Sjálfbærniupplýsingagjöf og strandaðar eignir Eva Margrét Ævarsdóttir skrifar 2. nóvember 2021 12:31 Á síðustu árum hafa kröfur til sjálfbærniupplýsingagjafar fyrirtækja aukist, einkum frá fjárfestum. Ein af ástæðum þess er að þær áhættur sem fyrirtæki standa frammi fyrir hafa verið að taka breytingum og fjárfestar að átta sig á fjárhagslegum afleiðingum þessara breytinga. Athyglin beinist nú einkum að loftslagstengdum áhættum en afleiðingar heimsfaraldursins hafa einnig leitt í ljós nýjar áhættur. Fjárfestar þurfa því að fá betri upplýsingar um sjálfbærniáhættur fyrirtækja, hvort regluleg áhættugreining eigi sér stað og hvernig fyrirtæki stýri þessari áhættu. Krafa um gegnsæi hefur aukist. Hvaða upplýsingar skipta máli? Sjálfbærniupplýsingagjöf fyrirtækja er nú einn af þeim þáttum sem skoðaðir eru við mat á því hvort fjárfesta eigi í fyrirtæki. Þetta geta bæði verið upplýsingar sem fyrirtækin birta sjálf í sjálfbærniskýrslum en einnig upplýsingar sem aflað er með öðrum hætti. Mikilvægisgreiningum er beitt en þær eru nýttar til að skoða hvort fyrirtæki séu að vinna með og upplýsa um sjálfbærniþætti sem skipta máli fyrir starfsemi þess. Slíkar greiningar geta gefið góða mynd af því hvort fyrirtæki séu að leggja áherslu á þá þætti sem skipta máli í sjálfbærnivinnu þeirra og jafnvel hvort eignum í eignasafni þeirra bíði þau örlög að stranda – þ.e. verða verðlausar vegna tækniframfara. Núverandi framkvæmd Ýmis íslensk fyrirtæki hafa birt sjálfbærniupplýsingar á síðustu árum, mörg þeirra hafa hafið þá vinnu í tengslum við skyldu til að uppfylla ákvæði ársreikningalaga um ófjárhagslega upplýsingagjöf. Sú skylda var leidd í lög í tengslum við innleiðingu tilskipunar frá Evrópusambandinu árið 2016. Ákvæðið er nokkuð opið og fyrirtækjum gefinn breiður rammi um upplýsingagjöfina. Ýmis viðmið og staðlar hafa þróast sem fyrirtæki hafa getað valið um til að nýta við upplýsingagjöf sína. Þannig hafa fyrirtæki hér á landi ýmist notað staðla Global Reporting Initiative (GRI), UFS viðmið Nasdaq og/eða Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna. Enn fleiri viðmið og staðlar eru til og hafa verið í þróun síðustu ár og hafa t.d. meðmæli TCFD um upplýsingagjöf í tengslum við loftslagsmál verið að ryðja sér til rúms víða um heim. Breytingar á upplýsingagjöf með nýjum reglum ESB Nýlega kynnti ESB drög að breytingum á tilskipuninni sem endurspegla auknar kröfur og breyttar áherslur. Helstu breytingar sem hin nýja tilskipun leggur til eru eftirfarandi: Fjölgun fyrirtækja sem falla undir reglurnar (úr 11.000 í 49.000 fyrirtæki). Innleitt er hugtakið tvöföld mikilvægisgreining. Það felur í sér að fyrirtæki skuli birta upplýsingar um hvernig sjálfbærniþættir geta haft áhrif á fyrirtækið (áhrif inn á við) og upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að skilja áhrif fyrirtækisins á umhverfi sitt og samfélag (áhrif út á við). Fyrirtæki skulu birta sjálfbærniupplýsingar í samræmi við nýja sjálfbærnistaðla ESB. EFRAG, Evrópsk ráðgjafarnefnd um reikningsskil, hefur hafið vinnu við gerð slíkra staðla. Hefur verið gefið út að stórum fyrirtækjum verði skylt að nýta staðlana við upplýsingagjöf sína. Tekið verður mið af þeim stöðlum sem fyrirtæki hafa verið að nýta, t.d. GRI, Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna og meðmæli TCFD, en hinir nýju staðlar munu einnig nýta flokkunarreglugerð ESB (e. EU taxonomy) og reglugerð um sjálfbærniupplýsingagjöf í fjármálageiranum (báðar bíða innleiðingar hér á landi). Staðfesting (e. assurance) þriðja aðila á áreiðanleika upplýsinganna verður skylda. Enn á eftir að koma í ljós hversu ítarleg slík staðfesting verður og er almennt ekki reiknað með að hún sé jafn ítarleg og endurskoðun fjárhagslegra upplýsinga. Sjálfbærniupplýsingarnar skulu vera hluti af skýrslu stjórnar en ekki í sérstakri sjálfbærniskýrslu (eins og nú er heimilt). Sjálfbærni- og fjárhagsupplýsingar skulu því birtar á sama tíma. Upplýsingarnar skulu jafnframt vera vél-læsilegar (e. machine readable) og hægt að mata þær inn í evrópskan gagnagrunn (European Single Access point). Mikil vinna og samráð á sér nú stað við þróun og aðlögun reglnanna. Markmiðið er m.a. að bæta upplýsingagjöf fyrirtækja þannig að fullnægjandi upplýsingar um sjálfbærniáhættur þeirra séu fyrir hendi, auðvelda samanburð slíkra upplýsinga og gera þær aðgengilegar. Höfundur leiðir ráðgjöf í sjálfbærni hjá LEX Lögmannsstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hafa kröfur til sjálfbærniupplýsingagjafar fyrirtækja aukist, einkum frá fjárfestum. Ein af ástæðum þess er að þær áhættur sem fyrirtæki standa frammi fyrir hafa verið að taka breytingum og fjárfestar að átta sig á fjárhagslegum afleiðingum þessara breytinga. Athyglin beinist nú einkum að loftslagstengdum áhættum en afleiðingar heimsfaraldursins hafa einnig leitt í ljós nýjar áhættur. Fjárfestar þurfa því að fá betri upplýsingar um sjálfbærniáhættur fyrirtækja, hvort regluleg áhættugreining eigi sér stað og hvernig fyrirtæki stýri þessari áhættu. Krafa um gegnsæi hefur aukist. Hvaða upplýsingar skipta máli? Sjálfbærniupplýsingagjöf fyrirtækja er nú einn af þeim þáttum sem skoðaðir eru við mat á því hvort fjárfesta eigi í fyrirtæki. Þetta geta bæði verið upplýsingar sem fyrirtækin birta sjálf í sjálfbærniskýrslum en einnig upplýsingar sem aflað er með öðrum hætti. Mikilvægisgreiningum er beitt en þær eru nýttar til að skoða hvort fyrirtæki séu að vinna með og upplýsa um sjálfbærniþætti sem skipta máli fyrir starfsemi þess. Slíkar greiningar geta gefið góða mynd af því hvort fyrirtæki séu að leggja áherslu á þá þætti sem skipta máli í sjálfbærnivinnu þeirra og jafnvel hvort eignum í eignasafni þeirra bíði þau örlög að stranda – þ.e. verða verðlausar vegna tækniframfara. Núverandi framkvæmd Ýmis íslensk fyrirtæki hafa birt sjálfbærniupplýsingar á síðustu árum, mörg þeirra hafa hafið þá vinnu í tengslum við skyldu til að uppfylla ákvæði ársreikningalaga um ófjárhagslega upplýsingagjöf. Sú skylda var leidd í lög í tengslum við innleiðingu tilskipunar frá Evrópusambandinu árið 2016. Ákvæðið er nokkuð opið og fyrirtækjum gefinn breiður rammi um upplýsingagjöfina. Ýmis viðmið og staðlar hafa þróast sem fyrirtæki hafa getað valið um til að nýta við upplýsingagjöf sína. Þannig hafa fyrirtæki hér á landi ýmist notað staðla Global Reporting Initiative (GRI), UFS viðmið Nasdaq og/eða Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna. Enn fleiri viðmið og staðlar eru til og hafa verið í þróun síðustu ár og hafa t.d. meðmæli TCFD um upplýsingagjöf í tengslum við loftslagsmál verið að ryðja sér til rúms víða um heim. Breytingar á upplýsingagjöf með nýjum reglum ESB Nýlega kynnti ESB drög að breytingum á tilskipuninni sem endurspegla auknar kröfur og breyttar áherslur. Helstu breytingar sem hin nýja tilskipun leggur til eru eftirfarandi: Fjölgun fyrirtækja sem falla undir reglurnar (úr 11.000 í 49.000 fyrirtæki). Innleitt er hugtakið tvöföld mikilvægisgreining. Það felur í sér að fyrirtæki skuli birta upplýsingar um hvernig sjálfbærniþættir geta haft áhrif á fyrirtækið (áhrif inn á við) og upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að skilja áhrif fyrirtækisins á umhverfi sitt og samfélag (áhrif út á við). Fyrirtæki skulu birta sjálfbærniupplýsingar í samræmi við nýja sjálfbærnistaðla ESB. EFRAG, Evrópsk ráðgjafarnefnd um reikningsskil, hefur hafið vinnu við gerð slíkra staðla. Hefur verið gefið út að stórum fyrirtækjum verði skylt að nýta staðlana við upplýsingagjöf sína. Tekið verður mið af þeim stöðlum sem fyrirtæki hafa verið að nýta, t.d. GRI, Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna og meðmæli TCFD, en hinir nýju staðlar munu einnig nýta flokkunarreglugerð ESB (e. EU taxonomy) og reglugerð um sjálfbærniupplýsingagjöf í fjármálageiranum (báðar bíða innleiðingar hér á landi). Staðfesting (e. assurance) þriðja aðila á áreiðanleika upplýsinganna verður skylda. Enn á eftir að koma í ljós hversu ítarleg slík staðfesting verður og er almennt ekki reiknað með að hún sé jafn ítarleg og endurskoðun fjárhagslegra upplýsinga. Sjálfbærniupplýsingarnar skulu vera hluti af skýrslu stjórnar en ekki í sérstakri sjálfbærniskýrslu (eins og nú er heimilt). Sjálfbærni- og fjárhagsupplýsingar skulu því birtar á sama tíma. Upplýsingarnar skulu jafnframt vera vél-læsilegar (e. machine readable) og hægt að mata þær inn í evrópskan gagnagrunn (European Single Access point). Mikil vinna og samráð á sér nú stað við þróun og aðlögun reglnanna. Markmiðið er m.a. að bæta upplýsingagjöf fyrirtækja þannig að fullnægjandi upplýsingar um sjálfbærniáhættur þeirra séu fyrir hendi, auðvelda samanburð slíkra upplýsinga og gera þær aðgengilegar. Höfundur leiðir ráðgjöf í sjálfbærni hjá LEX Lögmannsstofu.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun