Hellisheiðarvirkjun nær kolefnishlutlaus með styrk frá ESB Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2021 11:46 Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix, með tveimur öðrum styrkþegum þegar skrifað var undir samninga í Brussel í morgun. Carbfix er fyrsta kolefnisföngunar og förgunarverkefnið sem fær styrk úr nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins. Carbfix Sex hundruð milljóna króna styrkur sem Carbfix fær úr nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins fjármagnar nýja hreinsistöð sem á að gera Hellisheiðarvirkjun nær alveg kolefnishlutlausa á næstu árum. Skrifað var undir samning um styrkinn á hliðarviðburði COP26-ráðstefnunnar í dag. Carbfix er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur sem hefur þróað aðferð til þess að fanga og farga kolefni með því að binda það í jarðlögum við Hellisheiðarvirkjun. Það er fyrsta kolefnisföngunar- og förgunarverkefnið sem hlýtur styrk úr nýsköpunarsjóðnum. Tilkynnt var um styrkinn í sumar en Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix, skrifaði undir samning um hann við hátíðlega athöfn á hliðarviðburði COP26-loftslagsráðstefnunnar í Brussel í morgun. Kári Helgason, yfirmaður rannsókna og nýsköpunar hjá Carbfix, segir að styrkurinn sé ætlaður fyrir loftslagslausnir sem eru tilbúnar til uppskölunar og fulls reksturs. Hann muni fjármagna lokaskrefið í hreinsun útblásturs frá Hellisheiðarvirkjun. One of the first to sign #InnovationFund grant agreements from live side-event at @COP26 ! Receiving such generous support from the Innovation Fund is a great honour and acknowledgement for a young knowledge-based company such as Carbfix. @edda_ara https://t.co/gRkfAkoTau pic.twitter.com/YErEK0NVW6— Carbfix (@CarbFix) November 5, 2021 Núverandi hreinsistöðvar Carbfix á Hellisheiði fanga um þrjátíu prósent koltvísýrings úr útblástri jarðhitavirkjunarinnar og 75 prósent brennisteinsvetnisins. Til stendur að reisa nýja hreinsistöð sem á að fá nafnið Silfurberg sem er sérstaklega hönnuð til að fanga koltvísýring á sem skilvirkastan hátt. „Við munum ná allavegana 95% af öllu koldíoxíði, það er mjög erfitt að ná þessum síðustu fimm prósentum,“ segir Kári við Vísi. Áætlaður kostnaður við nýju hreinsistöðina er um milljarður króna og dekkar ESB-styrkurinn því um helming hans. Kári segir að þegar stöðin verður tekin í notkun árið 2025 verði Hellisheiðarvirkjun nær kolefnishlutlaus. Hún á að fanga um 34 þúsund tonn af koltvísýringi og tólf þúsund ár af brennisteinsvetni á ári. Kári Helgason, yfirmaður rannsókna og nýsköpunar hjá Carbfix.Vísir/Vilhelm Skrautfjöður að vera fyrsta verkefnið til að fá styrk Kári segir það sérstaka skrautfjöður fyrir Carbfix að vera fyrsta kolefnisförgunarverkefnið sem hlýtur styrk úr nýsköpunarsjóðnum. Fleiri muni væntanlega fylgja í kjölfarið. Styrkurinn sé liður í útbreiðslu Carbfix-aðferðarinnar en hana sé hægt að yfirfæra á til dæmis sement- eða stálframleiðslu sem losar mikið magn koltvísýrings þar sem hentug jarðlög eru til niðurdælingar. Kostnaður við að fanga og farga tonni af koltvísýringi á Hellisheiði er umtalsvert lægri en við kaup á losunarheimildum. Því segir Kári að strax sé kominn hvati til þess að fanga og farga kolefni þar sem aðstæður eru til þess. Carbfix vinnur einnig að tveimur öðrum verkefnum í kolefnisföngun og förgun. Annars vegar að svonefndum loftsugum sem fanga koltvísýring beint úr andrúmslofti og hins vegar innflutningi á koltvísýringi á fljótandi formi sem verður fargað í fyrirhugaðri stöð fyrirtækisins í Straumsvík. Markmið Carbfix er að farga milljónum tonna af koltvísýringi sem er fangaður í Norður-Evrópu og fluttur sjóleiðis til Íslands í förgunarstöð sem nefnist Coda Terminal. Rekstur hennar á að hefjast 2025. Loftslagsmál Evrópusambandið Nýsköpun Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Coda Terminal í Hafnarfirði Tengdar fréttir Byltingarkennd lofthreinsistöð á Hellisheiði Í dag hófst starfsemi í lofthreinsistöðinni Orca skammt frá Hellisheiðarvirkjun sem fangar koltvísýring úr andrúmsloftinu og fargar honum í samstarfi við íslenska nýsköpunarfyrirtækið Carbfix. Þetta er fyrsta lofthreinsistöð þessarar tegundar í heiminum. 8. september 2021 17:08 Loftslagsverkefni Carbfix og ON fær 600 milljóna króna styrk Carbfix og Orka náttúrunnar, dótturfélög Orkuveitu Reykjavíkur, hafa hlotið styrk úr Nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins (Innovation Fund) í verkefnið Silfurberg. 12. ágúst 2021 08:25 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Carbfix er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur sem hefur þróað aðferð til þess að fanga og farga kolefni með því að binda það í jarðlögum við Hellisheiðarvirkjun. Það er fyrsta kolefnisföngunar- og förgunarverkefnið sem hlýtur styrk úr nýsköpunarsjóðnum. Tilkynnt var um styrkinn í sumar en Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix, skrifaði undir samning um hann við hátíðlega athöfn á hliðarviðburði COP26-loftslagsráðstefnunnar í Brussel í morgun. Kári Helgason, yfirmaður rannsókna og nýsköpunar hjá Carbfix, segir að styrkurinn sé ætlaður fyrir loftslagslausnir sem eru tilbúnar til uppskölunar og fulls reksturs. Hann muni fjármagna lokaskrefið í hreinsun útblásturs frá Hellisheiðarvirkjun. One of the first to sign #InnovationFund grant agreements from live side-event at @COP26 ! Receiving such generous support from the Innovation Fund is a great honour and acknowledgement for a young knowledge-based company such as Carbfix. @edda_ara https://t.co/gRkfAkoTau pic.twitter.com/YErEK0NVW6— Carbfix (@CarbFix) November 5, 2021 Núverandi hreinsistöðvar Carbfix á Hellisheiði fanga um þrjátíu prósent koltvísýrings úr útblástri jarðhitavirkjunarinnar og 75 prósent brennisteinsvetnisins. Til stendur að reisa nýja hreinsistöð sem á að fá nafnið Silfurberg sem er sérstaklega hönnuð til að fanga koltvísýring á sem skilvirkastan hátt. „Við munum ná allavegana 95% af öllu koldíoxíði, það er mjög erfitt að ná þessum síðustu fimm prósentum,“ segir Kári við Vísi. Áætlaður kostnaður við nýju hreinsistöðina er um milljarður króna og dekkar ESB-styrkurinn því um helming hans. Kári segir að þegar stöðin verður tekin í notkun árið 2025 verði Hellisheiðarvirkjun nær kolefnishlutlaus. Hún á að fanga um 34 þúsund tonn af koltvísýringi og tólf þúsund ár af brennisteinsvetni á ári. Kári Helgason, yfirmaður rannsókna og nýsköpunar hjá Carbfix.Vísir/Vilhelm Skrautfjöður að vera fyrsta verkefnið til að fá styrk Kári segir það sérstaka skrautfjöður fyrir Carbfix að vera fyrsta kolefnisförgunarverkefnið sem hlýtur styrk úr nýsköpunarsjóðnum. Fleiri muni væntanlega fylgja í kjölfarið. Styrkurinn sé liður í útbreiðslu Carbfix-aðferðarinnar en hana sé hægt að yfirfæra á til dæmis sement- eða stálframleiðslu sem losar mikið magn koltvísýrings þar sem hentug jarðlög eru til niðurdælingar. Kostnaður við að fanga og farga tonni af koltvísýringi á Hellisheiði er umtalsvert lægri en við kaup á losunarheimildum. Því segir Kári að strax sé kominn hvati til þess að fanga og farga kolefni þar sem aðstæður eru til þess. Carbfix vinnur einnig að tveimur öðrum verkefnum í kolefnisföngun og förgun. Annars vegar að svonefndum loftsugum sem fanga koltvísýring beint úr andrúmslofti og hins vegar innflutningi á koltvísýringi á fljótandi formi sem verður fargað í fyrirhugaðri stöð fyrirtækisins í Straumsvík. Markmið Carbfix er að farga milljónum tonna af koltvísýringi sem er fangaður í Norður-Evrópu og fluttur sjóleiðis til Íslands í förgunarstöð sem nefnist Coda Terminal. Rekstur hennar á að hefjast 2025.
Loftslagsmál Evrópusambandið Nýsköpun Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Coda Terminal í Hafnarfirði Tengdar fréttir Byltingarkennd lofthreinsistöð á Hellisheiði Í dag hófst starfsemi í lofthreinsistöðinni Orca skammt frá Hellisheiðarvirkjun sem fangar koltvísýring úr andrúmsloftinu og fargar honum í samstarfi við íslenska nýsköpunarfyrirtækið Carbfix. Þetta er fyrsta lofthreinsistöð þessarar tegundar í heiminum. 8. september 2021 17:08 Loftslagsverkefni Carbfix og ON fær 600 milljóna króna styrk Carbfix og Orka náttúrunnar, dótturfélög Orkuveitu Reykjavíkur, hafa hlotið styrk úr Nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins (Innovation Fund) í verkefnið Silfurberg. 12. ágúst 2021 08:25 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Byltingarkennd lofthreinsistöð á Hellisheiði Í dag hófst starfsemi í lofthreinsistöðinni Orca skammt frá Hellisheiðarvirkjun sem fangar koltvísýring úr andrúmsloftinu og fargar honum í samstarfi við íslenska nýsköpunarfyrirtækið Carbfix. Þetta er fyrsta lofthreinsistöð þessarar tegundar í heiminum. 8. september 2021 17:08
Loftslagsverkefni Carbfix og ON fær 600 milljóna króna styrk Carbfix og Orka náttúrunnar, dótturfélög Orkuveitu Reykjavíkur, hafa hlotið styrk úr Nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins (Innovation Fund) í verkefnið Silfurberg. 12. ágúst 2021 08:25