Líkir Kveiksþættinum við viðtal RÚV við Ólaf Skúlason biskup Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. nóvember 2021 09:13 „Við tók svo það sem mætti kalla 35 mínútna atvinnuauglýsingu þar sem tárvotur Þórir Sæmundsson lýsti því að hann væri í raun ekki vondur maður, hann hefði gerst sekur um þennan dómgreindarbrest þarna einu sinni,“ segir Hildur. „Hugsum okkur aðeins um. Rifjum upp viðtalið við Ólaf Skúlason biskup frá árinu 1996. Þegar þetta nýjasta viðtal verður skoðað í ljósi sögunnar, hvaða afstöðu hefðir þú viljað hafa tekið, svona eftir á að hyggja?“ Að þessu spyr Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, kynjafræðinemi og feminískur aktívisti, í grein sem birtist á Vísi nú í morgun. Hún segir Kveiksþáttinn þar sem rætt var við Þóri Sæmundsson hafa valdið umtalsverðum skaða. Í viðtalinu greindi Þórir frá því hvernig hann hefði verið atvinnulaus vegna umfjöllunar um óviðeigandi myndasendingar hans til ungrar stúlku. Hildur segir hins vegar ljóst að þolendur hans séu mun fleiri og að Þórir hafi hvorki sýnt iðrun né eftirsjá. „Aðspurður jánkaði Þórir því að hafa ekki viljað flytja burt vegna þess að í því myndi felast einhverskonar viðurkenning á sekt. Með öðrum orðum; hann vill ekki gangast við sekt. Enda sagði hann sjálfur að samfélagið sem hann býr í sé bara klikkað af því að hann fær ekki vinnu við þjónustu- eða umönnunarstörf. Ekkert af ofangreindu lýsir manni sem sýnir iðrun og eftirsjá. Þetta lýsir manni sem finnst hann eiga heimtingu á því sem honum hentar óháð því hvað kann að leynast í fortíðinni hans,“ segir Hildur. Hildur segir engan vita hversu margir þolendur Þóris séu. En „hvísluleikur“ kvenna á netinu hafi enn og aftur sannað gildi sitt. Nokkrar konur hafi komið fram undir nafni og greint frá reynslu sinni. Meðal þeirra séu konur sem voru 15 og 16 ára og mun yngri en Þórir þegar hann notfærði sér aldursmuninn sem var á þeim, um það bil 20 ár. „Konurnar sem ekki hafa stigið fram opinberlega eru í lokuðum hópum að deila reynslu sinni og sumar þeirra frásagna eru skelfilegri en orð fá lýst. Ég veit persónulega af nokkrum ungum konum sem hágrétu yfir sjónvarpinu í gær í fangi foreldra sinna en geta ekki stigið fram enda koma konur almennt ekki vel út úr slíku,“ segir Hildur. Hildur segir að Þóru Arnórsdóttur, sem sá um Kveiksþáttinn, hefði verið í lófa lagt að leita til þolenda Þóris áður en þátturinn var birtur en það hafi ekki verið gert. Augljóst væri að aðeins hefði verið leitað til viðmælenda sem hefðu viljað fordæma „hina svokölluðu slaufunarmenningu“. „Það hefur ekki hvarflað að henni að leita til talsfólks þolenda kynbundins ofbeldis, þrátt fyrir að það sé staðreynd að fjöldi kvenna hafi horfið af vinnumarkaði og/eða þurft að flýja land vegna þess að gerendur þeirra voru fyrirferðarmiklir í nærsamfélagi þeirra og engin undankomuleið fyrir þær. Vitanlega hefði fjöldi fagfólks og þolenda getað vitnað um þetta en til þess fólks var ekki leitað.“ Hildur segir að lokum að þátturinn hafi valdið umtalsverðum skaða. „Ekki bara fyrir þolendur viðmælandans (ýmist þá sem minnst var á, eða þau sem ekki var fjallað um) heldur fyrir þolendur kynbundins ofbeldis almennt. Með því að draga fram einn hálfsannleik sem túlkaður er af iðrunarlausum geranda og halda að það varpi einhverju ljósi á hvernig samfélagið tekur á gerendum almennt er alið á þolendaskömm og gerendameðvirkni sem var feykinóg af fyrir.“ MeToo Ríkisútvarpið Mál Þóris Sæmundssonar Tengdar fréttir Ung kona um samskipti sín við Þóri Sæmundsson þegar hún var 16 ára: „Ekki bara helmingi eldri en ég heldur líka frægur leikari“ Jófríður Ísdís Skaftadóttir, ung kona sem sakar leikarann Þóri Sæmundsson um að hafa notfært sér 20 ára aldursmun til að fá hana til samræðis þegar hún var 16 ára, segir í viðtali við Stundina að umtalað viðtal við Þóri á RÚV í gær hafi ýft upp sár. 3. nóvember 2021 23:54 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Sjá meira
Að þessu spyr Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, kynjafræðinemi og feminískur aktívisti, í grein sem birtist á Vísi nú í morgun. Hún segir Kveiksþáttinn þar sem rætt var við Þóri Sæmundsson hafa valdið umtalsverðum skaða. Í viðtalinu greindi Þórir frá því hvernig hann hefði verið atvinnulaus vegna umfjöllunar um óviðeigandi myndasendingar hans til ungrar stúlku. Hildur segir hins vegar ljóst að þolendur hans séu mun fleiri og að Þórir hafi hvorki sýnt iðrun né eftirsjá. „Aðspurður jánkaði Þórir því að hafa ekki viljað flytja burt vegna þess að í því myndi felast einhverskonar viðurkenning á sekt. Með öðrum orðum; hann vill ekki gangast við sekt. Enda sagði hann sjálfur að samfélagið sem hann býr í sé bara klikkað af því að hann fær ekki vinnu við þjónustu- eða umönnunarstörf. Ekkert af ofangreindu lýsir manni sem sýnir iðrun og eftirsjá. Þetta lýsir manni sem finnst hann eiga heimtingu á því sem honum hentar óháð því hvað kann að leynast í fortíðinni hans,“ segir Hildur. Hildur segir engan vita hversu margir þolendur Þóris séu. En „hvísluleikur“ kvenna á netinu hafi enn og aftur sannað gildi sitt. Nokkrar konur hafi komið fram undir nafni og greint frá reynslu sinni. Meðal þeirra séu konur sem voru 15 og 16 ára og mun yngri en Þórir þegar hann notfærði sér aldursmuninn sem var á þeim, um það bil 20 ár. „Konurnar sem ekki hafa stigið fram opinberlega eru í lokuðum hópum að deila reynslu sinni og sumar þeirra frásagna eru skelfilegri en orð fá lýst. Ég veit persónulega af nokkrum ungum konum sem hágrétu yfir sjónvarpinu í gær í fangi foreldra sinna en geta ekki stigið fram enda koma konur almennt ekki vel út úr slíku,“ segir Hildur. Hildur segir að Þóru Arnórsdóttur, sem sá um Kveiksþáttinn, hefði verið í lófa lagt að leita til þolenda Þóris áður en þátturinn var birtur en það hafi ekki verið gert. Augljóst væri að aðeins hefði verið leitað til viðmælenda sem hefðu viljað fordæma „hina svokölluðu slaufunarmenningu“. „Það hefur ekki hvarflað að henni að leita til talsfólks þolenda kynbundins ofbeldis, þrátt fyrir að það sé staðreynd að fjöldi kvenna hafi horfið af vinnumarkaði og/eða þurft að flýja land vegna þess að gerendur þeirra voru fyrirferðarmiklir í nærsamfélagi þeirra og engin undankomuleið fyrir þær. Vitanlega hefði fjöldi fagfólks og þolenda getað vitnað um þetta en til þess fólks var ekki leitað.“ Hildur segir að lokum að þátturinn hafi valdið umtalsverðum skaða. „Ekki bara fyrir þolendur viðmælandans (ýmist þá sem minnst var á, eða þau sem ekki var fjallað um) heldur fyrir þolendur kynbundins ofbeldis almennt. Með því að draga fram einn hálfsannleik sem túlkaður er af iðrunarlausum geranda og halda að það varpi einhverju ljósi á hvernig samfélagið tekur á gerendum almennt er alið á þolendaskömm og gerendameðvirkni sem var feykinóg af fyrir.“
MeToo Ríkisútvarpið Mál Þóris Sæmundssonar Tengdar fréttir Ung kona um samskipti sín við Þóri Sæmundsson þegar hún var 16 ára: „Ekki bara helmingi eldri en ég heldur líka frægur leikari“ Jófríður Ísdís Skaftadóttir, ung kona sem sakar leikarann Þóri Sæmundsson um að hafa notfært sér 20 ára aldursmun til að fá hana til samræðis þegar hún var 16 ára, segir í viðtali við Stundina að umtalað viðtal við Þóri á RÚV í gær hafi ýft upp sár. 3. nóvember 2021 23:54 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Sjá meira
Ung kona um samskipti sín við Þóri Sæmundsson þegar hún var 16 ára: „Ekki bara helmingi eldri en ég heldur líka frægur leikari“ Jófríður Ísdís Skaftadóttir, ung kona sem sakar leikarann Þóri Sæmundsson um að hafa notfært sér 20 ára aldursmun til að fá hana til samræðis þegar hún var 16 ára, segir í viðtali við Stundina að umtalað viðtal við Þóri á RÚV í gær hafi ýft upp sár. 3. nóvember 2021 23:54