Náttúruperla við ströndina sem fáir utan heimamanna vissu af Kristján Már Unnarsson skrifar 31. október 2021 07:57 Frá Rauðanesi við Þistilfjörð. Gönguleið er á steinboganum. KMU „Hér er mikil náttúruperla,“ segir jarðfræðingurinn Steingrímur J. Sigfússon um klettaströndina á Rauðanesi í Þistilfirði, sem lengi vel var nánast eins og vel varðveitt innansveitarleyndarmál, en ferðamenn hafa verið að „uppgötva“ á seinni árum. Í þættinum Um land allt má sjá myndir af þessari mögnuðu strandlengju en hún er skammt frá kirkjustaðnum Svalbarði, um þrjátíu kílómetra vestan Þórshafnar. Þar blasa við óvenju fjölskrúðugar klettamyndanir með gatklettum, vogum og hellum, sem brimið hefur sorfið inn í ströndina. Óvíða á landinu má sjá jafn marga gatkletta og þarnaKMU „Það voru bara heimamenn sem þekktu þessa stórkostlega fallegu strandlengju hérna - fallegar klettamyndanir, gatklettar og skútar,“ segir Steingrímur. „En nú er þetta að komast á kortið og er að verða býsna vinsæl gönguleið enda er hún ákaflega þægileg, örugg og hægt að sjá þetta á tveimur tímum eða svo. Og eru alveg stórkostlega falleg náttúrufyrirbæri hérna. Þetta er með fallegri klettaströndum sem gefur að líta, bara í landinu.“ Ferðamenn skoða fjölskrúðuga klettaströndina.KMU Og núna dregur þessi áður leynda perla að sér æ fleiri ferðamenn, jafnt innlenda sem erlenda. Á heimreiðinni að eyðibýlinu Völlum er búið að gera bílastæði og setja upp upplýsingaskilti við upphaf merktrar gönguleiðar, sem er um sjö kílómetra löng hringleið. Gatklettar, drangar og skútar prýða strandlengjuna.KMU „Ár frá ári er þetta að vaxa. Og er að gerast hér það sama, og hefur gerst víðar, að svona staðir fara að kynna sig sjálfir. Fólk er að senda myndir sem það tekur og segja frá og þessi staður er á bullandi uppleið hvað það snertir; að hér er aukin umferð ár frá ári," segir Steingrímur. Ferðamaður ljósmyndar lunda við gatklett.KMU „Og þetta er svæði sem er í raun og veru mjög aðgengilegt, rétt við þjóðveginn, og hægt að fara hér stuttar ferðir og sýna. Þetta er þurrlent þannig að það þolir alveg umferð og hefur margt að bjóða. Fyrir utan klettana og ströndina sjálfa er hér lundi yst á nesinu og svolítið af bjargfugli. Virkilega flottur staður.“ Og ferðaþjónusta styrkist í sveitinni. Á bænum Holti reka sauðfjárbændurnir Hildur Stefánsdóttir og Sigurður Þór Guðmundsson gistiheimili sem þau nefna Grástein en þau byrjuðu með tvö sumarhús vorið 2017. Gömlum útihúsum, sem áföst eru íbúðarhúsinu í Holti, var breytt í gistiheimili.Einar Árnason „Það er miklu meiri eftirspurn en við þorðum að vona. Og eins og maður var svartsýnn í byrjun sumars í fyrra og núna þá eru þetta bara að verða toppsumrin hjá okkur,“ segir Hildur. Hér má sjá kafla úr þættinum en hann er endursýndur á Stöð 2 í dag, sunnudag, klukkan 16:50. Um land allt Svalbarðshreppur Ferðamennska á Íslandi Fuglar Tengdar fréttir Íslenskt forystufé fari á skrá yfir dýr í útrýmingarhættu Ráðamenn forystufjársetursins í Þistilfirði vinna að því að íslenskir forystusauðir verði skilgreindir sem dýrategund í útrýmingarhættu og fari jafnvel á heimsminjaskrá sem menningarminjar. Þeir segja íslenska forystuféð einstakt í heiminum. 25. október 2021 21:21 Jarðfræðingurinn kom upp þegar Steingrímur lýsti æskuslóðunum „Hér hefur mitt heimili staðið alla mína tíð, eða mitt lögheimili. Hér er ég fæddur í húsinu og uppalinn og haft mitt lögheimili hér. Og gert út héðan alla mína þingmannstíð,“ segir Steingrímur J. Sigfússon þar sem hann stendur við gamla íbúðarhúsið á Gunnarsstöðum í Þistilfirði. 20. október 2021 14:02 Eiginmanninum færður kaffisopinn út á túnið Á bænum Holti í Þistilfirði eru þau Hildur Stefánsdóttir og Sigurður Þór Guðmundsson komin á ról fyrir allar aldir, hún að undirbúa morgunverð fyrir ferðamennina en hann að afla heyja fyrir búsmalann en þau reka bæði gistiheimili og sauðfjárbú. 24. október 2021 08:12 Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
Í þættinum Um land allt má sjá myndir af þessari mögnuðu strandlengju en hún er skammt frá kirkjustaðnum Svalbarði, um þrjátíu kílómetra vestan Þórshafnar. Þar blasa við óvenju fjölskrúðugar klettamyndanir með gatklettum, vogum og hellum, sem brimið hefur sorfið inn í ströndina. Óvíða á landinu má sjá jafn marga gatkletta og þarnaKMU „Það voru bara heimamenn sem þekktu þessa stórkostlega fallegu strandlengju hérna - fallegar klettamyndanir, gatklettar og skútar,“ segir Steingrímur. „En nú er þetta að komast á kortið og er að verða býsna vinsæl gönguleið enda er hún ákaflega þægileg, örugg og hægt að sjá þetta á tveimur tímum eða svo. Og eru alveg stórkostlega falleg náttúrufyrirbæri hérna. Þetta er með fallegri klettaströndum sem gefur að líta, bara í landinu.“ Ferðamenn skoða fjölskrúðuga klettaströndina.KMU Og núna dregur þessi áður leynda perla að sér æ fleiri ferðamenn, jafnt innlenda sem erlenda. Á heimreiðinni að eyðibýlinu Völlum er búið að gera bílastæði og setja upp upplýsingaskilti við upphaf merktrar gönguleiðar, sem er um sjö kílómetra löng hringleið. Gatklettar, drangar og skútar prýða strandlengjuna.KMU „Ár frá ári er þetta að vaxa. Og er að gerast hér það sama, og hefur gerst víðar, að svona staðir fara að kynna sig sjálfir. Fólk er að senda myndir sem það tekur og segja frá og þessi staður er á bullandi uppleið hvað það snertir; að hér er aukin umferð ár frá ári," segir Steingrímur. Ferðamaður ljósmyndar lunda við gatklett.KMU „Og þetta er svæði sem er í raun og veru mjög aðgengilegt, rétt við þjóðveginn, og hægt að fara hér stuttar ferðir og sýna. Þetta er þurrlent þannig að það þolir alveg umferð og hefur margt að bjóða. Fyrir utan klettana og ströndina sjálfa er hér lundi yst á nesinu og svolítið af bjargfugli. Virkilega flottur staður.“ Og ferðaþjónusta styrkist í sveitinni. Á bænum Holti reka sauðfjárbændurnir Hildur Stefánsdóttir og Sigurður Þór Guðmundsson gistiheimili sem þau nefna Grástein en þau byrjuðu með tvö sumarhús vorið 2017. Gömlum útihúsum, sem áföst eru íbúðarhúsinu í Holti, var breytt í gistiheimili.Einar Árnason „Það er miklu meiri eftirspurn en við þorðum að vona. Og eins og maður var svartsýnn í byrjun sumars í fyrra og núna þá eru þetta bara að verða toppsumrin hjá okkur,“ segir Hildur. Hér má sjá kafla úr þættinum en hann er endursýndur á Stöð 2 í dag, sunnudag, klukkan 16:50.
Um land allt Svalbarðshreppur Ferðamennska á Íslandi Fuglar Tengdar fréttir Íslenskt forystufé fari á skrá yfir dýr í útrýmingarhættu Ráðamenn forystufjársetursins í Þistilfirði vinna að því að íslenskir forystusauðir verði skilgreindir sem dýrategund í útrýmingarhættu og fari jafnvel á heimsminjaskrá sem menningarminjar. Þeir segja íslenska forystuféð einstakt í heiminum. 25. október 2021 21:21 Jarðfræðingurinn kom upp þegar Steingrímur lýsti æskuslóðunum „Hér hefur mitt heimili staðið alla mína tíð, eða mitt lögheimili. Hér er ég fæddur í húsinu og uppalinn og haft mitt lögheimili hér. Og gert út héðan alla mína þingmannstíð,“ segir Steingrímur J. Sigfússon þar sem hann stendur við gamla íbúðarhúsið á Gunnarsstöðum í Þistilfirði. 20. október 2021 14:02 Eiginmanninum færður kaffisopinn út á túnið Á bænum Holti í Þistilfirði eru þau Hildur Stefánsdóttir og Sigurður Þór Guðmundsson komin á ról fyrir allar aldir, hún að undirbúa morgunverð fyrir ferðamennina en hann að afla heyja fyrir búsmalann en þau reka bæði gistiheimili og sauðfjárbú. 24. október 2021 08:12 Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
Íslenskt forystufé fari á skrá yfir dýr í útrýmingarhættu Ráðamenn forystufjársetursins í Þistilfirði vinna að því að íslenskir forystusauðir verði skilgreindir sem dýrategund í útrýmingarhættu og fari jafnvel á heimsminjaskrá sem menningarminjar. Þeir segja íslenska forystuféð einstakt í heiminum. 25. október 2021 21:21
Jarðfræðingurinn kom upp þegar Steingrímur lýsti æskuslóðunum „Hér hefur mitt heimili staðið alla mína tíð, eða mitt lögheimili. Hér er ég fæddur í húsinu og uppalinn og haft mitt lögheimili hér. Og gert út héðan alla mína þingmannstíð,“ segir Steingrímur J. Sigfússon þar sem hann stendur við gamla íbúðarhúsið á Gunnarsstöðum í Þistilfirði. 20. október 2021 14:02
Eiginmanninum færður kaffisopinn út á túnið Á bænum Holti í Þistilfirði eru þau Hildur Stefánsdóttir og Sigurður Þór Guðmundsson komin á ról fyrir allar aldir, hún að undirbúa morgunverð fyrir ferðamennina en hann að afla heyja fyrir búsmalann en þau reka bæði gistiheimili og sauðfjárbú. 24. október 2021 08:12