NBA deildin hefur rannsókn á eiganda Phoenix Suns Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 6. nóvember 2021 18:30 Robert Sarver fagnar því að komast í lokaúrslitin í vor EPA-EFE/ETIENNE LAURENT NBA deildin hefur ákveðið að hefja formlega rannsókn á Robert Sarver, eiganda Phoenix Suns, sem hefur verið í sviðsljósinu undanfarnar vikur eftir að kvissaðist út að það væri á leiðinni fréttaskýring um hans stjórnunarhætti. Nú hefur fréttin verið birt hjá bandaríska fjölmiðlarisanum ESPN. Robert Sarver, eigandi Phoenix Suns, hefur í mörg ár verið gagnrýndur af þeim sem fjalla um NBA deildina. Þó oftast fyrir að vera of mikið með puttana í ákvörðunum tengdum körfuboltanum sjálfum. Nú hefur hins vegar birst fréttaskýring hjá ESPN, skrifuð af blaðamanninum Baxter Holmes, sem málar upp ansi dökka mynd af Sarver. Fyrir umfjöllun ESPN þá hafði blaðamaðurinn Holmes rætt við meira en sjötíu einstaklinga sem tengjast Phoenix liðinu. Sarver er meðal annars ásakaður um kynþáttafordóma. Earl Watson, fyrrum þjálfari liðsins, á að hafa skammað Sarver fyrir að hafa notað n-orðið svokallaða ítrekað en Sarver ekki viljað láta af framferðinu. News story with @wojespn on the NBA launching an investigation with reporting on Suns employees who say they re more than willing to cooperate. Said one: A lot of people view this as their chance to right this ship. https://t.co/j8YBtrN1b1 pic.twitter.com/wEqpCxmlo1— Baxter Holmes (@Baxter) November 4, 2021 Þá er haft eftir minnihlutaeiganda hjá liðinu að Sarver hafi gerst sekur um mikla karlrembu og jafnvel kynferðislega áreitni margoft á þeim 17 árum sem hann hefur átt liðið, en Sarver keypti liðið árið 2004. Atvikin eru margfalt fleiri en NBA deildin segist ætla að rannsaka málið. Forráðamenn Phoenix hafna öllum þessum ásökunum og segja að allt eigi þetta sér eðlilegar skýringar. Ef allt fer á versta veg fyrir Sarver þá gæti NBA deildin skipað honum að selja liðið eins og deildin gerði árið 2012 þegar Donald Sterling, þáverandi eigandi Los Angeles Clippers, var neyddur til þess að selja liðið í kjölfar hneykslismáls sem tengdist kynþáttafordómum. Þar var um að ræða hljóðupptökur en það gæti reynst erfiðara að finna sönnunargögn gegn Sarver. NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Sjá meira
Robert Sarver, eigandi Phoenix Suns, hefur í mörg ár verið gagnrýndur af þeim sem fjalla um NBA deildina. Þó oftast fyrir að vera of mikið með puttana í ákvörðunum tengdum körfuboltanum sjálfum. Nú hefur hins vegar birst fréttaskýring hjá ESPN, skrifuð af blaðamanninum Baxter Holmes, sem málar upp ansi dökka mynd af Sarver. Fyrir umfjöllun ESPN þá hafði blaðamaðurinn Holmes rætt við meira en sjötíu einstaklinga sem tengjast Phoenix liðinu. Sarver er meðal annars ásakaður um kynþáttafordóma. Earl Watson, fyrrum þjálfari liðsins, á að hafa skammað Sarver fyrir að hafa notað n-orðið svokallaða ítrekað en Sarver ekki viljað láta af framferðinu. News story with @wojespn on the NBA launching an investigation with reporting on Suns employees who say they re more than willing to cooperate. Said one: A lot of people view this as their chance to right this ship. https://t.co/j8YBtrN1b1 pic.twitter.com/wEqpCxmlo1— Baxter Holmes (@Baxter) November 4, 2021 Þá er haft eftir minnihlutaeiganda hjá liðinu að Sarver hafi gerst sekur um mikla karlrembu og jafnvel kynferðislega áreitni margoft á þeim 17 árum sem hann hefur átt liðið, en Sarver keypti liðið árið 2004. Atvikin eru margfalt fleiri en NBA deildin segist ætla að rannsaka málið. Forráðamenn Phoenix hafna öllum þessum ásökunum og segja að allt eigi þetta sér eðlilegar skýringar. Ef allt fer á versta veg fyrir Sarver þá gæti NBA deildin skipað honum að selja liðið eins og deildin gerði árið 2012 þegar Donald Sterling, þáverandi eigandi Los Angeles Clippers, var neyddur til þess að selja liðið í kjölfar hneykslismáls sem tengdist kynþáttafordómum. Þar var um að ræða hljóðupptökur en það gæti reynst erfiðara að finna sönnunargögn gegn Sarver.
NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Sjá meira