Að taka sér tíma Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar 1. nóvember 2021 20:31 Vegferð okkar í gegnum lífið liggur um margar og mis greiðfærar leiðir. Sum okkar eiga erfiðara með að feta okkur eftir algengustu leiðunum og við náum kannski aldrei á leiðarenda nema með því að nálgast þær með öðrum hætti en flestir gera sem á t.d. við um nám og vinnu. Það getur verið bæði óheppilegt og skaðlegt fyrir sjálfsmyndina að bera sig saman við aðra hvað varðar atriði eins og námsframvindu eða atvinnustöðu. Að taka lengri tíma, aðra leið, í að klára verkefnin framundan er nefnilega allt í lagi. Að vera lengur í námi en margir aðrir vegna þess að þú þarft að fara þér hægar er ekkert til að skammast sín fyrir. Nú þegar prófavertíðin nálgast óðfluga er gagnlegt að hafa í huga að heimurinn fer ekkert á hliðina þótt maður falli á prófi. Virði einstaklingsins stendur ekki eða fellur við lokaeinkunn úr námsáfanga. Fyrir nokkrum árum upplifði ég mig ómögulega fyrir það eitt að falla á lokaprófi í bókfærslu. Ég sem hafði lagt mig svo vel fram yfir önnina. Einn aðili nefndi við mig að það væri ekkert að því að taka sér lengri tíma í það að sinna námi og sáði þennan dag fræjum vonar í huga minn með orðum sínum. Eftir stendur að ég þarf að sinna námi hægt og rólega og byggja ekki virði mitt á afkastagetu líkt og áður. Það er svo margt annað sem við höfum til brunns að bera í tilverunni heldur en afköst og framleiðni. Að gera minna og vera meira er oft í fínu lagi og minnkar streitu til muna. Höfundur er Reykvíkingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Inga Kristinsdóttir Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Skoðun Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Vegferð okkar í gegnum lífið liggur um margar og mis greiðfærar leiðir. Sum okkar eiga erfiðara með að feta okkur eftir algengustu leiðunum og við náum kannski aldrei á leiðarenda nema með því að nálgast þær með öðrum hætti en flestir gera sem á t.d. við um nám og vinnu. Það getur verið bæði óheppilegt og skaðlegt fyrir sjálfsmyndina að bera sig saman við aðra hvað varðar atriði eins og námsframvindu eða atvinnustöðu. Að taka lengri tíma, aðra leið, í að klára verkefnin framundan er nefnilega allt í lagi. Að vera lengur í námi en margir aðrir vegna þess að þú þarft að fara þér hægar er ekkert til að skammast sín fyrir. Nú þegar prófavertíðin nálgast óðfluga er gagnlegt að hafa í huga að heimurinn fer ekkert á hliðina þótt maður falli á prófi. Virði einstaklingsins stendur ekki eða fellur við lokaeinkunn úr námsáfanga. Fyrir nokkrum árum upplifði ég mig ómögulega fyrir það eitt að falla á lokaprófi í bókfærslu. Ég sem hafði lagt mig svo vel fram yfir önnina. Einn aðili nefndi við mig að það væri ekkert að því að taka sér lengri tíma í það að sinna námi og sáði þennan dag fræjum vonar í huga minn með orðum sínum. Eftir stendur að ég þarf að sinna námi hægt og rólega og byggja ekki virði mitt á afkastagetu líkt og áður. Það er svo margt annað sem við höfum til brunns að bera í tilverunni heldur en afköst og framleiðni. Að gera minna og vera meira er oft í fínu lagi og minnkar streitu til muna. Höfundur er Reykvíkingur.
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar