Yfirlýsing frá Guðmundi: Sakar Sólveigu Önnu um leynimakk Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. nóvember 2021 13:48 Guðmundur Baldursson, þriðji frá hægri, sakar Sólveigu Önnu formann um leynimakk. Hér er hópurinn sem bauð fram hjá Eflingu undir merkjum B-listans árið 2018. B-listinn Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, segir Sólveigu Önnu Jónsdóttur hafa haldið lykilupplýsingum leyndum frá stjórninni til að hylma yfir vanlíðan starfsfólks á skrifstofu Eflingar. Þetta kemur fram í skriflegri yfirlýsingu Guðmundar sem hann sendi til fjölmiðla. Sólveig Anna sagði sem kunnugt er af sér sem formaður Eflingar í gærkvöldi. Þá er Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri hættur störfum. Guðmundur segist í yfirlýsingunni vilja koma þessu á framfæri í ljósi afsagnar Sólveigar Önnu og uppsagnar Viðars. Buðu fram saman árið 2018 „Alvarlegur trúnaðarbrestur varð innan stjórnarinnar þegar Sólveig Anna neitaði að kynna fyrir stjórninni starfslokasamning við fráfarandi skrifstofustjóra í upphafi ársins. Því var ítrekað borið við að þessar upplýsingar kæmu stjórninni einfaldlega ekki við,“ segir Guðmundur sem var hluti af B-listanum sem bauð fram krafta sína árið 2018 þegar Sólveig Anna var kjörinn formaður. „Aftur var stjórninni neitað um kynningu á ályktun trúnaðarmanna um stjórnunarvanda í júní. Þegar ég gekk á eftir ályktuninni var mér ekki aðeins ítrekað neitað um hana heldur gerð tilraun til að beita mig persónulegri kúgun á grundvelli þess að formaðurinn hefði aðstoðað mína nánustu.“ Guðmundur segist hafa lagt fram tillögu um að utanaðkomandi ráðgjafi væri fenginn til að fara í gegnum starfsemina til að leita lausna. Því hafi alfarið verið hafnað. Þess í stað hafi verið boðið upp á hvítþvott mannauðsstjóra á stjórnarfundi um miðjan júlí. Botninum náð „Enginn í stjórninni veitti mér stuðning í þessu máli og enga hjálp var að fá hjá SGS og ASÍ þrátt fyrir að fyrir lægi að stjórnin ætti óskoraðan rétt á öllum lykilupplýsingum um starfsemi Eflingar.“ Sólveig Anna hafi hvorki brugðist við áskorun starfsmanna um betrumbætur né gengist við ábyrgð sinni sem formaður. Þvert á móti hafi hún skellt skuldinni á Guðmund og starfsmenn sína. „Botninum náði hún svo þegar hún krafðist þess að starfsmenn veldu á milli þeirra sjálfra og hennar á starfsmannafundi síðastliðinn föstudagsmorgun. Í kjölfarið sló hún í síðasta sinn á sáttarhönd starfsmannanna. Stéttarfélögum ber að vera fyrirmynd í vinnuveitendahlutverki sínu, annað er ekki lýðandi.“ Fréttin er í vinnslu. Yfirlýsing Guðmundar Baldurssonar Lykilupplýsingum haldið frá stjórn Í ljósi afsagnar Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og uppsagnar Viðar Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra stéttarfélagsins, vil ég koma því á framfæri að Sólveig Anna hefur haldið lykilupplýsingum leyndum frá stjórninni til að hylma yfir vanlíðan starfsfólks á skrifstofu Eflingar. Alvarlegur trúnaðarbrestur varð innan stjórnarinnar þegar Sólveig Anna neitaði að kynna fyrir stjórninni starfslokasamning við fráfarandi skrifstofustjóra í upphafi ársins. Því var ítrekað borið við að þessar upplýsingar kæmu stjórninni einfaldlega ekki við. Aftur var stjórninni neitað um kynningu á ályktun trúnaðarmanna um stjórnunarvanda í júní. Þegar ég gekk á eftir ályktuninni var mér ekki aðeins ítrekað neitað um hana heldur gerð tilraun til að beita mig persónulegri kúgun á grundvelli þess að formaðurinn hefði aðstoðað mína nánustu. Ég lagði fram tillögu um að utanaðkomandi ráðgjafi færi fenginn til að fara í gegnum starfsemina til að leita lausna og var því alfarið hafnað. Þess í stað var boðið upp á hvítþvott mannauðsstjóra á stjórnarfundi um miðjan júlí. Enginn í stjórninni veitti mér stuðning í þessu máli og enga hjálp var að fá hjá SGS og ASÍ þrátt fyrir að fyrir lægi að stjórnin ætti óskoraðan rétt á öllum lykilupplýsingum um starfsemi Eflingar. Sólaveig Anna hefur hvorki brugðist við áskorun starfsmanna um betrumbætur né gengist við ábyrgð sinni sem formaður. Þvert á móti hefur hún skellt skuldinni á mig og starfsmenn sína. Botninum náði hún svo þegar hún krafðist þess að starfsmenn veldu á milli þeirra sjálfra og hennar á starfsmannafundi síðastliðinn föstudagsmorgun. Í kjölfarið sló hún í síðasta sinn á sáttarhönd starfsmannanna. Stéttarfélögum ber að vera fyrirmynd í vinnuveitendahlutverki sínu, annað er ekki lýðandi. Kv. Guðmundur Baldursson Ólga innan Eflingar Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Þetta kemur fram í skriflegri yfirlýsingu Guðmundar sem hann sendi til fjölmiðla. Sólveig Anna sagði sem kunnugt er af sér sem formaður Eflingar í gærkvöldi. Þá er Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri hættur störfum. Guðmundur segist í yfirlýsingunni vilja koma þessu á framfæri í ljósi afsagnar Sólveigar Önnu og uppsagnar Viðars. Buðu fram saman árið 2018 „Alvarlegur trúnaðarbrestur varð innan stjórnarinnar þegar Sólveig Anna neitaði að kynna fyrir stjórninni starfslokasamning við fráfarandi skrifstofustjóra í upphafi ársins. Því var ítrekað borið við að þessar upplýsingar kæmu stjórninni einfaldlega ekki við,“ segir Guðmundur sem var hluti af B-listanum sem bauð fram krafta sína árið 2018 þegar Sólveig Anna var kjörinn formaður. „Aftur var stjórninni neitað um kynningu á ályktun trúnaðarmanna um stjórnunarvanda í júní. Þegar ég gekk á eftir ályktuninni var mér ekki aðeins ítrekað neitað um hana heldur gerð tilraun til að beita mig persónulegri kúgun á grundvelli þess að formaðurinn hefði aðstoðað mína nánustu.“ Guðmundur segist hafa lagt fram tillögu um að utanaðkomandi ráðgjafi væri fenginn til að fara í gegnum starfsemina til að leita lausna. Því hafi alfarið verið hafnað. Þess í stað hafi verið boðið upp á hvítþvott mannauðsstjóra á stjórnarfundi um miðjan júlí. Botninum náð „Enginn í stjórninni veitti mér stuðning í þessu máli og enga hjálp var að fá hjá SGS og ASÍ þrátt fyrir að fyrir lægi að stjórnin ætti óskoraðan rétt á öllum lykilupplýsingum um starfsemi Eflingar.“ Sólveig Anna hafi hvorki brugðist við áskorun starfsmanna um betrumbætur né gengist við ábyrgð sinni sem formaður. Þvert á móti hafi hún skellt skuldinni á Guðmund og starfsmenn sína. „Botninum náði hún svo þegar hún krafðist þess að starfsmenn veldu á milli þeirra sjálfra og hennar á starfsmannafundi síðastliðinn föstudagsmorgun. Í kjölfarið sló hún í síðasta sinn á sáttarhönd starfsmannanna. Stéttarfélögum ber að vera fyrirmynd í vinnuveitendahlutverki sínu, annað er ekki lýðandi.“ Fréttin er í vinnslu. Yfirlýsing Guðmundar Baldurssonar Lykilupplýsingum haldið frá stjórn Í ljósi afsagnar Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og uppsagnar Viðar Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra stéttarfélagsins, vil ég koma því á framfæri að Sólveig Anna hefur haldið lykilupplýsingum leyndum frá stjórninni til að hylma yfir vanlíðan starfsfólks á skrifstofu Eflingar. Alvarlegur trúnaðarbrestur varð innan stjórnarinnar þegar Sólveig Anna neitaði að kynna fyrir stjórninni starfslokasamning við fráfarandi skrifstofustjóra í upphafi ársins. Því var ítrekað borið við að þessar upplýsingar kæmu stjórninni einfaldlega ekki við. Aftur var stjórninni neitað um kynningu á ályktun trúnaðarmanna um stjórnunarvanda í júní. Þegar ég gekk á eftir ályktuninni var mér ekki aðeins ítrekað neitað um hana heldur gerð tilraun til að beita mig persónulegri kúgun á grundvelli þess að formaðurinn hefði aðstoðað mína nánustu. Ég lagði fram tillögu um að utanaðkomandi ráðgjafi færi fenginn til að fara í gegnum starfsemina til að leita lausna og var því alfarið hafnað. Þess í stað var boðið upp á hvítþvott mannauðsstjóra á stjórnarfundi um miðjan júlí. Enginn í stjórninni veitti mér stuðning í þessu máli og enga hjálp var að fá hjá SGS og ASÍ þrátt fyrir að fyrir lægi að stjórnin ætti óskoraðan rétt á öllum lykilupplýsingum um starfsemi Eflingar. Sólaveig Anna hefur hvorki brugðist við áskorun starfsmanna um betrumbætur né gengist við ábyrgð sinni sem formaður. Þvert á móti hefur hún skellt skuldinni á mig og starfsmenn sína. Botninum náði hún svo þegar hún krafðist þess að starfsmenn veldu á milli þeirra sjálfra og hennar á starfsmannafundi síðastliðinn föstudagsmorgun. Í kjölfarið sló hún í síðasta sinn á sáttarhönd starfsmannanna. Stéttarfélögum ber að vera fyrirmynd í vinnuveitendahlutverki sínu, annað er ekki lýðandi. Kv. Guðmundur Baldursson
Yfirlýsing Guðmundar Baldurssonar Lykilupplýsingum haldið frá stjórn Í ljósi afsagnar Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og uppsagnar Viðar Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra stéttarfélagsins, vil ég koma því á framfæri að Sólveig Anna hefur haldið lykilupplýsingum leyndum frá stjórninni til að hylma yfir vanlíðan starfsfólks á skrifstofu Eflingar. Alvarlegur trúnaðarbrestur varð innan stjórnarinnar þegar Sólveig Anna neitaði að kynna fyrir stjórninni starfslokasamning við fráfarandi skrifstofustjóra í upphafi ársins. Því var ítrekað borið við að þessar upplýsingar kæmu stjórninni einfaldlega ekki við. Aftur var stjórninni neitað um kynningu á ályktun trúnaðarmanna um stjórnunarvanda í júní. Þegar ég gekk á eftir ályktuninni var mér ekki aðeins ítrekað neitað um hana heldur gerð tilraun til að beita mig persónulegri kúgun á grundvelli þess að formaðurinn hefði aðstoðað mína nánustu. Ég lagði fram tillögu um að utanaðkomandi ráðgjafi færi fenginn til að fara í gegnum starfsemina til að leita lausna og var því alfarið hafnað. Þess í stað var boðið upp á hvítþvott mannauðsstjóra á stjórnarfundi um miðjan júlí. Enginn í stjórninni veitti mér stuðning í þessu máli og enga hjálp var að fá hjá SGS og ASÍ þrátt fyrir að fyrir lægi að stjórnin ætti óskoraðan rétt á öllum lykilupplýsingum um starfsemi Eflingar. Sólaveig Anna hefur hvorki brugðist við áskorun starfsmanna um betrumbætur né gengist við ábyrgð sinni sem formaður. Þvert á móti hefur hún skellt skuldinni á mig og starfsmenn sína. Botninum náði hún svo þegar hún krafðist þess að starfsmenn veldu á milli þeirra sjálfra og hennar á starfsmannafundi síðastliðinn föstudagsmorgun. Í kjölfarið sló hún í síðasta sinn á sáttarhönd starfsmannanna. Stéttarfélögum ber að vera fyrirmynd í vinnuveitendahlutverki sínu, annað er ekki lýðandi. Kv. Guðmundur Baldursson
Ólga innan Eflingar Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira