Sjálfvirku sláttuvélarnar á íslenskum golfvelli vöktu athygli CNN Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2021 12:00 Íslenski kylfingurinn Haraldur Magnús Franklín að spila ígolf í sólarlaginu Getty/Octavio Passos Íslenskt golf hefur fengið mikla umfjöllun á CNN að undanförnu og í nýjustu greininni má finna umfjöllun um hvernig Íslendingar eru að fara nýjar leiðir í nálgun sinni sem gæti haft áhrif á golfíþróttina fyrir utan landsteinana. Greinin birtist undir fyrirsögninni „How Iceland could reshape the world of golf“ eða hvernig Ísland getur breytt golfíþróttinni í heiminum. Í greininni er meðal annars velt fyrir sér af hverju golfvelli þurfi að vera með átján holur og taka sem dæmi Brautarholt völlinn sem er nú tólf holu völlur. Iceland is experiencing a golfing boom unlike almost anywhere else in the world and the golfing culture here could help to reshape the sport as we know it. https://t.co/96yNoOQnjP— CNN (@CNN) November 4, 2021 Blaðamaður er einnig að skoða golfhermana og hvernig þeir hafa hjálpað íslenskum kylfingum að lengja tímabilið sitt. Þar nefnir hann hvernig íslenski fótboltinn lagði grunninn að sínu ævintýri með byggingu innanhúss fótboltahallanna. Hann nefnir þar uppkomu bæði íslenska karla- og kvennalandsliðsins í fótbolta. Hægt að spila hundrað flottustu golfvelli heims Innanhússaðstæða Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar, GKG, vekur einnig athygli CNN en þar af menn fjárfest fyrir tíu milljónir Bandaríkjadala eða 1,3 milljarð íslenskra króna. Þar má meðal annars finna sextán golfherma þar sem möguleiki er að spila hundrað af bestu golfvöllum heimsins. „Við sjáum ungu kylfingana okkar ná miklum framförum í tækninni og verða betri. Við erum að sjá betri sveiflur,“ sagði Úlfar Jónsson, íþróttastjóri GKG, í viðtali við CNN. „Við hverjum að sjálfsögðu okkar kylfinga að spila eins mikið út á völlunum á sumrin og þau geta en síðan geta þau komið hingað og unnið í tækninni yfir vetrartímann,“ sagði Úlfar. Þarna er líka viðtal við Hauk Örn Birgisson, fráfarandi formann Golfsambands Íslands, sem trúir því að fjárfesting eins og þessi hjá GKG eigi eftir að skila betri árangri á stóra sviðinu. „Við erum með golftímabil sem er fimm til sex mánuðir. Það skiptir því miklu máli að fá innanhússaðstöðu og með nýrri tækni hefur þessi aðstaða orðið svo þróuð,“ sagði Haukur Örn Birgisson við CNN. Sjálfbærir golfvellir Það eru þó ekki bara innanhússaðstaðan sem vakti athygli blaðamanns CNN sem var einnig mjög hrifinn af því hvernig golfvellir á Íslandi eru að reyna að vera meira sjálfbærir. Sem gott dæmi um það þá tekur blaðamaður sláttinn á golfvelli Golfklúbbs Brautarholts. Golfklúbbur Brautarholts fjárfesti nefnilega í þrjátíu sjálfvirkum rafmagnssláttuvélum sem nýta sér því íslenska rafmagnið í stað olíu frá útlöndum. „Við erum nú komnir á það stig að rafmagnssláttuvélaranar sjá nú um 98 prósent af golfvellinum,“ sagði Haukur Örn. Haukur hvetur líka erlenda kylfinga til að koma til íslands og spila golf. Ímyndið ykkur PGA mót sem færi fram í miðnætursólinni„Hér er náttúran engu öðru lík. Þegar þú spilar golf á Íslandi þá færðu að upplifa hana um leið. Þú getur spilað golf í kringum hraun, í gömlum gígum, á bökkum jökuláa eða með hveri eins og Geysi rétt hjá þér. Þú getur ekki komist nær náttúrunni við að spila golf,“ sagði Haukur og hann hafði stóra drauma um að fá stórmót til Íslands. „Einn daginn gæti það orðið veruleiki. Ímyndið ykkur PGA mót sem færi fram í miðnætursólinni í júní og júlí. Það yrði frábært,“ sagði Haukur. Hlýtur að vera heimsmet Í lokaorðum greinarinnar er skrifað um að golfíþróttin eigi bjarta framtíð á Íslandi. „Golf hefur vaxið gríðarlega á síðustu tíu til fimmtán árum og við höfum þrefaldað iðkenndatölur okkar síðustu tvo áratugi. Það hefur síðan orðið algjör sprenging á síðustu tveimur árum og nú er sex prósent þjóðarinnar meðlimur í golfklúbbi,“ sagði Haukur. „Á sama tíma erum um fjörutíu þúsund manns sem spila golf. Þannig að tólf prósent þjóðarinnar spilar golf og það hlýtur að vera heimsmet,“ sagði Haukur. Það má finna alla greinina hér. Uppfært: Fyrst var sagt frá því að slátturvélararnar væru hjá GKG en þær eru hjá Golfklúbbi Brautarholts. Golf Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Sjá meira
Greinin birtist undir fyrirsögninni „How Iceland could reshape the world of golf“ eða hvernig Ísland getur breytt golfíþróttinni í heiminum. Í greininni er meðal annars velt fyrir sér af hverju golfvelli þurfi að vera með átján holur og taka sem dæmi Brautarholt völlinn sem er nú tólf holu völlur. Iceland is experiencing a golfing boom unlike almost anywhere else in the world and the golfing culture here could help to reshape the sport as we know it. https://t.co/96yNoOQnjP— CNN (@CNN) November 4, 2021 Blaðamaður er einnig að skoða golfhermana og hvernig þeir hafa hjálpað íslenskum kylfingum að lengja tímabilið sitt. Þar nefnir hann hvernig íslenski fótboltinn lagði grunninn að sínu ævintýri með byggingu innanhúss fótboltahallanna. Hann nefnir þar uppkomu bæði íslenska karla- og kvennalandsliðsins í fótbolta. Hægt að spila hundrað flottustu golfvelli heims Innanhússaðstæða Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar, GKG, vekur einnig athygli CNN en þar af menn fjárfest fyrir tíu milljónir Bandaríkjadala eða 1,3 milljarð íslenskra króna. Þar má meðal annars finna sextán golfherma þar sem möguleiki er að spila hundrað af bestu golfvöllum heimsins. „Við sjáum ungu kylfingana okkar ná miklum framförum í tækninni og verða betri. Við erum að sjá betri sveiflur,“ sagði Úlfar Jónsson, íþróttastjóri GKG, í viðtali við CNN. „Við hverjum að sjálfsögðu okkar kylfinga að spila eins mikið út á völlunum á sumrin og þau geta en síðan geta þau komið hingað og unnið í tækninni yfir vetrartímann,“ sagði Úlfar. Þarna er líka viðtal við Hauk Örn Birgisson, fráfarandi formann Golfsambands Íslands, sem trúir því að fjárfesting eins og þessi hjá GKG eigi eftir að skila betri árangri á stóra sviðinu. „Við erum með golftímabil sem er fimm til sex mánuðir. Það skiptir því miklu máli að fá innanhússaðstöðu og með nýrri tækni hefur þessi aðstaða orðið svo þróuð,“ sagði Haukur Örn Birgisson við CNN. Sjálfbærir golfvellir Það eru þó ekki bara innanhússaðstaðan sem vakti athygli blaðamanns CNN sem var einnig mjög hrifinn af því hvernig golfvellir á Íslandi eru að reyna að vera meira sjálfbærir. Sem gott dæmi um það þá tekur blaðamaður sláttinn á golfvelli Golfklúbbs Brautarholts. Golfklúbbur Brautarholts fjárfesti nefnilega í þrjátíu sjálfvirkum rafmagnssláttuvélum sem nýta sér því íslenska rafmagnið í stað olíu frá útlöndum. „Við erum nú komnir á það stig að rafmagnssláttuvélaranar sjá nú um 98 prósent af golfvellinum,“ sagði Haukur Örn. Haukur hvetur líka erlenda kylfinga til að koma til íslands og spila golf. Ímyndið ykkur PGA mót sem færi fram í miðnætursólinni„Hér er náttúran engu öðru lík. Þegar þú spilar golf á Íslandi þá færðu að upplifa hana um leið. Þú getur spilað golf í kringum hraun, í gömlum gígum, á bökkum jökuláa eða með hveri eins og Geysi rétt hjá þér. Þú getur ekki komist nær náttúrunni við að spila golf,“ sagði Haukur og hann hafði stóra drauma um að fá stórmót til Íslands. „Einn daginn gæti það orðið veruleiki. Ímyndið ykkur PGA mót sem færi fram í miðnætursólinni í júní og júlí. Það yrði frábært,“ sagði Haukur. Hlýtur að vera heimsmet Í lokaorðum greinarinnar er skrifað um að golfíþróttin eigi bjarta framtíð á Íslandi. „Golf hefur vaxið gríðarlega á síðustu tíu til fimmtán árum og við höfum þrefaldað iðkenndatölur okkar síðustu tvo áratugi. Það hefur síðan orðið algjör sprenging á síðustu tveimur árum og nú er sex prósent þjóðarinnar meðlimur í golfklúbbi,“ sagði Haukur. „Á sama tíma erum um fjörutíu þúsund manns sem spila golf. Þannig að tólf prósent þjóðarinnar spilar golf og það hlýtur að vera heimsmet,“ sagði Haukur. Það má finna alla greinina hér. Uppfært: Fyrst var sagt frá því að slátturvélararnar væru hjá GKG en þær eru hjá Golfklúbbi Brautarholts.
Golf Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Sjá meira