á sama tíma og forsvarsmenn þeirra reyndu að gera lítið úr henni og koma í veg fyrir aðgerðir. Þrátt fyrir það sögðust forstjórar Exxon Mobil, Chevron, BP og Shell í Bandaríkjunum ekki taka þátt í að grafa undan loftslagsvísindum og aðgerðum. Darren Woods, forstjóri Exxon, gekk svo langt að fullyrða að yfirlýsingar fyrirtækisins um loftslagsmál hefðu alltaf verið sannleikanum samkvæmar, byggst á staðreyndum og verið í samræmi við viðtekin loftslagsvísindi. „Þó að skoðanir okkar á loftslagsbreytingum hafi þróast með tímanum þá er það einfaldlega rangt að gefa í skyn að Chevron hafi tekið þátt í að dreifa upplýsingafalsi og blekkja almenning um þessu flóknu mál,“ sagði Michael Wirth, forstjóri Chevron. Þingmenn demókrata, sem eru með meirihluta í nefndinni, gáfu lítið fyrir yfirlýsingar forstjóranna um sakleysi. Þeir hafa um mánaðaskeið reynt að fá afhent gögn um innri samskipti þeirra um loftslagsbreytingar. „Þeir ljúga augljóslega eins og tóbaksforstjórarnir gerðu,“ sagði Carolyn Maloney, formaður nefndarinnar og demókrati frá New York. Reyndu demókratar oft að líkja yfirheyrslunum í gær við fræga nefndarfundi þar sem forstjórar tóbaksframleiðenda komu fyrir bandaríska þingnefnd á 10. áratugnum. Þar héldu þeir því meðal annars fram að þeir tryðu því ekki að nikótín væri ávanabindandi. Vildu ekki lofa að hætta að standa gegn loftslagsaðgerðum Olíuforstjórarnir lögðu áherslu á hversu jarðefnaeldsneyti væri mikilvægt heimsbyggðinni og að það væri alls ekki á útleið, jafnvel þó að þeir viðurkenndu að draga þyrfti úr losun. Af sumum yfirlýsingum þeirra að dæma reyndu þeir þó að forðast að gangast að fullu við því að vara þeirra hefði skaðleg áhrif á loftslag jarðarinnar. Þannig sagði Woods, forstjóri Exxon, að bruni á olíu „gæti“ átt þátt í hnattrænni hlýnun þrátt fyrir að enginn efi sé uppi um losun manna á gróðurhúsalofttegundum sé eina ástæðan fyrir þeirri hnattrænu hlýnun sem nú á sér stað á jörðinni. Enginn olíuforstjóranna vildi heldur lofa nefndarmönnum að þeir myndu draga fyrirtæki sín út úr Bandarísku jarðolíustofnuninni (e. American Petroleum Institute), stærsta þrýstihópi olíufyrirtækjanna. Hún hefur meðal annars lagst gegn því að rafbílar verði niðurgreiddir og gjald lagt á losun metans. Franska olíufyrirtækið Total dró sig út úr hópnum í janúar vegna óánægju með þá stefnu. Þeir vildu heldur ekki skuldbinda sig til þess að leggja ekki lengur fé í að grafa undan loftslagsvísindum eða aðgerðum. Fulltrúar repúblikana í nefndinni, sem viðurkenna ekki loftslagsbreytingar sem raunverulegt vandamál, vörðu sínum spurningum fyrst og fremst í að verja olíuforstjórana, þakka þeim fyrir störf sín og gagnrýna demókrata fyrir að halda vitnaleiðslurnar sem þeir kölluðu pólitískt leikrit. Maloney, formaður nefndarinnar, tilkynnti eftir sex klukkustunda langan fund að hún ætlaði sér að stefna fyrirtækjunum til að afhenda gögnin sem nefndin sækist eftir um hvernig fyrirtækin hafa þyrlað upp ryki um loftslagsbreytingar í gegnum tíðina. Loftslagsmál Bensín og olía Bandaríkin Tengdar fréttir Olíuforkólfar svara fyrir upplýsingafals um loftslagsbreytingar Æðstu stjórnendur Exxon Mobil og annarra olíurisa koma fyrir bandaríska þingnefnd til að svara spurningum um hvernig olíufyrirtækin gerðu lítið úr viðvörunum um loftslagsbreytingar og dreifðu upplýsingafalsi um áratugaskeið. Forstjóri Exxon neitaði því að fyrirtæki hans hefði dreift falsi um loftslagsmál. 28. október 2021 15:07 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Fundur eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær var sögulegar þar sem forstjórar olíufyrirtækja voru í fyrsta skipti látnir sverja eið og svara spurningum um hvaða þátt þeir hefðu átt í að afneita loftslagsvísindum, blekka almenning og tefja fyrir aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Olíufyrirtækin hafa lengi fjármagnað hópa sem amast gegn loftslagsvísindum en einnig hefur komið fram að vísindamenn fyrirtækjanna sjálfra vissu af hættunni sem stafaði af bruna jarðefnaeldsneytis á sama tíma og forsvarsmenn þeirra reyndu að gera lítið úr henni og koma í veg fyrir aðgerðir. Þrátt fyrir það sögðust forstjórar Exxon Mobil, Chevron, BP og Shell í Bandaríkjunum ekki taka þátt í að grafa undan loftslagsvísindum og aðgerðum. Darren Woods, forstjóri Exxon, gekk svo langt að fullyrða að yfirlýsingar fyrirtækisins um loftslagsmál hefðu alltaf verið sannleikanum samkvæmar, byggst á staðreyndum og verið í samræmi við viðtekin loftslagsvísindi. „Þó að skoðanir okkar á loftslagsbreytingum hafi þróast með tímanum þá er það einfaldlega rangt að gefa í skyn að Chevron hafi tekið þátt í að dreifa upplýsingafalsi og blekkja almenning um þessu flóknu mál,“ sagði Michael Wirth, forstjóri Chevron. Þingmenn demókrata, sem eru með meirihluta í nefndinni, gáfu lítið fyrir yfirlýsingar forstjóranna um sakleysi. Þeir hafa um mánaðaskeið reynt að fá afhent gögn um innri samskipti þeirra um loftslagsbreytingar. „Þeir ljúga augljóslega eins og tóbaksforstjórarnir gerðu,“ sagði Carolyn Maloney, formaður nefndarinnar og demókrati frá New York. Reyndu demókratar oft að líkja yfirheyrslunum í gær við fræga nefndarfundi þar sem forstjórar tóbaksframleiðenda komu fyrir bandaríska þingnefnd á 10. áratugnum. Þar héldu þeir því meðal annars fram að þeir tryðu því ekki að nikótín væri ávanabindandi. Vildu ekki lofa að hætta að standa gegn loftslagsaðgerðum Olíuforstjórarnir lögðu áherslu á hversu jarðefnaeldsneyti væri mikilvægt heimsbyggðinni og að það væri alls ekki á útleið, jafnvel þó að þeir viðurkenndu að draga þyrfti úr losun. Af sumum yfirlýsingum þeirra að dæma reyndu þeir þó að forðast að gangast að fullu við því að vara þeirra hefði skaðleg áhrif á loftslag jarðarinnar. Þannig sagði Woods, forstjóri Exxon, að bruni á olíu „gæti“ átt þátt í hnattrænni hlýnun þrátt fyrir að enginn efi sé uppi um losun manna á gróðurhúsalofttegundum sé eina ástæðan fyrir þeirri hnattrænu hlýnun sem nú á sér stað á jörðinni. Enginn olíuforstjóranna vildi heldur lofa nefndarmönnum að þeir myndu draga fyrirtæki sín út úr Bandarísku jarðolíustofnuninni (e. American Petroleum Institute), stærsta þrýstihópi olíufyrirtækjanna. Hún hefur meðal annars lagst gegn því að rafbílar verði niðurgreiddir og gjald lagt á losun metans. Franska olíufyrirtækið Total dró sig út úr hópnum í janúar vegna óánægju með þá stefnu. Þeir vildu heldur ekki skuldbinda sig til þess að leggja ekki lengur fé í að grafa undan loftslagsvísindum eða aðgerðum. Fulltrúar repúblikana í nefndinni, sem viðurkenna ekki loftslagsbreytingar sem raunverulegt vandamál, vörðu sínum spurningum fyrst og fremst í að verja olíuforstjórana, þakka þeim fyrir störf sín og gagnrýna demókrata fyrir að halda vitnaleiðslurnar sem þeir kölluðu pólitískt leikrit. Maloney, formaður nefndarinnar, tilkynnti eftir sex klukkustunda langan fund að hún ætlaði sér að stefna fyrirtækjunum til að afhenda gögnin sem nefndin sækist eftir um hvernig fyrirtækin hafa þyrlað upp ryki um loftslagsbreytingar í gegnum tíðina.
Loftslagsmál Bensín og olía Bandaríkin Tengdar fréttir Olíuforkólfar svara fyrir upplýsingafals um loftslagsbreytingar Æðstu stjórnendur Exxon Mobil og annarra olíurisa koma fyrir bandaríska þingnefnd til að svara spurningum um hvernig olíufyrirtækin gerðu lítið úr viðvörunum um loftslagsbreytingar og dreifðu upplýsingafalsi um áratugaskeið. Forstjóri Exxon neitaði því að fyrirtæki hans hefði dreift falsi um loftslagsmál. 28. október 2021 15:07 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Olíuforkólfar svara fyrir upplýsingafals um loftslagsbreytingar Æðstu stjórnendur Exxon Mobil og annarra olíurisa koma fyrir bandaríska þingnefnd til að svara spurningum um hvernig olíufyrirtækin gerðu lítið úr viðvörunum um loftslagsbreytingar og dreifðu upplýsingafalsi um áratugaskeið. Forstjóri Exxon neitaði því að fyrirtæki hans hefði dreift falsi um loftslagsmál. 28. október 2021 15:07