Heimsmeistararnir okkar búa hlið við hlið í sama húsinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2021 08:00 Matthildur Óskarsdóttir ætti að geta sótt sér góð ráð í næstu íbúð. S2 Sport Matthildur Óskarsdóttir varð heimsmeistari ungmenna í klassískri bekkpressu á dögunum en það vita ekki allir að hún er grænmetisæta og fyrrum drottning bekkpressunnar á Íslandi einmitt býr við hliðina á henni. Matthildur varð heimsmeistari í -84 kílóa flokki á dögunum og sýndi mikinn andlegan styrk eftir að hafa gert ógilt í fyrstu lyftu. Hún fór upp með 112,5 kíló í annarri tilraun og setti svo Íslandsmet í opnum flokki með því að lyfta 117,5 kílóum í þriðju tilraun og tryggja sér gullið. Ríkharð Óskar Guðnason hitti Matthildi í gær og ræddi við hana um lífið hjá heimsmeistara. Af hverju endaði hún í kraftlyftingum? Slasaðist í fimleikum og snéri sér að kraftlyftingum „Ég byrjaði í fimleikum og var í fimleikum frá því ég var átta ára þar til að ég þurfti að hætta þegar ég var fjórtán ára. Ég slasaðist og gat ekki lengur hlaupið og hoppað. Þá var mamma að æfa hjá Ingimundi sem er núna þjálfarinn minn. Ég fór á æfingu með henni og svo var ekki aftur snúið,“ sagði Matthildur Óskarsdóttir. Klippa: Rikki G hitti heimsmeistarann í bekkpressu ungmenna En hvað tekur það langan tíma að byggja sig upp í það að geta orðið heimsmeistari í klassískri bekkpressu og vissi hún að hún myndi fara alla leið? „Það var aldrei stefnan að verða heimsmeistari. Ég var búin að lenda í öðru og þriðja sæti en heimsmeistaratitilinn var svolítið langt í burtu fannst mér. Á fyrsta mótinu sló ég einhver fjórtán Íslandsmet þannig að ég sá að ég væri alveg sterk og hafði einhverja framtíð fyrir mér í þessu. Það eru sjö ár síðan ég byrjaði þannig að þetta tekur svolítinn tíma,“ sagði Matthildur. Tíminn á milli æfinga mikilvægur Hún segir líka mikilvægt að hugsa um hvað þú gerir á milli æfinganna eins og að fara á æfingarnar sjálfar. „Ég æfi svona kannski tvo tíma á dag fjórum sinnum í viku en svo er það það sem maður gerir eftir æfingar, hvort maður sofi nóg, borði rétt og allt svona á móti. Æfingarnar eru kannski stysti tíminn,“ sagði Matthildur en hún sér ekki fyrir sér að verða atvinnumaður? „Það er ekki hægt að verða atvinnumaður í kraftlyftingum. Maður fær engan pening fyrir að vinna mót og ég þarf að fjárafla mínar ferðir sjálf. Svo er ég bara í námi og hef þetta svona með,“ sagði Matthildur. „Maður má ekki byrja að keppa í þessu sporti fyrr en maður er fjórtán ára og þá er maður í telpnaflokki fjórtán til átján ára og svo fer maður í ungmennaflokk átján til 24 ára. Næsta ár er seinasta árið mitt í ungmennaflokki og svo fer ég upp í opinn flokk fullorðna,“ sagði Matthildur. En þarf hún að borða einhvern sérstakan hitaeiningafjölda daglega? View this post on Instagram A post shared by Matthildur O skarsdO ttir (@matthilduroskarsdottir) Borðar ekki kjöt „Ég tel ekki ofan í mig. Ég borða þegar ég er svöng og hætti að borða þegar ég er södd. Ég passa upp á það að fá nóg af próteini. Ég er grænmætisæta þannig að ég borða ekki kjöt. Ég fæ próteinið mitt úr baunum, avókadó, hnetum, tófu og öllu svona. Klassískur dagur hjá mér er að vakna átta, mæta í skólann, mæta á æfingu, læra og fara að sofa. Þetta er síðan endurtekið,“ sagði Matthildur brosandi. Matthildur var fljót að nefna fyrirmyndina sína sem hún umgengst síðan í dag. „Fanney Hauksdóttir sem var bekkpressudrottningin hér fyrr á árum var og er alltaf mín fyrirmynd. Það er gaman að segja frá því að við búum hlið við hlið. Það er því eitthvað í húsinu sem við búum í, einhver bekkpressukraftur. Ég myndi segja að hún væri mín helsta fyrirmynd í sportinu,“ sagði Matthildur. Fanney varð heimsmeistari í bekkpressu án búnaðar árið 2016 og Evrópumeistari í klassískri bekkpressu fjögur ár í röð frá 2014 til 2017. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan. Kraftlyftingar Tengdar fréttir „Súrrealískt að fatta svo að ég væri orðin heimsmeistari“ „Ég var alls ekki að hugsa um að verða heimsmeistari og fannst bara geggjað að geta náð silfrinu. Þetta kom mjög skemmtilega á óvart,“ segir Matthildur Óskarsdóttir, nýkrýndur heimsmeistari í bekkpressu. 29. október 2021 12:01 Matthildur heimsmeistari unglinga Matthildur Óskarsdóttir varð í dag heimsmeistari unglinga í klassískri bekkpressu. 29. október 2021 09:22 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Í beinni: Venezia - Fiorentina | Mikilvægur Íslendingaslagur Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Sjá meira
Matthildur varð heimsmeistari í -84 kílóa flokki á dögunum og sýndi mikinn andlegan styrk eftir að hafa gert ógilt í fyrstu lyftu. Hún fór upp með 112,5 kíló í annarri tilraun og setti svo Íslandsmet í opnum flokki með því að lyfta 117,5 kílóum í þriðju tilraun og tryggja sér gullið. Ríkharð Óskar Guðnason hitti Matthildi í gær og ræddi við hana um lífið hjá heimsmeistara. Af hverju endaði hún í kraftlyftingum? Slasaðist í fimleikum og snéri sér að kraftlyftingum „Ég byrjaði í fimleikum og var í fimleikum frá því ég var átta ára þar til að ég þurfti að hætta þegar ég var fjórtán ára. Ég slasaðist og gat ekki lengur hlaupið og hoppað. Þá var mamma að æfa hjá Ingimundi sem er núna þjálfarinn minn. Ég fór á æfingu með henni og svo var ekki aftur snúið,“ sagði Matthildur Óskarsdóttir. Klippa: Rikki G hitti heimsmeistarann í bekkpressu ungmenna En hvað tekur það langan tíma að byggja sig upp í það að geta orðið heimsmeistari í klassískri bekkpressu og vissi hún að hún myndi fara alla leið? „Það var aldrei stefnan að verða heimsmeistari. Ég var búin að lenda í öðru og þriðja sæti en heimsmeistaratitilinn var svolítið langt í burtu fannst mér. Á fyrsta mótinu sló ég einhver fjórtán Íslandsmet þannig að ég sá að ég væri alveg sterk og hafði einhverja framtíð fyrir mér í þessu. Það eru sjö ár síðan ég byrjaði þannig að þetta tekur svolítinn tíma,“ sagði Matthildur. Tíminn á milli æfinga mikilvægur Hún segir líka mikilvægt að hugsa um hvað þú gerir á milli æfinganna eins og að fara á æfingarnar sjálfar. „Ég æfi svona kannski tvo tíma á dag fjórum sinnum í viku en svo er það það sem maður gerir eftir æfingar, hvort maður sofi nóg, borði rétt og allt svona á móti. Æfingarnar eru kannski stysti tíminn,“ sagði Matthildur en hún sér ekki fyrir sér að verða atvinnumaður? „Það er ekki hægt að verða atvinnumaður í kraftlyftingum. Maður fær engan pening fyrir að vinna mót og ég þarf að fjárafla mínar ferðir sjálf. Svo er ég bara í námi og hef þetta svona með,“ sagði Matthildur. „Maður má ekki byrja að keppa í þessu sporti fyrr en maður er fjórtán ára og þá er maður í telpnaflokki fjórtán til átján ára og svo fer maður í ungmennaflokk átján til 24 ára. Næsta ár er seinasta árið mitt í ungmennaflokki og svo fer ég upp í opinn flokk fullorðna,“ sagði Matthildur. En þarf hún að borða einhvern sérstakan hitaeiningafjölda daglega? View this post on Instagram A post shared by Matthildur O skarsdO ttir (@matthilduroskarsdottir) Borðar ekki kjöt „Ég tel ekki ofan í mig. Ég borða þegar ég er svöng og hætti að borða þegar ég er södd. Ég passa upp á það að fá nóg af próteini. Ég er grænmætisæta þannig að ég borða ekki kjöt. Ég fæ próteinið mitt úr baunum, avókadó, hnetum, tófu og öllu svona. Klassískur dagur hjá mér er að vakna átta, mæta í skólann, mæta á æfingu, læra og fara að sofa. Þetta er síðan endurtekið,“ sagði Matthildur brosandi. Matthildur var fljót að nefna fyrirmyndina sína sem hún umgengst síðan í dag. „Fanney Hauksdóttir sem var bekkpressudrottningin hér fyrr á árum var og er alltaf mín fyrirmynd. Það er gaman að segja frá því að við búum hlið við hlið. Það er því eitthvað í húsinu sem við búum í, einhver bekkpressukraftur. Ég myndi segja að hún væri mín helsta fyrirmynd í sportinu,“ sagði Matthildur. Fanney varð heimsmeistari í bekkpressu án búnaðar árið 2016 og Evrópumeistari í klassískri bekkpressu fjögur ár í röð frá 2014 til 2017. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan.
Kraftlyftingar Tengdar fréttir „Súrrealískt að fatta svo að ég væri orðin heimsmeistari“ „Ég var alls ekki að hugsa um að verða heimsmeistari og fannst bara geggjað að geta náð silfrinu. Þetta kom mjög skemmtilega á óvart,“ segir Matthildur Óskarsdóttir, nýkrýndur heimsmeistari í bekkpressu. 29. október 2021 12:01 Matthildur heimsmeistari unglinga Matthildur Óskarsdóttir varð í dag heimsmeistari unglinga í klassískri bekkpressu. 29. október 2021 09:22 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Í beinni: Venezia - Fiorentina | Mikilvægur Íslendingaslagur Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Sjá meira
„Súrrealískt að fatta svo að ég væri orðin heimsmeistari“ „Ég var alls ekki að hugsa um að verða heimsmeistari og fannst bara geggjað að geta náð silfrinu. Þetta kom mjög skemmtilega á óvart,“ segir Matthildur Óskarsdóttir, nýkrýndur heimsmeistari í bekkpressu. 29. október 2021 12:01
Matthildur heimsmeistari unglinga Matthildur Óskarsdóttir varð í dag heimsmeistari unglinga í klassískri bekkpressu. 29. október 2021 09:22
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn