Kjaraþróun komið verulega niður á hvata ungs fólks til að mennta sig Atli Ísleifsson skrifar 2. nóvember 2021 08:40 BHM segir að mismunandi áhrif krónutöluhækkana á launahækkanir eftir launastigi í kjarasamningslotunni 2019 til 2021 hafi komið verulega niður á hvata ungs fólks til að mennta sig. Vísir/Vilhelm Kaupmáttur háskólamenntaðra hefur aukist talsvert minna en kaupmáttur annarra hópa frá 2019. Hækkaði launavísitalan allt að tvöfalt meira hjá láglaunahópum innan ASÍ og BSRB en launavísitala háskólamenntaðra með millitekjur hjá BHM og Kennarasambandi Íslands. Þetta er niðurstaða könnunar BHM, en í tilkynningu lýsir félagið yfir þungum áhyggjum af stöðunni og að hætt sé við að aukning kaupmáttar hjá háskólamenntuðum verði að engu á næstu misserum haldi verðbólga áfram að aukast. Þróunin hafi komið verulega niður á hvata ungs fólks til að mennta sig. „Samkvæmt nýrri skýrslu kjaratölfræðinefndar hækkaði launavísitalan á opinberum markaði á tímabilinu mars 2019 til júní 2021 um 24-43% hjá félagsmönnum ASÍ og BSRB, en um 15-22% hjá BHM og KÍ. Hækkanir á almennum markaði voru ívið minni eða 17-20% hjá ASÍ og BSRB samanborið við 15% hjá BHM. Munurinn er mestur hjá Reykjavíkurborg þar sem hækkanir hjá ASÍ voru 43% eða tvöfalt meiri en hækkanir hjá BHM og rúmlega tvöfaldar á við hækkanir hjá KÍ. Munurinn liggur að mestu í mismunandi áhrifum krónutöluhækkana eftir launastigi sem og styttingu vinnuvikunnar. Litlar kaupmáttarhækkanir meðal háskólamenntaðra gætu orðið að engu Ef aðeins er horft til launabreytinga, þ.e. án áhrifa styttri vinnutíma, má sjá að kaupmáttaraukning meðal háskólamenntaðra hjá BHM var á bilinu 5-10% á tímabilinu 2019-2021. Á sama tíma mældist kaupmáttaraukning félagsmanna ASÍ 8-27%. Fari verðbólga hækkandi á næstu misserum er hætt við að kaupmáttaraukning háskólamenntaðra eftir kjaralotuna þurrkist út,“ segir í tilkynningu BHM. Félagið segir að mismunandi áhrif krónutöluhækkana á launahækkanir eftir launastigi í kjarasamningslotunni 2019 til 2021 hafi komið verulega niður á hvata ungs fólks til að mennta sig. „Að auki hafa lágtekjumiðaðar skattkerfisbreytingar á síðasta kjörtímabili minnkað hvatann til menntunar enn frekar. Ljóst er að vanmat menntunar á Íslandi er orðin sérstök efnahagsleg áskorun.“ Nánar má lesa um könnunina á heimasíðu BHM. Kjaramál Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Sjá meira
Þetta er niðurstaða könnunar BHM, en í tilkynningu lýsir félagið yfir þungum áhyggjum af stöðunni og að hætt sé við að aukning kaupmáttar hjá háskólamenntuðum verði að engu á næstu misserum haldi verðbólga áfram að aukast. Þróunin hafi komið verulega niður á hvata ungs fólks til að mennta sig. „Samkvæmt nýrri skýrslu kjaratölfræðinefndar hækkaði launavísitalan á opinberum markaði á tímabilinu mars 2019 til júní 2021 um 24-43% hjá félagsmönnum ASÍ og BSRB, en um 15-22% hjá BHM og KÍ. Hækkanir á almennum markaði voru ívið minni eða 17-20% hjá ASÍ og BSRB samanborið við 15% hjá BHM. Munurinn er mestur hjá Reykjavíkurborg þar sem hækkanir hjá ASÍ voru 43% eða tvöfalt meiri en hækkanir hjá BHM og rúmlega tvöfaldar á við hækkanir hjá KÍ. Munurinn liggur að mestu í mismunandi áhrifum krónutöluhækkana eftir launastigi sem og styttingu vinnuvikunnar. Litlar kaupmáttarhækkanir meðal háskólamenntaðra gætu orðið að engu Ef aðeins er horft til launabreytinga, þ.e. án áhrifa styttri vinnutíma, má sjá að kaupmáttaraukning meðal háskólamenntaðra hjá BHM var á bilinu 5-10% á tímabilinu 2019-2021. Á sama tíma mældist kaupmáttaraukning félagsmanna ASÍ 8-27%. Fari verðbólga hækkandi á næstu misserum er hætt við að kaupmáttaraukning háskólamenntaðra eftir kjaralotuna þurrkist út,“ segir í tilkynningu BHM. Félagið segir að mismunandi áhrif krónutöluhækkana á launahækkanir eftir launastigi í kjarasamningslotunni 2019 til 2021 hafi komið verulega niður á hvata ungs fólks til að mennta sig. „Að auki hafa lágtekjumiðaðar skattkerfisbreytingar á síðasta kjörtímabili minnkað hvatann til menntunar enn frekar. Ljóst er að vanmat menntunar á Íslandi er orðin sérstök efnahagsleg áskorun.“ Nánar má lesa um könnunina á heimasíðu BHM.
Kjaramál Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent