Erfiðasta afbrigðið til þessa Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. nóvember 2021 11:59 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm 144 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en ekki hafa fleiri greinst í þrjá mánuði. Sóttvarnalæknir hefur þungar áhyggjur af stöðunni og íhugar leiðir til að bregðast við. Af þeim sem greindust innanlands í gær voru 104, eða um 72 prósent, utan sóttkvíar við greiningu. Samkvæmt Covid.is eru sautján á sjúkrahúsi vegna Covid-19 og fimm á gjörgæslu, eins og í gær. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir mörg smitanna mega rekja til skemmtanahalds um síðustu helgi, auk þess sem stór hópsýking er komin upp á Akranesi. „Og við erum greinilega með smit í öðrum hópum sem tengjast skemmtanalífi og tónlistarlífi, þannig að veiran er bara mjög víða og það þarf lítið til. Og enn og aftur erum við að sjá fólk með einkenni sem er að mæta og fara í hópa.“ Ákall frá Rúmenum Ákveðið var í morgun að halda aðgerðum á landamærum óbreyttum til 15. janúar. Um aðgerðir innanlands segir Þórólfur að sér fyndist óskynsamlegt að aflétta öllu 18. nóvember og bendir í því samhengi á stöðuna erlendis. „Mikil uppsveifla í Danmörku og Danir eru að íhuga að koma með takmarkanir aftur. Uppsveifla í Noregi. Það er ákall frá Rúmenum, þeir eru að senda gjörgæslusjúklinga milli landa af því þeir hafa ekki pláss fyrir þá sjálfir. Við viljum ekki lenda í því þannig við þurfum að grípa í taumana áður en allt fer í strand.“ Erfiðasta afbrigðið til þessa Hann bendir á að hægt sé að kveða þessa stærstu bylgju faraldursins til þessa niður eins og gert var í sumar. „Þetta er mest smitandi afbrigði veirunnar sem við höfum haft og veldur verstum veikindum þannig að við erum akkúrat í þeim leik. Ef við hefðum ekki haft þessa útbreiddu bólusetningu þá værum við í enn verri stöðu.“ Kæmi til greina af þinni hálfu að leggja til hertar aðgerðir innanlands? „Ég held það þurfi allir að hugsa það hvað þurfi að gera til að stoppa þetta. Og við vitum hvað þarf til. Og við þurfum að taka höndum saman og hugsa það mjög vel og það er það sem ég hef verið að ræða við stjórnvöld,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir 144 greindust með Covid-19 í gær Alls greindust 144 með Covid-19 hér á landi í gær. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Tæplega þriðjungur þeirra sem greindust eru á Akranesi. 4. nóvember 2021 11:20 Ástand á Akranesi: Fimmtíu greindust og skólum lokað Alls greindust fimmtíu manns með Covid-19 á Akranesi í gær. Þetta kemur fram í Lögreglunni á Vesturlandi greinir frá. Allir skólar í bænum verða lokaðir á morgun. 4. nóvember 2021 10:51 Sjúkrahúsið á Akureyri komið á hættustig Sjúkrahúsið á Akureyri hefur verið fært af óvissustigi og upp á hættustig. Covid-sjúklingur liggur nú inni á gjörgæslu í öndunarvél vegna veikinnar. Mikið álag er á sjúkrahúsinu en enn hefur innlögn sjúklingsins ekki haft áhrif á aðra starfsemi spítalans. 3. nóvember 2021 16:57 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Af þeim sem greindust innanlands í gær voru 104, eða um 72 prósent, utan sóttkvíar við greiningu. Samkvæmt Covid.is eru sautján á sjúkrahúsi vegna Covid-19 og fimm á gjörgæslu, eins og í gær. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir mörg smitanna mega rekja til skemmtanahalds um síðustu helgi, auk þess sem stór hópsýking er komin upp á Akranesi. „Og við erum greinilega með smit í öðrum hópum sem tengjast skemmtanalífi og tónlistarlífi, þannig að veiran er bara mjög víða og það þarf lítið til. Og enn og aftur erum við að sjá fólk með einkenni sem er að mæta og fara í hópa.“ Ákall frá Rúmenum Ákveðið var í morgun að halda aðgerðum á landamærum óbreyttum til 15. janúar. Um aðgerðir innanlands segir Þórólfur að sér fyndist óskynsamlegt að aflétta öllu 18. nóvember og bendir í því samhengi á stöðuna erlendis. „Mikil uppsveifla í Danmörku og Danir eru að íhuga að koma með takmarkanir aftur. Uppsveifla í Noregi. Það er ákall frá Rúmenum, þeir eru að senda gjörgæslusjúklinga milli landa af því þeir hafa ekki pláss fyrir þá sjálfir. Við viljum ekki lenda í því þannig við þurfum að grípa í taumana áður en allt fer í strand.“ Erfiðasta afbrigðið til þessa Hann bendir á að hægt sé að kveða þessa stærstu bylgju faraldursins til þessa niður eins og gert var í sumar. „Þetta er mest smitandi afbrigði veirunnar sem við höfum haft og veldur verstum veikindum þannig að við erum akkúrat í þeim leik. Ef við hefðum ekki haft þessa útbreiddu bólusetningu þá værum við í enn verri stöðu.“ Kæmi til greina af þinni hálfu að leggja til hertar aðgerðir innanlands? „Ég held það þurfi allir að hugsa það hvað þurfi að gera til að stoppa þetta. Og við vitum hvað þarf til. Og við þurfum að taka höndum saman og hugsa það mjög vel og það er það sem ég hef verið að ræða við stjórnvöld,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir 144 greindust með Covid-19 í gær Alls greindust 144 með Covid-19 hér á landi í gær. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Tæplega þriðjungur þeirra sem greindust eru á Akranesi. 4. nóvember 2021 11:20 Ástand á Akranesi: Fimmtíu greindust og skólum lokað Alls greindust fimmtíu manns með Covid-19 á Akranesi í gær. Þetta kemur fram í Lögreglunni á Vesturlandi greinir frá. Allir skólar í bænum verða lokaðir á morgun. 4. nóvember 2021 10:51 Sjúkrahúsið á Akureyri komið á hættustig Sjúkrahúsið á Akureyri hefur verið fært af óvissustigi og upp á hættustig. Covid-sjúklingur liggur nú inni á gjörgæslu í öndunarvél vegna veikinnar. Mikið álag er á sjúkrahúsinu en enn hefur innlögn sjúklingsins ekki haft áhrif á aðra starfsemi spítalans. 3. nóvember 2021 16:57 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
144 greindust með Covid-19 í gær Alls greindust 144 með Covid-19 hér á landi í gær. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Tæplega þriðjungur þeirra sem greindust eru á Akranesi. 4. nóvember 2021 11:20
Ástand á Akranesi: Fimmtíu greindust og skólum lokað Alls greindust fimmtíu manns með Covid-19 á Akranesi í gær. Þetta kemur fram í Lögreglunni á Vesturlandi greinir frá. Allir skólar í bænum verða lokaðir á morgun. 4. nóvember 2021 10:51
Sjúkrahúsið á Akureyri komið á hættustig Sjúkrahúsið á Akureyri hefur verið fært af óvissustigi og upp á hættustig. Covid-sjúklingur liggur nú inni á gjörgæslu í öndunarvél vegna veikinnar. Mikið álag er á sjúkrahúsinu en enn hefur innlögn sjúklingsins ekki haft áhrif á aðra starfsemi spítalans. 3. nóvember 2021 16:57