Messi vill snúa aftur til Barcelona Sindri Sverrisson skrifar 1. nóvember 2021 10:30 Lionel Messi gerði samning við PSG til tveggja ára, með möguleika á árs framlengingu. Getty/Catherine Steenkeste Þó að Lionel Messi hafi yfirgefið Barcelona í sumar og gengið í raðir PSG þá hefur hann mikinn áhuga á að starfa meira fyrir Barcelona í framtíðinni. Messi, sem er 34 ára gamall, hafði leikið allan sinn feril hjá Barcelona þar til að félagið varð að láta hann fara í sumar vegna fjárhagsörðugleika. Messi var í stóru viðtali við spænska blaðið Sport spurður hvort að hann myndi vilja snúa aftur til Barcelona síðar meir og svarið var einfalt: „Já. Ég hef alltaf sagt að það yrði algjör draumur að geta hjálpað félaginu með einhverjum hætti sem gæti gagnast. Bætt einhverju við félagið,“ sagði Messi. En hvernig þá? „Ég myndi gjarnan vilja verða íþróttastjóri þar á einhverjum tímapunkti,“ sagði Messi. „Ég veit ekki hvort að það verður hjá Barcelona eða ekki, eða hvort það verður einhvers staðar annars staðar. En ef það er möguleiki á því þá vil ég snúa aftur og leggja mitt að mörkum því að þetta er félag sem ég elska og vil svo mikið að haldi áfram að ganga vel, haldi áfram að vaxa og sé eitt það besta í heimi,“ sagði Messi. Ætlar að búa í Barcelona Messi segir þó að fjölskyldan sé núna búin að koma sér vel fyrir í París og allir séu glaðir á nýjum slóðum. Hugur hans er þó áfram hjá Barcelona að einhverju leyti: „Já. Enn í dag er það þannig þegar ég horfi á leikina að ég finn sterkar tilfinningar og man eftir hlutum sem hafa gerst á Camp Nou, með fólkinu þar,“ segir Messi. En mun hann spila aftur fyrir Barcelona eftir tvö ár, þegar samningurinn við PSG rennur út? „Ég veit ekki hvort að ég sný aftur þegar samningurinn við PSG klárast. Það sem er þó nánast öruggt er að við munum snúa aftur til Barcelona og lifa okkar lífi þar. Það er það sem konan mín vill og ég sjálfur. Ég veit ekki hvort það gerist þegar samningurinn við PSG rennur út en við munum eiga heima í Barcelona síðar meir,“ sagði Messi. Spænski boltinn Tengdar fréttir Enginn tekið fleiri skot en Messi án þess að skora Einn besti knattspyrnumaður fyrr og síðar, Lionel Messi, hefur ekki beint átt draumabyrjun í treyju Paris Saint-Germain eftir að hann gekk í raðir félagsins í sumar. 30. október 2021 08:00 Grét á fundinum með forseta Barcelona og vill vera áfram Samuel Umtiti var án efa óvinsælasti leikmaður Barcelona í haust þegar hann vildi ekki yfirgefa félagið og neita því að hjálpa til við að koma nýjum samningi Lionel Messi undir launaþakið. 20. október 2021 14:00 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Sjá meira
Messi, sem er 34 ára gamall, hafði leikið allan sinn feril hjá Barcelona þar til að félagið varð að láta hann fara í sumar vegna fjárhagsörðugleika. Messi var í stóru viðtali við spænska blaðið Sport spurður hvort að hann myndi vilja snúa aftur til Barcelona síðar meir og svarið var einfalt: „Já. Ég hef alltaf sagt að það yrði algjör draumur að geta hjálpað félaginu með einhverjum hætti sem gæti gagnast. Bætt einhverju við félagið,“ sagði Messi. En hvernig þá? „Ég myndi gjarnan vilja verða íþróttastjóri þar á einhverjum tímapunkti,“ sagði Messi. „Ég veit ekki hvort að það verður hjá Barcelona eða ekki, eða hvort það verður einhvers staðar annars staðar. En ef það er möguleiki á því þá vil ég snúa aftur og leggja mitt að mörkum því að þetta er félag sem ég elska og vil svo mikið að haldi áfram að ganga vel, haldi áfram að vaxa og sé eitt það besta í heimi,“ sagði Messi. Ætlar að búa í Barcelona Messi segir þó að fjölskyldan sé núna búin að koma sér vel fyrir í París og allir séu glaðir á nýjum slóðum. Hugur hans er þó áfram hjá Barcelona að einhverju leyti: „Já. Enn í dag er það þannig þegar ég horfi á leikina að ég finn sterkar tilfinningar og man eftir hlutum sem hafa gerst á Camp Nou, með fólkinu þar,“ segir Messi. En mun hann spila aftur fyrir Barcelona eftir tvö ár, þegar samningurinn við PSG rennur út? „Ég veit ekki hvort að ég sný aftur þegar samningurinn við PSG klárast. Það sem er þó nánast öruggt er að við munum snúa aftur til Barcelona og lifa okkar lífi þar. Það er það sem konan mín vill og ég sjálfur. Ég veit ekki hvort það gerist þegar samningurinn við PSG rennur út en við munum eiga heima í Barcelona síðar meir,“ sagði Messi.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Enginn tekið fleiri skot en Messi án þess að skora Einn besti knattspyrnumaður fyrr og síðar, Lionel Messi, hefur ekki beint átt draumabyrjun í treyju Paris Saint-Germain eftir að hann gekk í raðir félagsins í sumar. 30. október 2021 08:00 Grét á fundinum með forseta Barcelona og vill vera áfram Samuel Umtiti var án efa óvinsælasti leikmaður Barcelona í haust þegar hann vildi ekki yfirgefa félagið og neita því að hjálpa til við að koma nýjum samningi Lionel Messi undir launaþakið. 20. október 2021 14:00 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Sjá meira
Enginn tekið fleiri skot en Messi án þess að skora Einn besti knattspyrnumaður fyrr og síðar, Lionel Messi, hefur ekki beint átt draumabyrjun í treyju Paris Saint-Germain eftir að hann gekk í raðir félagsins í sumar. 30. október 2021 08:00
Grét á fundinum með forseta Barcelona og vill vera áfram Samuel Umtiti var án efa óvinsælasti leikmaður Barcelona í haust þegar hann vildi ekki yfirgefa félagið og neita því að hjálpa til við að koma nýjum samningi Lionel Messi undir launaþakið. 20. október 2021 14:00