Biden gagnrýndi fjarveru leiðtoga Kína og Rússlands Kjartan Kjartansson skrifar 2. nóvember 2021 23:09 Joe Biden ávarpar COP26-loftslagsráðstefnuna í Glasgow. Hann hefur boðað að Bandaríkin verði aftur leiðandi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum eftir að Donald Trump, forveri hans í embætti, ætlaði að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Vísir/EPA Joe Biden Bandaríkjaforseti gagnrýndi leiðtoga Kína og Rússlands fyrir að láta ekki sjá sig á COP26-loftslagsráðstefnunni í Skotlandi í dag. Sakaði hann Kína um að snúa baki við vandamálinu og Rússland sömuleiðis. Hvorki Xi Jinping, forseti Kína, né Vladímír Pútín, forseti Rússlands, ætla að vera viðstaddir ráðstefnuna en ríki þeirra senda þó sendinefndir til Skotlands. Kínverjar eru umsvifamestu losendur gróðurhúsalofttegunda í heiminum en Rússar eru í fimmta sæti. „Sú staðreynd að Kína er að reyna að taka sér nýtt hlutverk í heiminum sem leiðtogi, skiljanlega..að mæta ekki á staðinn, látið ekki svona,“ sagði Biden þegar hann var spurður út í hlut ríkja eins og Kína, Rússlands og Sádi-Arabíu í viðræðum til þessa. Sömu sögu væri að segja um Pútín. Hann þegði þunnu hljóði á meðan óbyggðir Rússlands brynnu. Talsmaður Pútín gafa engar sérstakar skýringar á því hvers vegna Pútín yrði ekki viðstaddur fundinn þegar hann tilkynnti það í síðasta mánuði, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Talið er að Xi Kínaforseti hafi ekki yfirgefið Kína frá því snemma árs 2020, áður en kórónuveiran fór á flug um allan heim en hún átti upptök sín í Wuhan í Kína. Bæði Kína og Rússland hafa sagst ætla að stefna að kolefnishlutleysi fyrir árið 2060. Það er áratug seinna en mörg vestræn ríki hafa einsett sér að gera og þau vilja að verði sameiginlegt markmið heimsbyggðarinnar. Loftslagsmál Joe Biden COP26 Kína Rússland Tengdar fréttir Rætt um peninga og raunverulegar aðgerðir Forsætisráðherra segir jákvætt að umræðan á loftslagsráðstefnunni í Glasgow snúist að miklu leyti um peninga og raunverulegar aðgerðir. Íslenskir lífeyrissjóðir ætla að fjárfesta fyrir um sex hundruð milljarða króna í grænum lausnum á næstu níu árum. 2. nóvember 2021 18:08 Óljóst hvort loftslagsráðstefnan skili nægilegum árangri Umhverfisráðherra segir óljóst hvort COP26 ráðstefnan muni skila nægilegum árangri í loftslagsmálum þrátt fyrir að einhver framfaraskref verði stigin. Forsætisráðherra kynnir stefnu íslenskra stjórnvalda í dag. 2. nóvember 2021 12:13 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Hvorki Xi Jinping, forseti Kína, né Vladímír Pútín, forseti Rússlands, ætla að vera viðstaddir ráðstefnuna en ríki þeirra senda þó sendinefndir til Skotlands. Kínverjar eru umsvifamestu losendur gróðurhúsalofttegunda í heiminum en Rússar eru í fimmta sæti. „Sú staðreynd að Kína er að reyna að taka sér nýtt hlutverk í heiminum sem leiðtogi, skiljanlega..að mæta ekki á staðinn, látið ekki svona,“ sagði Biden þegar hann var spurður út í hlut ríkja eins og Kína, Rússlands og Sádi-Arabíu í viðræðum til þessa. Sömu sögu væri að segja um Pútín. Hann þegði þunnu hljóði á meðan óbyggðir Rússlands brynnu. Talsmaður Pútín gafa engar sérstakar skýringar á því hvers vegna Pútín yrði ekki viðstaddur fundinn þegar hann tilkynnti það í síðasta mánuði, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Talið er að Xi Kínaforseti hafi ekki yfirgefið Kína frá því snemma árs 2020, áður en kórónuveiran fór á flug um allan heim en hún átti upptök sín í Wuhan í Kína. Bæði Kína og Rússland hafa sagst ætla að stefna að kolefnishlutleysi fyrir árið 2060. Það er áratug seinna en mörg vestræn ríki hafa einsett sér að gera og þau vilja að verði sameiginlegt markmið heimsbyggðarinnar.
Loftslagsmál Joe Biden COP26 Kína Rússland Tengdar fréttir Rætt um peninga og raunverulegar aðgerðir Forsætisráðherra segir jákvætt að umræðan á loftslagsráðstefnunni í Glasgow snúist að miklu leyti um peninga og raunverulegar aðgerðir. Íslenskir lífeyrissjóðir ætla að fjárfesta fyrir um sex hundruð milljarða króna í grænum lausnum á næstu níu árum. 2. nóvember 2021 18:08 Óljóst hvort loftslagsráðstefnan skili nægilegum árangri Umhverfisráðherra segir óljóst hvort COP26 ráðstefnan muni skila nægilegum árangri í loftslagsmálum þrátt fyrir að einhver framfaraskref verði stigin. Forsætisráðherra kynnir stefnu íslenskra stjórnvalda í dag. 2. nóvember 2021 12:13 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Rætt um peninga og raunverulegar aðgerðir Forsætisráðherra segir jákvætt að umræðan á loftslagsráðstefnunni í Glasgow snúist að miklu leyti um peninga og raunverulegar aðgerðir. Íslenskir lífeyrissjóðir ætla að fjárfesta fyrir um sex hundruð milljarða króna í grænum lausnum á næstu níu árum. 2. nóvember 2021 18:08
Óljóst hvort loftslagsráðstefnan skili nægilegum árangri Umhverfisráðherra segir óljóst hvort COP26 ráðstefnan muni skila nægilegum árangri í loftslagsmálum þrátt fyrir að einhver framfaraskref verði stigin. Forsætisráðherra kynnir stefnu íslenskra stjórnvalda í dag. 2. nóvember 2021 12:13