Víkingaskip aftur við Bessastaðanes tólf öldum síðar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. október 2021 15:37 Víkingaskipið Drakar strandaði við Bessastaðanes í dag. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, minntist þess að um tólf aldir séu liðnar frá því að knörr sást fyrst við nesið. Vísir „Líklega eru um 12 aldir eða svo frá því að knörr sást fyrst við Bessastaðanes og senn verða liðnar fjórar aldir frá því að skip sjóræningja frá Alsír strandaði þar um stundarsakir.“ Svona hefst Facebook-færsla Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, um einmana víkingaskip sem strandaði undan ströndum Bessastaðaness í dag og vakti mikla furðu. Skipið er nokkuð drungalegt á að líta en það hefur legið við Kópavogshöfn síðastliðin þrjú eða fjögur ár. RÚV greindi fyrst frá. „Svo virðist sem einhverjum hafi þótt sniðugt að leysa þar landfestar og rak skipið svo þessa leið,“ skrifar forsetinn. Atli Hermannsson, hafnarstjóri í Kópavogi, segir í samtali við fréttastofu alveg öruggt að knörrinn hafi verið losaður frá landi af yfirlögðu ráði. Nú hefur Björgunarsveitin Ársæll komið skipinu til bjargar og dregið aftur á sinn stað í Kópavogshöfn. Skipið, sem ber nafnið Drakar, er eftirlíking af víkingaskipi, sem á rætur sínar að rekja til Brasilíu, þar sem það var smíðað árið 2007 eftir teikningu af Gaukstaðaskipinu. Guðni forseti setti skipið í sögulegt samhengi og rifjaði upp að eftir komu Alsíringa á Bessastaði hafi verið ráðist í gerð Skansins. „Eftir strandhögg þeirra var ráðist í gerð Skansins, virkis á nesinu þar sem Óli skans bjó síðar með konu sinni Fíu (ekki Völu eins og segir þó í laginu). Í morgun gat svo að líta skip sem hafði rekið inn í Lambhúsatjörn, undan Rana yst á nesinu.“ „Þegar ég sá skipið hér fyrir utan síðla morguns varð mér hugsað til hinnar þekktu barnagælu Sveinbjarnar Egilssonar sem bjó hér á nesinu og kenndi við Bessastaðaskóla: „Fljúga hvítu fiðrildin, fyrir utan gluggann. Þarna siglir einhver inn, ofurlítil dugga“,“ skrifar forsetinn í færslu sinni. Kópavogur Garðabær Björgunarsveitir Forseti Íslands Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Svona hefst Facebook-færsla Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, um einmana víkingaskip sem strandaði undan ströndum Bessastaðaness í dag og vakti mikla furðu. Skipið er nokkuð drungalegt á að líta en það hefur legið við Kópavogshöfn síðastliðin þrjú eða fjögur ár. RÚV greindi fyrst frá. „Svo virðist sem einhverjum hafi þótt sniðugt að leysa þar landfestar og rak skipið svo þessa leið,“ skrifar forsetinn. Atli Hermannsson, hafnarstjóri í Kópavogi, segir í samtali við fréttastofu alveg öruggt að knörrinn hafi verið losaður frá landi af yfirlögðu ráði. Nú hefur Björgunarsveitin Ársæll komið skipinu til bjargar og dregið aftur á sinn stað í Kópavogshöfn. Skipið, sem ber nafnið Drakar, er eftirlíking af víkingaskipi, sem á rætur sínar að rekja til Brasilíu, þar sem það var smíðað árið 2007 eftir teikningu af Gaukstaðaskipinu. Guðni forseti setti skipið í sögulegt samhengi og rifjaði upp að eftir komu Alsíringa á Bessastaði hafi verið ráðist í gerð Skansins. „Eftir strandhögg þeirra var ráðist í gerð Skansins, virkis á nesinu þar sem Óli skans bjó síðar með konu sinni Fíu (ekki Völu eins og segir þó í laginu). Í morgun gat svo að líta skip sem hafði rekið inn í Lambhúsatjörn, undan Rana yst á nesinu.“ „Þegar ég sá skipið hér fyrir utan síðla morguns varð mér hugsað til hinnar þekktu barnagælu Sveinbjarnar Egilssonar sem bjó hér á nesinu og kenndi við Bessastaðaskóla: „Fljúga hvítu fiðrildin, fyrir utan gluggann. Þarna siglir einhver inn, ofurlítil dugga“,“ skrifar forsetinn í færslu sinni.
Kópavogur Garðabær Björgunarsveitir Forseti Íslands Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira