„Eitthvað næs við að koma heim“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. nóvember 2021 13:30 Nanna Bryndís og Ragnar kíktu á Ívar Guðmunds fyrr í dag og ræddu það sem þau eru að gera þessa dagana. bylgjan Hljómsveitin Of Monsters and Men heldur ferna tónleika í næstu viku í Gamla bíó. Þau hafa verið á Íslandi síðustu mánuði vegna Covid-19 en þau voru á tónleikaferðalagi þegar faraldurinn hófst. „Við vorum að ferðast með þriðju plötuna okkar. Við náðum samt alveg sex mánuðum eða eitthvað“ sagði Nanna Bryndís Hilmarsdóttir í viðtali hjá Ívari Guðmunds á Bylgjunni í dag. Hljómsveitin hafði heimsótt Ameríku, Evrópu og Asíu áður en heimsfaraldurinn fór af stað. Þau gerðu auðvitað ráð fyrir að komast fljótlega aftur af stað á tónleikaferðalagið en það fór þó ekki þannig. „Svo erum við bara búin að vera á Íslandi,“ segir Ragnar Þórhallsson. „Það var eitthvað næs við að koma heim og vera bara á Íslandi og fá aðeins tíma. Við erum alltaf á flakki.“ Ragnar segir að það hafi verið gott að stoppa og líta aðeins til baka. Eins og við sögðum frá hér á Vísi er hljómsveitin að gefa út afmælisútgáfu af sinni fyrstu breiðskífu, í tilefni að því að tíu ár eru liðin frá útgáfunni. Á plötunni má finna tvö áður óútgefin lög. „Þetta eru lög sem eru búin að vera með okkur síðan áður en við gerðum fyrstu plötuna, við tókum þátt í Músíktilraunum með þessum lögum“ útskýrir Ragnar. Hljómsveitin vinnur nú að nýrri plötu og stefnir á að fara í upptökuver á næsta ári. „Við erum ekki alveg í dvala.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan en þar tala þau meðal annars um upphafið, afmælisplötuna og tónleikaröðina í næstu viku. Tónlist Bylgjan Músíktilraunir Tengdar fréttir Gefa út afmælisútgáfu af fyrstu plötunni með tveimur aukalögum Það eru liðin tíu ár síðan Of Monsters and Men sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu, My Head Is an Animal. Af því tilefni er komin út sérstök afmælisútgáfa af plötunni. 2. nóvember 2021 16:31 Of Monsters and Men heldur afmælistónleika á Íslandi Hljómsveitin Of Monsters and Men mun fagna 10 ára afmæli plötunnar My Head is an Animal með tónleikum í Gamla bíó í næsta mánuði. Þá mun hljómsveitin einnig gefa út sérstaka afmælisútgáfu plötunnar. 12. október 2021 11:22 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Við vorum að ferðast með þriðju plötuna okkar. Við náðum samt alveg sex mánuðum eða eitthvað“ sagði Nanna Bryndís Hilmarsdóttir í viðtali hjá Ívari Guðmunds á Bylgjunni í dag. Hljómsveitin hafði heimsótt Ameríku, Evrópu og Asíu áður en heimsfaraldurinn fór af stað. Þau gerðu auðvitað ráð fyrir að komast fljótlega aftur af stað á tónleikaferðalagið en það fór þó ekki þannig. „Svo erum við bara búin að vera á Íslandi,“ segir Ragnar Þórhallsson. „Það var eitthvað næs við að koma heim og vera bara á Íslandi og fá aðeins tíma. Við erum alltaf á flakki.“ Ragnar segir að það hafi verið gott að stoppa og líta aðeins til baka. Eins og við sögðum frá hér á Vísi er hljómsveitin að gefa út afmælisútgáfu af sinni fyrstu breiðskífu, í tilefni að því að tíu ár eru liðin frá útgáfunni. Á plötunni má finna tvö áður óútgefin lög. „Þetta eru lög sem eru búin að vera með okkur síðan áður en við gerðum fyrstu plötuna, við tókum þátt í Músíktilraunum með þessum lögum“ útskýrir Ragnar. Hljómsveitin vinnur nú að nýrri plötu og stefnir á að fara í upptökuver á næsta ári. „Við erum ekki alveg í dvala.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan en þar tala þau meðal annars um upphafið, afmælisplötuna og tónleikaröðina í næstu viku.
Tónlist Bylgjan Músíktilraunir Tengdar fréttir Gefa út afmælisútgáfu af fyrstu plötunni með tveimur aukalögum Það eru liðin tíu ár síðan Of Monsters and Men sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu, My Head Is an Animal. Af því tilefni er komin út sérstök afmælisútgáfa af plötunni. 2. nóvember 2021 16:31 Of Monsters and Men heldur afmælistónleika á Íslandi Hljómsveitin Of Monsters and Men mun fagna 10 ára afmæli plötunnar My Head is an Animal með tónleikum í Gamla bíó í næsta mánuði. Þá mun hljómsveitin einnig gefa út sérstaka afmælisútgáfu plötunnar. 12. október 2021 11:22 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Gefa út afmælisútgáfu af fyrstu plötunni með tveimur aukalögum Það eru liðin tíu ár síðan Of Monsters and Men sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu, My Head Is an Animal. Af því tilefni er komin út sérstök afmælisútgáfa af plötunni. 2. nóvember 2021 16:31
Of Monsters and Men heldur afmælistónleika á Íslandi Hljómsveitin Of Monsters and Men mun fagna 10 ára afmæli plötunnar My Head is an Animal með tónleikum í Gamla bíó í næsta mánuði. Þá mun hljómsveitin einnig gefa út sérstaka afmælisútgáfu plötunnar. 12. október 2021 11:22
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“