Nýtt app með tvö þúsund viðburðum framundan á Íslandi Rakel Sveinsdóttir skrifar 3. nóvember 2021 15:43 Hjónin Þórarinn Stefánsson og Helga Waage bjuggu til nýtt íslenskt viðburðarapp sem nú veit um tæplega tvö þúsund viðburði sem eru framundan á Íslandi. Þórarinn og Helga eru stofnendur Mobilitus og búa í Bandaríkjunum. Þau bjuggu til appið þegar þau urðu innlyksa á Íslandi vegna Covid. Vísir/Vilhelm Nýtt íslenskt app, Gjugg appið, hefur nú náð því marki að vita um meira en tvö þúsund viðburði framundan á Íslandi. Þetta eru viðburðir eins og tónleikar, sýningar, bókaupplestur og alls kyns fundir og mannfagnaðir. Appið, sem er ókeypis, er smíðað til að hjálpa fólki að finna skemmtilega hluti að gera, skipuleggja helgina með krökkunum. Nú, eða vita hvenær þau koma að tæma grænu tunnuna. Skjáskot af gjugg-appinu. Appið má finna á gjugg.is en höfundar þess eru hjónin Þórarinn Stefánsson og Helga Waage, stofnendur Mobilitus. „Við fengum allt of oft að heyra „Æ, ég hefði viljað sjá þetta, ég vissi bara ekki af þessu" frá fólki eftir að við birtum myndir frá einhverjum tónleikum á Facebook,“ segir Þórarinn um appið og bætir við: „Það er alveg ljóst að fólk er alveg til í að fara og gera meira skemmtilegt, en veit bara ekki hvað er í gangi.“ Gjugg-appið er byggt á viðburðargrunni Mobilitus en allt í allt er þar að finna um tvöhundruð og sjötíu þúsund viðburði um allan heim. Þórarinn segir Gjugg eitt þeirra útspila sem Mobilitus er að vinna að og þar henti Ísland sérstaklega vel sem tilraunamarkaður. „Í grunninn fara sjálfkrafa viðburðaskráningar frá Reykjavíkurborg, Kópavogi, Hafnarfirði og fleiri sveitarfélögum - ásamt miðasöluvefjum og öðrum vefjum með viðburðaskrár sem við finnum. Það er frábært að finna áhugann og stuðning í verki við yfirlýsta stefnu sveitarfélaganna um opin gögn,“ segir Þórarinn. Viðtal við hjónin verður birt í Atvinnulífinu á Vísi næstkomandi mánudag, en Þórarinn og Helga eru búsett í Bandaríkjunum. Þau bjuggu til gjugg-appið þegar þau urðu innlyksa á Íslandi vegna Covid. Tækni Nýsköpun Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Þetta eru viðburðir eins og tónleikar, sýningar, bókaupplestur og alls kyns fundir og mannfagnaðir. Appið, sem er ókeypis, er smíðað til að hjálpa fólki að finna skemmtilega hluti að gera, skipuleggja helgina með krökkunum. Nú, eða vita hvenær þau koma að tæma grænu tunnuna. Skjáskot af gjugg-appinu. Appið má finna á gjugg.is en höfundar þess eru hjónin Þórarinn Stefánsson og Helga Waage, stofnendur Mobilitus. „Við fengum allt of oft að heyra „Æ, ég hefði viljað sjá þetta, ég vissi bara ekki af þessu" frá fólki eftir að við birtum myndir frá einhverjum tónleikum á Facebook,“ segir Þórarinn um appið og bætir við: „Það er alveg ljóst að fólk er alveg til í að fara og gera meira skemmtilegt, en veit bara ekki hvað er í gangi.“ Gjugg-appið er byggt á viðburðargrunni Mobilitus en allt í allt er þar að finna um tvöhundruð og sjötíu þúsund viðburði um allan heim. Þórarinn segir Gjugg eitt þeirra útspila sem Mobilitus er að vinna að og þar henti Ísland sérstaklega vel sem tilraunamarkaður. „Í grunninn fara sjálfkrafa viðburðaskráningar frá Reykjavíkurborg, Kópavogi, Hafnarfirði og fleiri sveitarfélögum - ásamt miðasöluvefjum og öðrum vefjum með viðburðaskrár sem við finnum. Það er frábært að finna áhugann og stuðning í verki við yfirlýsta stefnu sveitarfélaganna um opin gögn,“ segir Þórarinn. Viðtal við hjónin verður birt í Atvinnulífinu á Vísi næstkomandi mánudag, en Þórarinn og Helga eru búsett í Bandaríkjunum. Þau bjuggu til gjugg-appið þegar þau urðu innlyksa á Íslandi vegna Covid.
Tækni Nýsköpun Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira