Brasilíumenn verða á meðal samningsaðila þegar skrifað verður undir síðar í dag en eyðing skóga hefur verið gríðarleg þar í landi undandfarna áratugi.
Þá lofa ráðamenn að setja næstum 20 milljarða dollara í verkefni tengd skógrækt og skógarvernd.
Sérfræðingar í þessum málum hafa fagnað áfanganum, en minna þó á að svipað samkomulag hafi verið gert árið 2014 og að það hafi ekkert gert til að hægja á skógareyðingunni að neinu marki.
Því þurfti menn nú að standa við stóru orðin.
Auk Brasilíu eru Kanada, Rússland, Kína, Indónesía, Bandaríkin, Bretland og Kongó aðilar að samningnum en í þessum löndum eru um 85 prósent af skóglendi jarðar.