Bandarískur blaðamaður ákærður fyrir undirróður og hryðjuverk Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. nóvember 2021 10:14 Fenster hefur setið í fangelsi í Mjanmar í fimm mánuði. AP Bandarískur blaðamaður hefur verið ákærður fyrir uppreisnaráróður og hryðjuverk í Mjanmar. Blaðamaðurinn var handtekinn í maí þegar hann reyndi að flýja landið en hefur verið í haldi hersins síðan þá. Ákærurnar setja nokkuð stórt strik í reikninginn fyrir Bandaríkin, sem hafa reynt að fá blaðamanninn, Danny Fenster, leystan úr haldi og sendan aftur heim til Bandaríkjanna. Fenster, sem er 37 ára gamall, var ritstjóri sjálfstæða fréttavefmiðilsins Frontier Myanmar áður en hann var handtekinn. Óvíst er hvað nákvæmlega felst í þessum ákærum, fyrir hvaða brot hann er raunverulega ákærður. Verði Fenster sakfelldur fyrir hina meintu glæpi gæti hann átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi fyrir hryðjuverkin meintu og tuttugu ára fangelsi fyrir áróðurinn. „Við skiljum ekki hvers vegna fleiri ákærum var bætt við og það er alls ekki gott,“ sagði Than Zaw Aung, lögmaður Fensters, í samtali við Reuters. „Danny er mjög svekktur og sorgmæddur að ákærum gegn honum hafi verið bætt við.“ Bandaríkjastjórn hefur undanfarna mánuði reynt að fá Fenter leystan úr haldi en hann var upprunalega ákærður fyrir undirróður og fleiri brot. Honum er haldið föngum í hinu alræmda Insein fangelsi í Yangon. Nýverið leysti herforingjastjórnin þúsundir úr haldi, sem höfðu verið handsamaðir eftir mótmæli gegn stjórninni eftir valdatöku hennar í vor. Meðal þeirra voru frétta- og blaðamenn en Fenster var ekki í þeim hópi. Herforingjastjórnin hefur hert tökin á frjálsri fjölmiðlun verulega frá valdatöku hennar. Hún hefur dregið til baka heimildir fréttamiðla til að starfa, bannað ýmsar vefsíður og dregið úr heimildum til útsendinga. Þá hafa tugir blaðamanna verið handteknir síðan herforingjastjórnin tók völd þann 1. febrúar. Mjanmar Bandaríkin Tengdar fréttir Sendifulltrúar Sameinuðu þjóðanna sakaðir um lygar af herforingjastjórninni Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur sakað sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna hafi notað óáreiðanlegar heimildir og brotið á fullveldi ríkisins í skýrslu sem þeir unnu fyrir alþjóðastofnunina. 25. október 2021 10:03 Herforingjastjórnin ætli að sleppa 5.600 stjórnarandstæðingum lausum Herforingjastjórnin í Mjanmar segist ætla að sleppa 5.600 pólitískum föngum lausum. Þetta var tilkynnt aðeins dögum eftir að yfirherforingjanum var meinað að mæta á leiðtogafund Sambands Suðaustur-Asíuríkja fyrir að takast ekki að koma á friði í landinu. 18. október 2021 13:47 Mjanmarski herinn handtekur lækna þrátt fyrir metfjölda smitaðra Mjanmarski herinn hefur handtekið fjölda lækna sem hafa starfað í framlínunni í baráttunni gegn Covid-19. Læknarnir hafa starfað sjálfstætt með kórónuveirusjúklingur en heilbrigðiskerfið er að þolmörkum komið í landinu þar sem fjöldi smitaðra hækkar með verjum deginum sem líður. 22. júlí 2021 10:48 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
Ákærurnar setja nokkuð stórt strik í reikninginn fyrir Bandaríkin, sem hafa reynt að fá blaðamanninn, Danny Fenster, leystan úr haldi og sendan aftur heim til Bandaríkjanna. Fenster, sem er 37 ára gamall, var ritstjóri sjálfstæða fréttavefmiðilsins Frontier Myanmar áður en hann var handtekinn. Óvíst er hvað nákvæmlega felst í þessum ákærum, fyrir hvaða brot hann er raunverulega ákærður. Verði Fenster sakfelldur fyrir hina meintu glæpi gæti hann átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi fyrir hryðjuverkin meintu og tuttugu ára fangelsi fyrir áróðurinn. „Við skiljum ekki hvers vegna fleiri ákærum var bætt við og það er alls ekki gott,“ sagði Than Zaw Aung, lögmaður Fensters, í samtali við Reuters. „Danny er mjög svekktur og sorgmæddur að ákærum gegn honum hafi verið bætt við.“ Bandaríkjastjórn hefur undanfarna mánuði reynt að fá Fenter leystan úr haldi en hann var upprunalega ákærður fyrir undirróður og fleiri brot. Honum er haldið föngum í hinu alræmda Insein fangelsi í Yangon. Nýverið leysti herforingjastjórnin þúsundir úr haldi, sem höfðu verið handsamaðir eftir mótmæli gegn stjórninni eftir valdatöku hennar í vor. Meðal þeirra voru frétta- og blaðamenn en Fenster var ekki í þeim hópi. Herforingjastjórnin hefur hert tökin á frjálsri fjölmiðlun verulega frá valdatöku hennar. Hún hefur dregið til baka heimildir fréttamiðla til að starfa, bannað ýmsar vefsíður og dregið úr heimildum til útsendinga. Þá hafa tugir blaðamanna verið handteknir síðan herforingjastjórnin tók völd þann 1. febrúar.
Mjanmar Bandaríkin Tengdar fréttir Sendifulltrúar Sameinuðu þjóðanna sakaðir um lygar af herforingjastjórninni Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur sakað sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna hafi notað óáreiðanlegar heimildir og brotið á fullveldi ríkisins í skýrslu sem þeir unnu fyrir alþjóðastofnunina. 25. október 2021 10:03 Herforingjastjórnin ætli að sleppa 5.600 stjórnarandstæðingum lausum Herforingjastjórnin í Mjanmar segist ætla að sleppa 5.600 pólitískum föngum lausum. Þetta var tilkynnt aðeins dögum eftir að yfirherforingjanum var meinað að mæta á leiðtogafund Sambands Suðaustur-Asíuríkja fyrir að takast ekki að koma á friði í landinu. 18. október 2021 13:47 Mjanmarski herinn handtekur lækna þrátt fyrir metfjölda smitaðra Mjanmarski herinn hefur handtekið fjölda lækna sem hafa starfað í framlínunni í baráttunni gegn Covid-19. Læknarnir hafa starfað sjálfstætt með kórónuveirusjúklingur en heilbrigðiskerfið er að þolmörkum komið í landinu þar sem fjöldi smitaðra hækkar með verjum deginum sem líður. 22. júlí 2021 10:48 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
Sendifulltrúar Sameinuðu þjóðanna sakaðir um lygar af herforingjastjórninni Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur sakað sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna hafi notað óáreiðanlegar heimildir og brotið á fullveldi ríkisins í skýrslu sem þeir unnu fyrir alþjóðastofnunina. 25. október 2021 10:03
Herforingjastjórnin ætli að sleppa 5.600 stjórnarandstæðingum lausum Herforingjastjórnin í Mjanmar segist ætla að sleppa 5.600 pólitískum föngum lausum. Þetta var tilkynnt aðeins dögum eftir að yfirherforingjanum var meinað að mæta á leiðtogafund Sambands Suðaustur-Asíuríkja fyrir að takast ekki að koma á friði í landinu. 18. október 2021 13:47
Mjanmarski herinn handtekur lækna þrátt fyrir metfjölda smitaðra Mjanmarski herinn hefur handtekið fjölda lækna sem hafa starfað í framlínunni í baráttunni gegn Covid-19. Læknarnir hafa starfað sjálfstætt með kórónuveirusjúklingur en heilbrigðiskerfið er að þolmörkum komið í landinu þar sem fjöldi smitaðra hækkar með verjum deginum sem líður. 22. júlí 2021 10:48