Biðjast afsökunar á að ekki sé fullt hjólastólaaðgengi á COP26 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. nóvember 2021 11:34 Karine Elharrar (t.v.) gat ekki mætt á COP26 ráðstefnuna í Glasgow í Skotlandi í gær vegna aðgengisleysis. Svo virðist þó sem hún hafi getað mætt í morgun ef marka má þessa mynd sem James Cleverly birti á Twitter í dag. Twitter/James Cleverly Breska ríkisstjórnin hefur beðið ísraelskan ráðherra afsökunar á því að hann hafi ekki getað mætt á COP26 ráðstefnuna í gær þar sem ekki var aðgengi fyrir fólk í hjólastól. Karine Elharrar, innviða- og orkumálaráðherra Ísarels, tísti í gær að það væri sorglegt að sjá að Sameinuðu þjóðirnar tryggðu ekki fullt aðgengi að viðburðum. Ísraelska sendinefndin hefur nú kvartað formlega til skipuleggjenda vegna aðgengisleysisins. אל COP26 הגעתי כדי להפגש עם מקביליי בעולם ולקדם מאבק משותף במשבר האקלים. עצוב שהאו״ם המקדם נגישות לאנשים עם מוגבלויות, בשנת 2021, לא דואג לנגישות באירועיו.מקווה שיופקו הלקחים הנדרשים כדי שמחר קידום אנרגיות ירוקות, הסרת חסמים והתייעלות באנרגיה יהיו הדברים שאתעסק בהם.— קארין אלהרר 🟠 Karine Elharrar (@KElharrar) November 1, 2021 George Eustice, umhverfisráðherra Bretlands, lýsti yfir vonbrigðum sínum vegna málsins og tilkynnti að búið væri að biðja Elharrar afsökunar, en hún notast við hjólastól. Elharrar gat ekki verið viðstödd ráðstefnunni COP26 í gær en James Cleverly, þingmaður í breska þinginu, tísti í morgun mynd sér og Elharrar frá ráðstefnunni, og virðist því búið að bæta aðgengið. Great to talk to Israel’s Energy Minister @KElharrar at @COP26 this morning about green energy generation and using technology to wean the world off hydrocarbons. pic.twitter.com/5xv9J5A8FX— James Cleverly🇬🇧 (@JamesCleverly) November 2, 2021 Eustice hefur verið nokkuð gagnrýndur fyrir ummæli sín vegna málsins en hann sagði í útvarpsviðtali að ísraelska sendinefndin hefði átt að láta vita að einn þeirra manna væri með „sérþarfir.“ „Það fór greinilega eitthvað úrskeiðis þarna og starfsmennirnir vissu ekki af þessu þannig að ekki var búið að gera ráðstafanir á þeim viðburði sem hún ætlaði að mæta á.“ „Ég veit að á flestum öðrum staðsetningum er fulllt aðgengi. Þessi staða kom upp vegna þess að hún fór að inngangi þar sem ekki var aðgengi,“ sagði Eustice í útvarpsviðtalinu. George Eustice has just told @BBCr4today that the Israelis ‘failed to communicate the access needs’ for @KElharrar.Not the most gracious of responses for the #COP26 host to blame the guest.— Sarah Ludford 🔶🇬🇧🇪🇺 (@SarahLudford) November 2, 2021 Samkvæmt frétt Times of Israel hafði Elharrar beðið í tvo klukkutíma fyrir utan fundarstaðinn í Glasgow en þurfti að lokum að snúa aftur á hótelið sitt í Edinborg, sem er í 80 km fjarlægð frá Glasgow. COP26 Ísrael Bretland Jafnréttismál Tengdar fréttir Loftslagsráðstefnan snýst um framtíðarhagsmuni barna Um það bil 1 milljarður barna er mjög berskjaldaður vegna hamfarahlýnunar. 2. nóvember 2021 10:20 Brasilía á meðal þeirra ríkja sem heita því að stöðva skógareyðingu Rúmlega hundrað þjóðarleiðtogar ætla að skrifa undir loforð um stöðvun skógareyðingar fyrir árið 2030 og uppgræðslu skóga. Þetta er fyrsti stóri samningurinn sem gerður er á COP26 loftslagsráðstefnunni sem nú fer fram í Glasgow. 2. nóvember 2021 07:18 Modi tilkynnti um kolefnishlutleysi Indlands árið 2070 Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, tilkynnti nokkuð óvænt um nýtt markmið þjóðar sinnar um kolefnishlutleysi fyrir árið 2070 á COP26-loftslagsráðstefnunni í Glasgow í dag. Eitt helsta markmið fundarins er að setja stefnuna á kolefnishlutleysi árið 2050 en ekki var búist við að Indverjar ætluðu að taka undir það. 1. nóvember 2021 22:47 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Fleiri fréttir Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Sjá meira
Karine Elharrar, innviða- og orkumálaráðherra Ísarels, tísti í gær að það væri sorglegt að sjá að Sameinuðu þjóðirnar tryggðu ekki fullt aðgengi að viðburðum. Ísraelska sendinefndin hefur nú kvartað formlega til skipuleggjenda vegna aðgengisleysisins. אל COP26 הגעתי כדי להפגש עם מקביליי בעולם ולקדם מאבק משותף במשבר האקלים. עצוב שהאו״ם המקדם נגישות לאנשים עם מוגבלויות, בשנת 2021, לא דואג לנגישות באירועיו.מקווה שיופקו הלקחים הנדרשים כדי שמחר קידום אנרגיות ירוקות, הסרת חסמים והתייעלות באנרגיה יהיו הדברים שאתעסק בהם.— קארין אלהרר 🟠 Karine Elharrar (@KElharrar) November 1, 2021 George Eustice, umhverfisráðherra Bretlands, lýsti yfir vonbrigðum sínum vegna málsins og tilkynnti að búið væri að biðja Elharrar afsökunar, en hún notast við hjólastól. Elharrar gat ekki verið viðstödd ráðstefnunni COP26 í gær en James Cleverly, þingmaður í breska þinginu, tísti í morgun mynd sér og Elharrar frá ráðstefnunni, og virðist því búið að bæta aðgengið. Great to talk to Israel’s Energy Minister @KElharrar at @COP26 this morning about green energy generation and using technology to wean the world off hydrocarbons. pic.twitter.com/5xv9J5A8FX— James Cleverly🇬🇧 (@JamesCleverly) November 2, 2021 Eustice hefur verið nokkuð gagnrýndur fyrir ummæli sín vegna málsins en hann sagði í útvarpsviðtali að ísraelska sendinefndin hefði átt að láta vita að einn þeirra manna væri með „sérþarfir.“ „Það fór greinilega eitthvað úrskeiðis þarna og starfsmennirnir vissu ekki af þessu þannig að ekki var búið að gera ráðstafanir á þeim viðburði sem hún ætlaði að mæta á.“ „Ég veit að á flestum öðrum staðsetningum er fulllt aðgengi. Þessi staða kom upp vegna þess að hún fór að inngangi þar sem ekki var aðgengi,“ sagði Eustice í útvarpsviðtalinu. George Eustice has just told @BBCr4today that the Israelis ‘failed to communicate the access needs’ for @KElharrar.Not the most gracious of responses for the #COP26 host to blame the guest.— Sarah Ludford 🔶🇬🇧🇪🇺 (@SarahLudford) November 2, 2021 Samkvæmt frétt Times of Israel hafði Elharrar beðið í tvo klukkutíma fyrir utan fundarstaðinn í Glasgow en þurfti að lokum að snúa aftur á hótelið sitt í Edinborg, sem er í 80 km fjarlægð frá Glasgow.
COP26 Ísrael Bretland Jafnréttismál Tengdar fréttir Loftslagsráðstefnan snýst um framtíðarhagsmuni barna Um það bil 1 milljarður barna er mjög berskjaldaður vegna hamfarahlýnunar. 2. nóvember 2021 10:20 Brasilía á meðal þeirra ríkja sem heita því að stöðva skógareyðingu Rúmlega hundrað þjóðarleiðtogar ætla að skrifa undir loforð um stöðvun skógareyðingar fyrir árið 2030 og uppgræðslu skóga. Þetta er fyrsti stóri samningurinn sem gerður er á COP26 loftslagsráðstefnunni sem nú fer fram í Glasgow. 2. nóvember 2021 07:18 Modi tilkynnti um kolefnishlutleysi Indlands árið 2070 Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, tilkynnti nokkuð óvænt um nýtt markmið þjóðar sinnar um kolefnishlutleysi fyrir árið 2070 á COP26-loftslagsráðstefnunni í Glasgow í dag. Eitt helsta markmið fundarins er að setja stefnuna á kolefnishlutleysi árið 2050 en ekki var búist við að Indverjar ætluðu að taka undir það. 1. nóvember 2021 22:47 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Fleiri fréttir Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Sjá meira
Loftslagsráðstefnan snýst um framtíðarhagsmuni barna Um það bil 1 milljarður barna er mjög berskjaldaður vegna hamfarahlýnunar. 2. nóvember 2021 10:20
Brasilía á meðal þeirra ríkja sem heita því að stöðva skógareyðingu Rúmlega hundrað þjóðarleiðtogar ætla að skrifa undir loforð um stöðvun skógareyðingar fyrir árið 2030 og uppgræðslu skóga. Þetta er fyrsti stóri samningurinn sem gerður er á COP26 loftslagsráðstefnunni sem nú fer fram í Glasgow. 2. nóvember 2021 07:18
Modi tilkynnti um kolefnishlutleysi Indlands árið 2070 Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, tilkynnti nokkuð óvænt um nýtt markmið þjóðar sinnar um kolefnishlutleysi fyrir árið 2070 á COP26-loftslagsráðstefnunni í Glasgow í dag. Eitt helsta markmið fundarins er að setja stefnuna á kolefnishlutleysi árið 2050 en ekki var búist við að Indverjar ætluðu að taka undir það. 1. nóvember 2021 22:47