Telja Kóralrifið mikla geta lifað af hlýnun innan við 1,5 gráður Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2021 10:02 Kóralrifið mikla er eitt líffræðilega fjölbreyttasta svæði á jörðinni. Það er svo stórt að það sést frá geimnum. Vísir/EPA Ástralskir vísindamenn telja að samsetning Kóralrifsins mikla undan ströndum Ástralíu muni breytast ef hnattrænni hlýnun verður haldið innan við 1,5°C en að það gæti lifað af. Verði hlýnunin meiri séu dagar þess og annarra kóralrifja á jörðinni taldir. Kóralrifið mikla er samsett úr fleiri en þrjú þúsund rifjum sem ná yfir 2.300 kílómetra svæði í Kóralhafi undan norðausturströnd Ástralíu. Það er stærsta kóralrif í heimi og er á heimsminjaskrá UNESCO. Kóralar eru afar viðkvæmir fyrir hitabreytingum í hafinu. Álagið af viðvarandi hita í hafinu veldur því að kóralarnir losa sig við þörung sem lifir í sambýli við þá. Við það fölna kóralarnir og drepast á endanum. Kóralrifið er líffræðilega fjölbreyttasta svæði jarðar og hafa þúsundir dýrategunda þróast til að lifa í því. Nær enginn hluti kóralrifsins hefur verið ósnortinn af fölnun af þessu tagi frá árinu 1998 sem var á sínum tíma hlýjasta ár frá upphafi mælinga samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem voru birtar í dag. Áttatíu prósent rifsins hefur fölnað verulega að minnsta kosti einu sinni frá 2016. „Jafnvel afskekktustu og ósnortnustu hlutar Kóralrifsins mikla hafa nú fölnað verulega að minnsta kosti einu sinni,“ segir Terry Hughes, prófessor við Kóralrifjarannsóknastofnun ástralska rannsóknaráðsins, við Reuters-fréttastofuna. Kóralar hafa meira þol fyrir hita ef þeir hafa lifað af fölnun. Fölnunaratburðir eru nú tíðari en áður og því fá kóralarnir minni tíma til að jafna sig á milli þeirra. Áfram líflegt við 1,5 gráður Metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins um loftslagsbreytingar er að takmarka hnattræna hlýnun við 1,5°C á þessari öld. Niðurstaða rannsóknarinnar er að við slíka hlýnun muni samsetning kórala í rifinu breytast en að það geti samt þrifist áfram. „Ef við getum haldið hnattrænni hlýnun við 1,5 gráður held ég að við höfum áfram líflegt Kóralrif,“ segir Hughes. Miðað við núverandi losun mannkynsins stefnir hins vegar í að hlýnunin verði nær 2,7°C. Hughes gagnrýnir í því ljósi að áströlsk stjórnvöld veiti enn leyfi fyrir nýjum kolanámum og sölu á metangasi. „Ef við náum þremur eða fjórum gráðum meðalhlýnunar, sem er sorglega þangað sem við stefnum verð, verður ekki mikið eftir að Kóralrifinu mikla eða nokkru öðru kóralrifi í hitabeltinu,“ segir Hughes. Ástralía Loftslagsmál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Sjá meira
Kóralrifið mikla er samsett úr fleiri en þrjú þúsund rifjum sem ná yfir 2.300 kílómetra svæði í Kóralhafi undan norðausturströnd Ástralíu. Það er stærsta kóralrif í heimi og er á heimsminjaskrá UNESCO. Kóralar eru afar viðkvæmir fyrir hitabreytingum í hafinu. Álagið af viðvarandi hita í hafinu veldur því að kóralarnir losa sig við þörung sem lifir í sambýli við þá. Við það fölna kóralarnir og drepast á endanum. Kóralrifið er líffræðilega fjölbreyttasta svæði jarðar og hafa þúsundir dýrategunda þróast til að lifa í því. Nær enginn hluti kóralrifsins hefur verið ósnortinn af fölnun af þessu tagi frá árinu 1998 sem var á sínum tíma hlýjasta ár frá upphafi mælinga samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem voru birtar í dag. Áttatíu prósent rifsins hefur fölnað verulega að minnsta kosti einu sinni frá 2016. „Jafnvel afskekktustu og ósnortnustu hlutar Kóralrifsins mikla hafa nú fölnað verulega að minnsta kosti einu sinni,“ segir Terry Hughes, prófessor við Kóralrifjarannsóknastofnun ástralska rannsóknaráðsins, við Reuters-fréttastofuna. Kóralar hafa meira þol fyrir hita ef þeir hafa lifað af fölnun. Fölnunaratburðir eru nú tíðari en áður og því fá kóralarnir minni tíma til að jafna sig á milli þeirra. Áfram líflegt við 1,5 gráður Metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins um loftslagsbreytingar er að takmarka hnattræna hlýnun við 1,5°C á þessari öld. Niðurstaða rannsóknarinnar er að við slíka hlýnun muni samsetning kórala í rifinu breytast en að það geti samt þrifist áfram. „Ef við getum haldið hnattrænni hlýnun við 1,5 gráður held ég að við höfum áfram líflegt Kóralrif,“ segir Hughes. Miðað við núverandi losun mannkynsins stefnir hins vegar í að hlýnunin verði nær 2,7°C. Hughes gagnrýnir í því ljósi að áströlsk stjórnvöld veiti enn leyfi fyrir nýjum kolanámum og sölu á metangasi. „Ef við náum þremur eða fjórum gráðum meðalhlýnunar, sem er sorglega þangað sem við stefnum verð, verður ekki mikið eftir að Kóralrifinu mikla eða nokkru öðru kóralrifi í hitabeltinu,“ segir Hughes.
Ástralía Loftslagsmál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Sjá meira