Til skoðunar að bjóða öllum þriðja skammt bóluefnisins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. nóvember 2021 14:48 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir til skoðunar að bjóða öllum almenningi þriðja skammt bólusetningarinnar gegn Covid. Vísir/Vilhelm Líklegt er að fljótlega verði hafist handa hér á landi við að bjóða öllum örvunarbólusetningu með bóluefni Pfizer segir sóttvarnalæknir í pistli sem hann birti á covid.is. Örvunarskammturinn verði veittur að minnsta kosti fimm til sex mánuðum eftir aðra bólusetningu. Þetta kemur fram í pistli sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir birti á covid.is í dag. Fram kom fyrr í dag að 91 hafi greinst smitaður af veirunni innanlands í gær og þrír á landamærum. Samhliða fjölgun smita hefur þeim fjölgað sem lagst hafa inn á Landspítala alvarlega veikir af Covid. Síðustu tvo sólarhringa hafa til að mynda sex lagst inn veikir af veirunni en þrír voru útskrifaðir. Allir yfir sextugu og í áhættuhópum boðinn þriðji skammtur Sextán liggja nú inni á spítalanum með veikina, þar af eitt ungbarn. Fjórir eru á gjörgæslu, þar af einn í hjarta- og lungnavél og tveir á öndunarvél. Tveir þeirra eru fullbólusettir. Þá liggur einn inni á Sjúkrahúsinu á Akureyri í öndunarvél vegna Covid-19. „Spá um þróun faraldursins er því að raungerast þ.e. útbreiðsla smita er að aukast í kjölfarið á afléttingu takmarkana og jafnframt er fjöldi þeirra sem leggst inn á sjúkrahús alvarlegga veikur að aukast. Um 2% þeirra sem greinast með Covid-19 þurfa á spítalavist að halda og eru um 60% þeirra full bólusettir,“ skrifar Þórólfur í pistlinum. Hann segir að nú fari að hefjast hér átak í áframhaldandi bólusetningum gegn Covid. Allir 60 ára og eldri verði kallaðir inn í sína þriðju bólusetningu, eða örvunarbólusetningu, sem og einstaklingar með undirliggjandi ónæmisvandamál og þar að auki framlínustarfsmenn, eins og heilbrigðisstarfsmenn, lögregla og sjúkraflutningamenn. Þá er til skoðunar að bjóða öllum örvunarbólusetningu sem fyrst væri gefin fimm til sex mánuðum eftir skammt númer tvö. Víðtæk reynsla er enn ekki komin á örvunarbólusetningu gegn Covid-19 en Ísraelar hafa líklega mesta reynslu af því enn. Þar hefur öllum verið boðin örvunarbólusetning með bóluefni Pfizer um fimm til sex mánuðum eftir annan skammt. Alvarleg veikindi meðal bólusettra fimm sinnum fátíðari en meðal óbólusettra Niðurstöður ísraelskra rannsókna benda til að örvunarbólusetning sé um 90 prósent virk í að koma í veg fyrir smit og alvarleg veikindi. „Í kynningu Íraelsmanna á sínum niðurstöðum kemur einnig fram að alvarlegar aukaverkanir eru líklega færri eftir þriðja skammt en eftir skammt tvö en þess ber að geta að alvarlegar aukaverkanir eftir skammt tvö eru mjög fátíðar,“ skrifar Þórólfur. „Það er líklegt að fljótlega verði hafist handa hér á landi við að bjóða öllum örvunarbólusetningu með bóluefi Pfizer a.m.k. 5-6 mánuðum eftir bólusetningu tvö. Vonir eru bundnar við að örvunarbólusetning muni bæði koma í veg fyrir smit og alvarleg veikindi umfram tvær sprautur,“ segir í pistlinum. „Einnig er mikilvægt að allir sem ekki hafa mætt í sína fyrstu bólusetningu geri það sem fyrst því alvarleg veikindi meðal bólusettra (eftir tvær sprautur) eru um fimm sinnum fátíðari en meðal óbólusettra.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Takmarkanir nauðsynlegar næstu mánuði eða ár Sóttvarnalæknir telur að samkomutakmarkanir þurfi að vera við lýði næstu mánuði eða ár. Hann vill hæfilegan milliveg til lengri tíma í stað þess að vera sífellt að herða og slaka á klónni. 2. nóvember 2021 21:00 91 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær 91 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 3. nóvember 2021 11:22 Ungbarn liggur á Landspítala með Covid-19 Nú liggja sextán sjúklingar á Landspítala vegna Covid-19, þar af eitt ungbarn. Þar af eru átta sjúklingar óbólusettir. 3. nóvember 2021 10:57 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Fleiri fréttir Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Sjá meira
Þetta kemur fram í pistli sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir birti á covid.is í dag. Fram kom fyrr í dag að 91 hafi greinst smitaður af veirunni innanlands í gær og þrír á landamærum. Samhliða fjölgun smita hefur þeim fjölgað sem lagst hafa inn á Landspítala alvarlega veikir af Covid. Síðustu tvo sólarhringa hafa til að mynda sex lagst inn veikir af veirunni en þrír voru útskrifaðir. Allir yfir sextugu og í áhættuhópum boðinn þriðji skammtur Sextán liggja nú inni á spítalanum með veikina, þar af eitt ungbarn. Fjórir eru á gjörgæslu, þar af einn í hjarta- og lungnavél og tveir á öndunarvél. Tveir þeirra eru fullbólusettir. Þá liggur einn inni á Sjúkrahúsinu á Akureyri í öndunarvél vegna Covid-19. „Spá um þróun faraldursins er því að raungerast þ.e. útbreiðsla smita er að aukast í kjölfarið á afléttingu takmarkana og jafnframt er fjöldi þeirra sem leggst inn á sjúkrahús alvarlegga veikur að aukast. Um 2% þeirra sem greinast með Covid-19 þurfa á spítalavist að halda og eru um 60% þeirra full bólusettir,“ skrifar Þórólfur í pistlinum. Hann segir að nú fari að hefjast hér átak í áframhaldandi bólusetningum gegn Covid. Allir 60 ára og eldri verði kallaðir inn í sína þriðju bólusetningu, eða örvunarbólusetningu, sem og einstaklingar með undirliggjandi ónæmisvandamál og þar að auki framlínustarfsmenn, eins og heilbrigðisstarfsmenn, lögregla og sjúkraflutningamenn. Þá er til skoðunar að bjóða öllum örvunarbólusetningu sem fyrst væri gefin fimm til sex mánuðum eftir skammt númer tvö. Víðtæk reynsla er enn ekki komin á örvunarbólusetningu gegn Covid-19 en Ísraelar hafa líklega mesta reynslu af því enn. Þar hefur öllum verið boðin örvunarbólusetning með bóluefni Pfizer um fimm til sex mánuðum eftir annan skammt. Alvarleg veikindi meðal bólusettra fimm sinnum fátíðari en meðal óbólusettra Niðurstöður ísraelskra rannsókna benda til að örvunarbólusetning sé um 90 prósent virk í að koma í veg fyrir smit og alvarleg veikindi. „Í kynningu Íraelsmanna á sínum niðurstöðum kemur einnig fram að alvarlegar aukaverkanir eru líklega færri eftir þriðja skammt en eftir skammt tvö en þess ber að geta að alvarlegar aukaverkanir eftir skammt tvö eru mjög fátíðar,“ skrifar Þórólfur. „Það er líklegt að fljótlega verði hafist handa hér á landi við að bjóða öllum örvunarbólusetningu með bóluefi Pfizer a.m.k. 5-6 mánuðum eftir bólusetningu tvö. Vonir eru bundnar við að örvunarbólusetning muni bæði koma í veg fyrir smit og alvarleg veikindi umfram tvær sprautur,“ segir í pistlinum. „Einnig er mikilvægt að allir sem ekki hafa mætt í sína fyrstu bólusetningu geri það sem fyrst því alvarleg veikindi meðal bólusettra (eftir tvær sprautur) eru um fimm sinnum fátíðari en meðal óbólusettra.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Takmarkanir nauðsynlegar næstu mánuði eða ár Sóttvarnalæknir telur að samkomutakmarkanir þurfi að vera við lýði næstu mánuði eða ár. Hann vill hæfilegan milliveg til lengri tíma í stað þess að vera sífellt að herða og slaka á klónni. 2. nóvember 2021 21:00 91 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær 91 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 3. nóvember 2021 11:22 Ungbarn liggur á Landspítala með Covid-19 Nú liggja sextán sjúklingar á Landspítala vegna Covid-19, þar af eitt ungbarn. Þar af eru átta sjúklingar óbólusettir. 3. nóvember 2021 10:57 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Fleiri fréttir Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Sjá meira
Takmarkanir nauðsynlegar næstu mánuði eða ár Sóttvarnalæknir telur að samkomutakmarkanir þurfi að vera við lýði næstu mánuði eða ár. Hann vill hæfilegan milliveg til lengri tíma í stað þess að vera sífellt að herða og slaka á klónni. 2. nóvember 2021 21:00
91 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær 91 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 3. nóvember 2021 11:22
Ungbarn liggur á Landspítala með Covid-19 Nú liggja sextán sjúklingar á Landspítala vegna Covid-19, þar af eitt ungbarn. Þar af eru átta sjúklingar óbólusettir. 3. nóvember 2021 10:57