Bryndís Arna á leið til Íslandsmeistara Vals Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. nóvember 2021 17:16 Bryndís Arna í leik með Fylki síðasta sumar. Vísir/Bára Dröfn Framherjinn Bryndís Arna Níelsdóttir mun að öllum líkindum spila fyrir Íslandsmeistara Vals næsta sumar. Þetta herma öruggar heimildir Vísis. Eftir að Fylkir féll úr Pepsi Max deild kvenna í sumar var í raun strax ljóst að Bryndís Arna myndi ekki leika með liðinu í næstefstu deild. Þrátt fyrir að vera fædd árið 2003 hefur Bryndís Arna verið í lykilhlutverki hjá Fylki undanfarin tvö tímabil. Hún varð fyrir því óláni að viðbeinsbrotna undir lok síðasta tímabils er Fylkiskonur voru í harðri baráttu um að halda sæti sínu í deildinni undir lok sumars. Bryndís Arna náði ekki sömu hæðum í sumar og hún gerði á síðasta ári en þrátt fyrir það skoraði hún samt sex mörk í 13 leikjum og ljóst að Fylkir hefði staðið betur að vígi hefði hún getað spilað alla leiki liðsins. Síðustu tvö tímabil hefur Bryndís Arna alls skorað 18 mörk í 31 leik í deild og bikar. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis mun Bryndís Arna ekki spila með Fylki á næstu leiktíð þó hún sé samningsbundin félaginu til haustsins 2022. Hún ku hafa legið undir feld undanfarið þar sem hún þurfti að ákveða hvort hún myndi skrifa undir hjá Íslandsmeisturum Vals eða bikarmeisturum Breiðabliks. Bæði lið voru eðlilega spennt fyrir leikmanninum enda var henni líkt við hollensku markamaskínuna Ruud van Nistelrooy í Pepsi Max Mörkunum á síðasta ári. Nú hefur Hrafnkell Freyr Ágústsson - einn af sparkspekingum hlaðvarpsins Dr. Football - gefið út að Bryndís Arna og Þórdís Elva Ágústsdóttir séu báðar á leiðinni til Íslandsmeistara Vals. Bryndís Arna Níelsdóttir og Þórdís Elva Ágústsdóttir eru að ganga til liðs við Val.— Hrafnkell Freyr Ágústsson (@hrafnkellfreyr) November 3, 2021 Íslandsmeistarar Vals hafa verið rólegar á leikmannamarkaðnum eftir að tímabilinu lauk. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir skipti endanlega yfir í Þrótt Reykjavík og Eiður Ben Eiríksson, annar af þjálfurum liðsins, tók við Þrótti Vogum sem leikur í Lengjudeild karla á næstu leiktíð. Breiðablik hefur verið öllu duglegra að sækja leikmenn en Karen María Sigurgeirsdóttir kom frá Þór/KA, belgíska landsliðskonan Alexandra Soree gekk einnig í raðir liðsins og þá kom Natasha Moraa Anasi frá Keflavík. Liðinu vantar þó enn afgerandi markaskorara en það virðist ekki vera sem Bryndís Arna muni fylla það skarð ef marka má nýjustu fréttir. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Valur Breiðablik Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Fleiri fréttir „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Sjá meira
Eftir að Fylkir féll úr Pepsi Max deild kvenna í sumar var í raun strax ljóst að Bryndís Arna myndi ekki leika með liðinu í næstefstu deild. Þrátt fyrir að vera fædd árið 2003 hefur Bryndís Arna verið í lykilhlutverki hjá Fylki undanfarin tvö tímabil. Hún varð fyrir því óláni að viðbeinsbrotna undir lok síðasta tímabils er Fylkiskonur voru í harðri baráttu um að halda sæti sínu í deildinni undir lok sumars. Bryndís Arna náði ekki sömu hæðum í sumar og hún gerði á síðasta ári en þrátt fyrir það skoraði hún samt sex mörk í 13 leikjum og ljóst að Fylkir hefði staðið betur að vígi hefði hún getað spilað alla leiki liðsins. Síðustu tvö tímabil hefur Bryndís Arna alls skorað 18 mörk í 31 leik í deild og bikar. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis mun Bryndís Arna ekki spila með Fylki á næstu leiktíð þó hún sé samningsbundin félaginu til haustsins 2022. Hún ku hafa legið undir feld undanfarið þar sem hún þurfti að ákveða hvort hún myndi skrifa undir hjá Íslandsmeisturum Vals eða bikarmeisturum Breiðabliks. Bæði lið voru eðlilega spennt fyrir leikmanninum enda var henni líkt við hollensku markamaskínuna Ruud van Nistelrooy í Pepsi Max Mörkunum á síðasta ári. Nú hefur Hrafnkell Freyr Ágústsson - einn af sparkspekingum hlaðvarpsins Dr. Football - gefið út að Bryndís Arna og Þórdís Elva Ágústsdóttir séu báðar á leiðinni til Íslandsmeistara Vals. Bryndís Arna Níelsdóttir og Þórdís Elva Ágústsdóttir eru að ganga til liðs við Val.— Hrafnkell Freyr Ágústsson (@hrafnkellfreyr) November 3, 2021 Íslandsmeistarar Vals hafa verið rólegar á leikmannamarkaðnum eftir að tímabilinu lauk. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir skipti endanlega yfir í Þrótt Reykjavík og Eiður Ben Eiríksson, annar af þjálfurum liðsins, tók við Þrótti Vogum sem leikur í Lengjudeild karla á næstu leiktíð. Breiðablik hefur verið öllu duglegra að sækja leikmenn en Karen María Sigurgeirsdóttir kom frá Þór/KA, belgíska landsliðskonan Alexandra Soree gekk einnig í raðir liðsins og þá kom Natasha Moraa Anasi frá Keflavík. Liðinu vantar þó enn afgerandi markaskorara en það virðist ekki vera sem Bryndís Arna muni fylla það skarð ef marka má nýjustu fréttir.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Valur Breiðablik Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Fleiri fréttir „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Sjá meira