Klopp um kvöldið: Hafa aldrei spilað vinalegan leik síðan Simeone tók við Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2021 14:01 Það hefur verið mikið fjör og nóg af mörkum í síðustu leikjunum á milli liða Diego Simeone og Jürgen Klopp. Þeir tveir eru ekki alltof góðir vinir heldur. Getty/Baldesca Samper Það fór ekkert alltof vel á með knattspyrnustjórnunum Jürgen Klopp og Diego Simeone eftir síðasta leik Liverpool og Atletico og nú var það staðfest fyrir leik að þeir munu ekki takast í hendur eftir leik liðanna í kvöld. Enn meiri olía á eldinn sem logaði vel fyrir. Liverpool vann 3-2 sigur á Atletico Madrid í Meistaradeildinni fyrir tveimur vikum og liðin mætast aftur á Anfield í kvöld. Eftir þessa veisluna í Madrid fyrir hálfum mánuði og dramatíkina þegar Atletico Madrid sló Liverpool út úr Meistaradeildinni fyrir tveimur árum þá er von á alvöru Evrópukvöldi í Liverpool í kvöld. Það bíða margir spenntir eftir leiknum sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var spurður út í leik kvöldsins á blaðamannafundi. „Við vorum svo hamingjusamir þegar við tryggðum okkur sæti í Meistaradeildinni á síðasta tímabil af því að við vissum þá að við myndum fá Evrópukvöld eins og er framundan í kvöld,“ sagði Jürgen Klopp. "Since Diego has been there Atletico have never played a friendly game so we should not expect that. We want to win the game."Jurgen Klopp wants to celebrate being apart of the Champions League and beating Atletico Madrid with the fans pic.twitter.com/geDaUWknrz— Football Daily (@footballdaily) November 3, 2021 „Það er þannig kvöld á leiðinni og við ættum að halda upp á það á fótboltalegan hátt með stuðningsmönnum okkar,“ sagði Klopp. „Atletico er með gott lið, ótrúlega öflugt lið og allar götur síðan að Diego [Simeone] kom þangað þá hafa þeir aldrei spilað vinalegan leik. Við getum því ekki búist við slíku en við munum gera okkar,“ sagði Klopp. „Þetta verður alvöru baráttuleikur. Þetta eru lið sem spila tilfinningaríkan fótbolta. Ef við viljum upplifa drauma okkar og væntingar þá þurfum við að vinna fótboltaleiki,“ sagði Klopp. Leikurinn í kvöld er fyrsti leikur Atletico á Anfield síðan liðið sló Liverpool út úr Meistaradeildinni 2020 með 4-2 sigri í seinni leik liðanna. Sá leikur fór fram í sextán liða úrslitum og var síðasti heimaleikur Liverpool með áhorfendur fyrir kórónuveiruástandið. Leikur Liverpool og Atletico Madrid hefst klukkan 20.00 og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Dagskráin hefst með upphitun fyrir Meistaradeildina á sömu stöð klukkan 19.15. Auk Liverpool leiksins þá verður leikur Dortmund og Ajax sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 og leikur Sporting og Besiktas verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Liverpool vann 3-2 sigur á Atletico Madrid í Meistaradeildinni fyrir tveimur vikum og liðin mætast aftur á Anfield í kvöld. Eftir þessa veisluna í Madrid fyrir hálfum mánuði og dramatíkina þegar Atletico Madrid sló Liverpool út úr Meistaradeildinni fyrir tveimur árum þá er von á alvöru Evrópukvöldi í Liverpool í kvöld. Það bíða margir spenntir eftir leiknum sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var spurður út í leik kvöldsins á blaðamannafundi. „Við vorum svo hamingjusamir þegar við tryggðum okkur sæti í Meistaradeildinni á síðasta tímabil af því að við vissum þá að við myndum fá Evrópukvöld eins og er framundan í kvöld,“ sagði Jürgen Klopp. "Since Diego has been there Atletico have never played a friendly game so we should not expect that. We want to win the game."Jurgen Klopp wants to celebrate being apart of the Champions League and beating Atletico Madrid with the fans pic.twitter.com/geDaUWknrz— Football Daily (@footballdaily) November 3, 2021 „Það er þannig kvöld á leiðinni og við ættum að halda upp á það á fótboltalegan hátt með stuðningsmönnum okkar,“ sagði Klopp. „Atletico er með gott lið, ótrúlega öflugt lið og allar götur síðan að Diego [Simeone] kom þangað þá hafa þeir aldrei spilað vinalegan leik. Við getum því ekki búist við slíku en við munum gera okkar,“ sagði Klopp. „Þetta verður alvöru baráttuleikur. Þetta eru lið sem spila tilfinningaríkan fótbolta. Ef við viljum upplifa drauma okkar og væntingar þá þurfum við að vinna fótboltaleiki,“ sagði Klopp. Leikurinn í kvöld er fyrsti leikur Atletico á Anfield síðan liðið sló Liverpool út úr Meistaradeildinni 2020 með 4-2 sigri í seinni leik liðanna. Sá leikur fór fram í sextán liða úrslitum og var síðasti heimaleikur Liverpool með áhorfendur fyrir kórónuveiruástandið. Leikur Liverpool og Atletico Madrid hefst klukkan 20.00 og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Dagskráin hefst með upphitun fyrir Meistaradeildina á sömu stöð klukkan 19.15. Auk Liverpool leiksins þá verður leikur Dortmund og Ajax sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 og leikur Sporting og Besiktas verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira