Innlent

Heimilis­ó­friður reyndust kapp­samir tölvu­leikja­spilarar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Fjögur voru handtekinn í nótt fyrir nytjastuld á ökutæki og þjófnað.
Fjögur voru handtekinn í nótt fyrir nytjastuld á ökutæki og þjófnað. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkuð fjölbreyttum verkefnum í nótt en hún var meðal annars kölluð til vegna slagsmála, heimilisófriðar og vinnupalls sem féll á bifreið í miðborginni.

Slagsmálin áttu sér stað í Hlíðahverfi og voru tveir fluttir á lögreglustöð „til viðræðna“, að því segir í tilkynningu lögreglu. Voru þeir látnir lausir að því loknu.

Tilkynningin um heimilisófrið barst frá einstakling einhvers staðar í póstnúmerinu 113 en þegar betur var að gáð reyndist um að ræða kappsama tölvuleikjaspilara.

Fjögur voru handtekin í 108 grunuð um nytjastuld á ökutæki og þjófnað. Voru þau vistuð í fangageymslum vegna rannsóknar málsins.

Þá stöðvaði lögregla nokkra ökumenn sem eru grunaðir um akstur undir áhrifum en einn þeirra fór yfir á rauðu ljósi og var handtekinn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×