Ótrúleg tölfræði Ronaldo: Man Utd væri með tvö stig án hans Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. nóvember 2021 19:00 Cristiano Ronaldo elskar að spila í Meistaradeild Evrópu. Chloe Knott/Getty Images Það má segja margt um Cristiando Ronaldo en eitt er víst, hann skorar mörk. Þá sérstaklega í Meistaradeild Evrópu. Án marka hans væri Manchester United með aðeins tvö stig að loknum fjórum umferðum. Mörk hans til þessa í keppninni má sjá neðst í fréttinni. Það varð uppi fótur og fit þegar Portúgalinn Cristiano Ronaldo samdi við Manchester United á nýjan leik nú undir lok sumars. Mikið hefur verið rætt um ágæti Ronaldo síðan hann gekk aftur í raðir Man United. it's official 7 @Cristiano#MUFC | #RonaldoReturns— Manchester United (@ManUtd) September 2, 2021 Þessi 36 ára gamli leikmaður er af sumum talinn dragbítur þar sem hann hleypur ekki nóg, pressar ekki nægilega mikið og þar fram eftir götunum. Það má hins vegar alltaf bóka eitt, Ronaldo skorar mörk. Þá sérstaklega í Meistaradeildinni, keppni sem hann hefur unnið fimm sinnum á annars ótrúlegum ferli. Ronaldo var enn á ný bjargvættur Man United er liðið gerði 2-2 jafntefli við Atalanta í Bergamo á Ítalíu í gærkvöld. Var hann einnig bjargvættur liðsins er Man Utd kom til baka eftir að hafa lent 0-2 undir á Old Trafford. Það kemur því ekki á óvart að þjálfari Atalanta sem og leikmenn liðsins virðast alveg komnir með upp í kok af Ronaldo og markaskorun hans. Or bloody Ronaldo. https://t.co/MQeTHdRZOV— Marten de Roon (@Dirono) November 3, 2021 Ef ekki væri fyrir mörk hans í keppninni væru lærisveinar Ole Gunnar Solskjær með aðeins tvö stig í F-riðli að loknum fjórum leikjum. Kominn með fimm mörk í fjórum leikjum Ronaldo kom Manchester United yfir er liðið heimsótti Young Boys í Sviss. Staðan var 1-1 er hann var tekinn af velli á 72. mínútu en heimamenn skoruðu sigurmarkið er fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Í næstu umferð kom Villareal á Old Trafford. Eftir markalausan fyrri hálfleik komust gestirnir yfir á 53. mínútu en vinstri bakvörðurinn Alex Telles jafnaði metin sjö mínútum síðar. Aftur kom sigurmark á 95. mínútu leiksins, að þessu sinni sá Ronaldo til að sínir menn enduðu með stigin þrjú. Ronaldo reif sig úr að ofan eftir að hafa skorað sigurmarkið gegn Villareal.EPA-EFE/Peter Powell Í næsta leik var komið að Atalanta að heimsækja Old Trafford. Gestirnir komust yfir og gott betur en það, þeir voru 2-0 yfir í hálfleik. Marcus Rashford minnkaði muninn, Harry Maguire jafnaði metin og hver annar en Ronaldo skoraði sigurmark heimamanna þegar níu mínútur voru til leiksloka. Í gær var komið að síðari leiknum gegn Atalanta, að þessu sinni á Ítalíu. Atalanta komst yfir snemma leiks en Ronaldo jafnaði eftir frábæran undirbúning Mason Greenwood og Bruno Fernandes undir lok fyrri hálfleiks, staðan 1-1 í hálfleik. Duván Zapata kom heimamönnum yfir á nýjan leik í síðari hálfleik en þegar komið var eina mínútu fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Ronaldo glæsilegt mark og tryggði Man Utd stig sem og toppsæti riðilsins. Ronaldo í þann mund að tryggja Man Utd stig í Bergamo.Emilio Andreoli/Getty Images Þökk sé Ronaldo er Man Utd því á toppi F-riðils með 7 stig að loknum fjórum umferðum. Villareal – sem Man Utd mætir í næstu umferð á útivelli – er einnig með sjö stig, Atalanta er með fimm stig og Young Boys er á botninum með þrjú stig. Það er ljóst að ef Man Utd kemst í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þá á liðið mörkum Cristiano Ronaldo það að þakka. Mörkin til þessa má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Magnaður Ronaldo Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Sjá meira
Það varð uppi fótur og fit þegar Portúgalinn Cristiano Ronaldo samdi við Manchester United á nýjan leik nú undir lok sumars. Mikið hefur verið rætt um ágæti Ronaldo síðan hann gekk aftur í raðir Man United. it's official 7 @Cristiano#MUFC | #RonaldoReturns— Manchester United (@ManUtd) September 2, 2021 Þessi 36 ára gamli leikmaður er af sumum talinn dragbítur þar sem hann hleypur ekki nóg, pressar ekki nægilega mikið og þar fram eftir götunum. Það má hins vegar alltaf bóka eitt, Ronaldo skorar mörk. Þá sérstaklega í Meistaradeildinni, keppni sem hann hefur unnið fimm sinnum á annars ótrúlegum ferli. Ronaldo var enn á ný bjargvættur Man United er liðið gerði 2-2 jafntefli við Atalanta í Bergamo á Ítalíu í gærkvöld. Var hann einnig bjargvættur liðsins er Man Utd kom til baka eftir að hafa lent 0-2 undir á Old Trafford. Það kemur því ekki á óvart að þjálfari Atalanta sem og leikmenn liðsins virðast alveg komnir með upp í kok af Ronaldo og markaskorun hans. Or bloody Ronaldo. https://t.co/MQeTHdRZOV— Marten de Roon (@Dirono) November 3, 2021 Ef ekki væri fyrir mörk hans í keppninni væru lærisveinar Ole Gunnar Solskjær með aðeins tvö stig í F-riðli að loknum fjórum leikjum. Kominn með fimm mörk í fjórum leikjum Ronaldo kom Manchester United yfir er liðið heimsótti Young Boys í Sviss. Staðan var 1-1 er hann var tekinn af velli á 72. mínútu en heimamenn skoruðu sigurmarkið er fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Í næstu umferð kom Villareal á Old Trafford. Eftir markalausan fyrri hálfleik komust gestirnir yfir á 53. mínútu en vinstri bakvörðurinn Alex Telles jafnaði metin sjö mínútum síðar. Aftur kom sigurmark á 95. mínútu leiksins, að þessu sinni sá Ronaldo til að sínir menn enduðu með stigin þrjú. Ronaldo reif sig úr að ofan eftir að hafa skorað sigurmarkið gegn Villareal.EPA-EFE/Peter Powell Í næsta leik var komið að Atalanta að heimsækja Old Trafford. Gestirnir komust yfir og gott betur en það, þeir voru 2-0 yfir í hálfleik. Marcus Rashford minnkaði muninn, Harry Maguire jafnaði metin og hver annar en Ronaldo skoraði sigurmark heimamanna þegar níu mínútur voru til leiksloka. Í gær var komið að síðari leiknum gegn Atalanta, að þessu sinni á Ítalíu. Atalanta komst yfir snemma leiks en Ronaldo jafnaði eftir frábæran undirbúning Mason Greenwood og Bruno Fernandes undir lok fyrri hálfleiks, staðan 1-1 í hálfleik. Duván Zapata kom heimamönnum yfir á nýjan leik í síðari hálfleik en þegar komið var eina mínútu fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Ronaldo glæsilegt mark og tryggði Man Utd stig sem og toppsæti riðilsins. Ronaldo í þann mund að tryggja Man Utd stig í Bergamo.Emilio Andreoli/Getty Images Þökk sé Ronaldo er Man Utd því á toppi F-riðils með 7 stig að loknum fjórum umferðum. Villareal – sem Man Utd mætir í næstu umferð á útivelli – er einnig með sjö stig, Atalanta er með fimm stig og Young Boys er á botninum með þrjú stig. Það er ljóst að ef Man Utd kemst í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þá á liðið mörkum Cristiano Ronaldo það að þakka. Mörkin til þessa má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Magnaður Ronaldo Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Sjá meira