Björt framtíðarsýn fyrir Ísland Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 4. nóvember 2021 14:30 Framtíðarsýn er Íslands er björt og alveg hreint sérstaklega ef sú byggðastefna sem Alþingi var með til umfjöllunar á síðasta þingi nær fram að ganga nú á komandi þingvetri. Í henni segir m.a.: „Ísland verði í fremstu röð með trausta og örugga innviði, öflug sveitarfélög, verðmætasköpun og framsækna þjónustu. Tækni tengi byggðir landsins og Ísland við umheiminn í jafnvægi við umhverfið.“ - Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036. Samhæfð byggðastefna Þessi nýja og uppfærða byggðastefna er ekki bara metnaðarfull í orði, henni fylgir fjármagn og aðgerðaráætlun. Því þarf þó alltaf að fylgja eftir í fjárlögum hvers árs og þar þurfum við þingmenn að vinna þétt saman svo allar þessar góðu aðgerðir nái fram að ganga, byggðum landsins til heilla. Áætlunin er unnin með tilliti til Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna sem eru mikilvægur vegvísir samfélagsþróunar næstu ára. Þau mynda samþætt jafnvægi hinna þriggja stoða sjálfbærrar þróunar; hinnar efnahagslegu, félagslegu og umhverfislegu. Byggðastefnunni er jafnframt ætlað að samhæfa aðgerðir í öðrum opinberum áætlunum. Byggðamál heyra í dag undir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti en það er auðvitað þannig að byggðamál snerta flesta málaflokka ríkisins og varða þannig öll ráðuneyti. Því er þessi samhæfing svo mikilvæg ef vel á að ganga. Samhliða endurskoðun byggðaáætlunar hefur verið unnið að tilraunaverkefni undir leiðsögn forsætisráðuneytisins þar sem hugað hefur verið sérstaklega að kynja- og jafnréttissjónarmiðum. Þetta er virkilega mikilvæg og spennandi nálgun þar sem atvinnulífið á mörgum svæðum um landið er enn ansi karllægt og mikilvægt er að auka fjölbreytni starfa. Um 64% búa á höfuðborgarsvæðinu Helstu áskoranir og viðfangsefni á sviði byggðaþróunar eru fækkun íbúa á sumum svæðum, einhæft atvinnulíf, tækniþróun, samspil þéttbýlis, uppbygging innviða, umhverfis- og loftslagsmál og samkeppnishæfi. Um 64% íbúa landsins búa á höfuðborgarsvæðinu og er þetta verulega hærra hlutfall en í nágranna löndunum. Þetta kallar á nýja hugsun við skipulag og aðgengi að grunnþjónustu . Lykil viðfangsefni Fjölbreytt atvinnulíf er lykilviðfangsefni þar sem ekkert rými er fyrir stóriðjulausnir því við þurfum í einu og öllu að huga að sjálfbærni og að við göngum ekki úr hófi fram á umhverfi og loftslag. Nýsköpun og græn störf er það sem við þurfum. Okkur er tíðrætt um innviði og er það engin furða. Við þurfum góðar samgöngur, bæði til að styrkja byggðaþróun og styrkja vinnu- og þjónustusóknarsvæði. Við þurfum aðengi að endurnýjanlegri orku og háhraða fjarskiptatengingar. Aðgengi að grunnþjónustu skiptir höfuðmáli þegar fólk velur sér búsetu. Það þurfum við að tryggja. Hin stefnumótandi byggðaáætlun tekur að sjálfssögðu mið af umhverfis- og loftslagsmálum. Aukin verndun náttúruverðmæta styrkir stoðir þjónustu í héraði. Þá þarf að efla græna orkuframleiðslu og vinna að orkuskiptum til að mæta markmiði um að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2050. Á tímum hnattvæðingar hefur samkeppni um fólk og fyrirtæki aukist og þá skiptir máli að stuðla að samspili þéttbýlis og dreifbýlis til uppbyggingar sjálfbærra byggðarlaga. Mannlíf, menning og blómlegt atvinnulíf er aðdráttarafl og líka óspillt náttúra og kyrrð. Þessu þurfum við að hlú að og vekja athygli á. Hér hef ég aðeins farið stuttlega yfir þau fjölmörgu atriði sem tíunduð eru í þessari tillögu að uppfærðri byggðaáætlun. Það er mjög brýnt að þingið samþykki þessa þingsályktunartillögu svo stjórnvöld geti gefið í og stutt með enn markvissari hætti við þau fjölmörgu tækifæri sem við blasa um land allt. Á sumum svæðum má engan tíma missa. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Byggðamál Vinstri græn Alþingi Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Framtíðarsýn er Íslands er björt og alveg hreint sérstaklega ef sú byggðastefna sem Alþingi var með til umfjöllunar á síðasta þingi nær fram að ganga nú á komandi þingvetri. Í henni segir m.a.: „Ísland verði í fremstu röð með trausta og örugga innviði, öflug sveitarfélög, verðmætasköpun og framsækna þjónustu. Tækni tengi byggðir landsins og Ísland við umheiminn í jafnvægi við umhverfið.“ - Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036. Samhæfð byggðastefna Þessi nýja og uppfærða byggðastefna er ekki bara metnaðarfull í orði, henni fylgir fjármagn og aðgerðaráætlun. Því þarf þó alltaf að fylgja eftir í fjárlögum hvers árs og þar þurfum við þingmenn að vinna þétt saman svo allar þessar góðu aðgerðir nái fram að ganga, byggðum landsins til heilla. Áætlunin er unnin með tilliti til Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna sem eru mikilvægur vegvísir samfélagsþróunar næstu ára. Þau mynda samþætt jafnvægi hinna þriggja stoða sjálfbærrar þróunar; hinnar efnahagslegu, félagslegu og umhverfislegu. Byggðastefnunni er jafnframt ætlað að samhæfa aðgerðir í öðrum opinberum áætlunum. Byggðamál heyra í dag undir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti en það er auðvitað þannig að byggðamál snerta flesta málaflokka ríkisins og varða þannig öll ráðuneyti. Því er þessi samhæfing svo mikilvæg ef vel á að ganga. Samhliða endurskoðun byggðaáætlunar hefur verið unnið að tilraunaverkefni undir leiðsögn forsætisráðuneytisins þar sem hugað hefur verið sérstaklega að kynja- og jafnréttissjónarmiðum. Þetta er virkilega mikilvæg og spennandi nálgun þar sem atvinnulífið á mörgum svæðum um landið er enn ansi karllægt og mikilvægt er að auka fjölbreytni starfa. Um 64% búa á höfuðborgarsvæðinu Helstu áskoranir og viðfangsefni á sviði byggðaþróunar eru fækkun íbúa á sumum svæðum, einhæft atvinnulíf, tækniþróun, samspil þéttbýlis, uppbygging innviða, umhverfis- og loftslagsmál og samkeppnishæfi. Um 64% íbúa landsins búa á höfuðborgarsvæðinu og er þetta verulega hærra hlutfall en í nágranna löndunum. Þetta kallar á nýja hugsun við skipulag og aðgengi að grunnþjónustu . Lykil viðfangsefni Fjölbreytt atvinnulíf er lykilviðfangsefni þar sem ekkert rými er fyrir stóriðjulausnir því við þurfum í einu og öllu að huga að sjálfbærni og að við göngum ekki úr hófi fram á umhverfi og loftslag. Nýsköpun og græn störf er það sem við þurfum. Okkur er tíðrætt um innviði og er það engin furða. Við þurfum góðar samgöngur, bæði til að styrkja byggðaþróun og styrkja vinnu- og þjónustusóknarsvæði. Við þurfum aðengi að endurnýjanlegri orku og háhraða fjarskiptatengingar. Aðgengi að grunnþjónustu skiptir höfuðmáli þegar fólk velur sér búsetu. Það þurfum við að tryggja. Hin stefnumótandi byggðaáætlun tekur að sjálfssögðu mið af umhverfis- og loftslagsmálum. Aukin verndun náttúruverðmæta styrkir stoðir þjónustu í héraði. Þá þarf að efla græna orkuframleiðslu og vinna að orkuskiptum til að mæta markmiði um að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2050. Á tímum hnattvæðingar hefur samkeppni um fólk og fyrirtæki aukist og þá skiptir máli að stuðla að samspili þéttbýlis og dreifbýlis til uppbyggingar sjálfbærra byggðarlaga. Mannlíf, menning og blómlegt atvinnulíf er aðdráttarafl og líka óspillt náttúra og kyrrð. Þessu þurfum við að hlú að og vekja athygli á. Hér hef ég aðeins farið stuttlega yfir þau fjölmörgu atriði sem tíunduð eru í þessari tillögu að uppfærðri byggðaáætlun. Það er mjög brýnt að þingið samþykki þessa þingsályktunartillögu svo stjórnvöld geti gefið í og stutt með enn markvissari hætti við þau fjölmörgu tækifæri sem við blasa um land allt. Á sumum svæðum má engan tíma missa. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun