Þungavigtin: Aron hélt að einhver væri að herma eftir Klinsmann Þungavigtin skrifar 10. nóvember 2021 10:30 Kristján Óli Sigurðsson, Rikki G og Mikael Nikulásson mynda Þungavigtina. þungavigtin Aron Jóhannsson segist ekki hafa trúað því þegar Jürgen Klinsmann hringdi í hann og reyndi að fá hann til að spila fyrir bandaríska landsliðið. Sem kunnugt er valdi Aron að spila fyrir bandaríska landsliðið í stað þess íslenska. Hann átti kost á því þar sem hann fæddist í Alabama. Aron lék nítján landsleiki fyrir Bandaríkin og skoraði fjögur mörk á árunum 2013-15. Hann lék meðal annars með bandaríska liðinu á HM í Brasilíu 2014. Aron er kominn aftur til Íslands eftir ellefu ár í atvinnumennsku erlendis og gekk til liðs við Val í síðustu viku. Aron settist niður með Kristjáni Óla Sigurðssyni í Þungavigtinni og fór yfir ferilinn, meðal annars ákvörðunina að spila fyrir Bandaríkin og aðdraganda hennar. Hélt fyrst að þetta væri símaat „Á þessum tíma var ég held ég markahæstur í Danmörku. Þegar maður lítur til baka áttar maður sig ekki á því í augnablikinu hversu stórt það er í rauninni,“ sagði Aron sem hélt að um gabb væri að ræða þegar Klinsmann hafði samband við sig. Aron Jóhannsson hlýðir á bandaríska þjóðsönginn.getty/Marius Becker „Svo var hringt í mig úr útlensku númeri sem ég svaraði ekki og það fór beint í talhólf. Ég hlustaði á það og þá var það Jürgen Klinsmann. Þá hringdi ég beint í Agga [Magnús Agnar Magnússon umboðsmann] og spurði hvað væri að gerast. Ég spurði hvort hann eða einhverjir aðrir væru að fokka í mér.“ Svo reyndist ekki vera og Magnús Agnar tjáði Aroni að Bandaríkjamenn hefðu verið í sambandi við sig í nokkurn tíma. Hann sagði Aroni hins vegar ekki strax af því. En svo fóru hjólin að snúast. Hefði verið stór biti í Bandaríkjunum „Í byrjun var þetta óraunverulegt. Ég hafði ekkert pælt í þessu, að það væri möguleiki að ég spilaði fyrir Bandaríkin. Mér fannst það svo stórt. Ég er alinn upp á Íslandi og á íslenska foreldra. Það væri eðlilegt að ég myndi spila fyrir Ísland. Svo á endanum tók ég ákvörðun um að gera það sem mig langaði að gera,“ sagði Aron. Klippa: Þungavigtin - Hvernig Aron valdi Bandaríkin „Þegar ég lít til baka hefði auðvitað verið geðveikt að fara á EM og HM með Íslandi. En ég fór á HM með Bandaríkjunum og upplifði fullt af öðru. Og ef ekki hefði verið fyrir meiðsli og ég hefði haldið áfram á þessari vegferð með þeim held ég að ég hefði verið svolítið stór biti í Bandaríkjunum. Þú berð það ekkert saman við Ísland.“ Þungavigtin Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Sjá meira
Sem kunnugt er valdi Aron að spila fyrir bandaríska landsliðið í stað þess íslenska. Hann átti kost á því þar sem hann fæddist í Alabama. Aron lék nítján landsleiki fyrir Bandaríkin og skoraði fjögur mörk á árunum 2013-15. Hann lék meðal annars með bandaríska liðinu á HM í Brasilíu 2014. Aron er kominn aftur til Íslands eftir ellefu ár í atvinnumennsku erlendis og gekk til liðs við Val í síðustu viku. Aron settist niður með Kristjáni Óla Sigurðssyni í Þungavigtinni og fór yfir ferilinn, meðal annars ákvörðunina að spila fyrir Bandaríkin og aðdraganda hennar. Hélt fyrst að þetta væri símaat „Á þessum tíma var ég held ég markahæstur í Danmörku. Þegar maður lítur til baka áttar maður sig ekki á því í augnablikinu hversu stórt það er í rauninni,“ sagði Aron sem hélt að um gabb væri að ræða þegar Klinsmann hafði samband við sig. Aron Jóhannsson hlýðir á bandaríska þjóðsönginn.getty/Marius Becker „Svo var hringt í mig úr útlensku númeri sem ég svaraði ekki og það fór beint í talhólf. Ég hlustaði á það og þá var það Jürgen Klinsmann. Þá hringdi ég beint í Agga [Magnús Agnar Magnússon umboðsmann] og spurði hvað væri að gerast. Ég spurði hvort hann eða einhverjir aðrir væru að fokka í mér.“ Svo reyndist ekki vera og Magnús Agnar tjáði Aroni að Bandaríkjamenn hefðu verið í sambandi við sig í nokkurn tíma. Hann sagði Aroni hins vegar ekki strax af því. En svo fóru hjólin að snúast. Hefði verið stór biti í Bandaríkjunum „Í byrjun var þetta óraunverulegt. Ég hafði ekkert pælt í þessu, að það væri möguleiki að ég spilaði fyrir Bandaríkin. Mér fannst það svo stórt. Ég er alinn upp á Íslandi og á íslenska foreldra. Það væri eðlilegt að ég myndi spila fyrir Ísland. Svo á endanum tók ég ákvörðun um að gera það sem mig langaði að gera,“ sagði Aron. Klippa: Þungavigtin - Hvernig Aron valdi Bandaríkin „Þegar ég lít til baka hefði auðvitað verið geðveikt að fara á EM og HM með Íslandi. En ég fór á HM með Bandaríkjunum og upplifði fullt af öðru. Og ef ekki hefði verið fyrir meiðsli og ég hefði haldið áfram á þessari vegferð með þeim held ég að ég hefði verið svolítið stór biti í Bandaríkjunum. Þú berð það ekkert saman við Ísland.“
Þungavigtin Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Sjá meira