Áhyggjuefni þegar „Pétur og Páll“ eru byrjaðir í offramleiðslu Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. október 2021 13:24 Daníel Örn Hinriksson er formaður Hundaræktarfélags Íslands. Úr einkasafni/Vísir/Arnar Formaður Hundaræktarfélag Íslands telur dýralækni hafa gengið fulllangt með því að ráða fólki frá því að kaupa sér flatnefjuð gæludýr. Hann telur ræktendur almennt ábyrga, vandamálið liggi í óskráðri offramleiðslu á dýrunum. Rætt var við Hönnu Maríu Arnórsdóttur dýralækni á Dýraspítalanum í Garðabæ í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær um heilsufarsvanda sem flatnefjaðar hunda- og kattategundir eins og Pug, bolabítar og persar, glíma við vegna óábyrgrar ræktunar í gegnum tíðina. Hún hvatti ræktendur til umhugsunar og réði fólki frá því að kaupa sér slík dýr. Daníel Örn Hinriksson formaður Hundaræktarfélags Íslands segist taka undir málflutning Hönnu - upp að vissu marki. Gríðarleg aukning í vinsældum þessara tegunda hafi bakað dýrunum vandræði. „Þegar Pétur og Páll eru farnir að para hundana sína bara til að para þá og búa til einhverja hvolpa og búa til peninga þá auðvitað er það áhyggjuefni,“ segir Daníel. „Þetta eru tegundir sem er búið að vera að rækta jafnvel í hundruð ára og vandamálin held ég eru að koma upp með offramleiðslu á þessum hundategundum, þar sem ábyrg ræktunarstefna er ekki fyrir hendi og mér fannst hún taka svolítið djúpt í árinni að beina fólki frá því að kaupa þessar hundategundir. Ég myndi alltaf mælast til þess að fólk myndi kynna sér vel ræktandann sem það ætlar að versla við.“ Alveg eins hægt að grípa til útrýmingar Ekki sé hægt að alhæfa að allir hundar með flatt nef séu óheilbrigðir. Daníel telur ekki að leggja ætti bann á ræktun ákveðinna tegunda með ýkt útlitseinkenni, eins og gripið hafi verið til í sumum löndum. „Þá er alveg eins hægt að grípa bara til útrýmingar á hundategundunum, mér fyndist mikið frekar að hundaræktarfélögin og dýralæknar ættu að taka höndum saman og reyna að fara saman að því að bæta heilbrigði þessara tegunda. Og þetta liggur náttúrulega líka hjá þeim sem ætlar að fá sér þessa hundategund, að hann vandi valið.“ Dýr Dýraheilbrigði Hundar Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Sjá meira
Rætt var við Hönnu Maríu Arnórsdóttur dýralækni á Dýraspítalanum í Garðabæ í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær um heilsufarsvanda sem flatnefjaðar hunda- og kattategundir eins og Pug, bolabítar og persar, glíma við vegna óábyrgrar ræktunar í gegnum tíðina. Hún hvatti ræktendur til umhugsunar og réði fólki frá því að kaupa sér slík dýr. Daníel Örn Hinriksson formaður Hundaræktarfélags Íslands segist taka undir málflutning Hönnu - upp að vissu marki. Gríðarleg aukning í vinsældum þessara tegunda hafi bakað dýrunum vandræði. „Þegar Pétur og Páll eru farnir að para hundana sína bara til að para þá og búa til einhverja hvolpa og búa til peninga þá auðvitað er það áhyggjuefni,“ segir Daníel. „Þetta eru tegundir sem er búið að vera að rækta jafnvel í hundruð ára og vandamálin held ég eru að koma upp með offramleiðslu á þessum hundategundum, þar sem ábyrg ræktunarstefna er ekki fyrir hendi og mér fannst hún taka svolítið djúpt í árinni að beina fólki frá því að kaupa þessar hundategundir. Ég myndi alltaf mælast til þess að fólk myndi kynna sér vel ræktandann sem það ætlar að versla við.“ Alveg eins hægt að grípa til útrýmingar Ekki sé hægt að alhæfa að allir hundar með flatt nef séu óheilbrigðir. Daníel telur ekki að leggja ætti bann á ræktun ákveðinna tegunda með ýkt útlitseinkenni, eins og gripið hafi verið til í sumum löndum. „Þá er alveg eins hægt að grípa bara til útrýmingar á hundategundunum, mér fyndist mikið frekar að hundaræktarfélögin og dýralæknar ættu að taka höndum saman og reyna að fara saman að því að bæta heilbrigði þessara tegunda. Og þetta liggur náttúrulega líka hjá þeim sem ætlar að fá sér þessa hundategund, að hann vandi valið.“
Dýr Dýraheilbrigði Hundar Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Sjá meira