Reikna með að skuldaviðmið fari undir 100 prósent í fyrsta sinn í áratugi Eiður Þór Árnason skrifar 10. nóvember 2021 15:21 Yfirvöld í Hafnarfirði reikna með umtalsverðri fólksfjölgun á næstu árum. Vísir/Vilhelm Áætlaður rekstrarafgangur A- og B-hluta Hafnarfjarðarbæjar nemur 842 milljónum króna á árinu 2022. Þá gerir áætlun ráð fyrir að rekstur A-hluta verði jákvæður fyrir afskriftir og fjármagnsliði um 1,1 milljarð króna og afkoma A-hluta jákvæð um 106 milljónir króna. Skuldaviðmið er áætlað um 97% í árslok 2022 en ef það gengur eftir verður það komið undir 100% í fyrsta sinn í áratugi. Þetta kemur fram í tillögu að fjárhagsáætlun næsta árs sem verður lögð fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar í dag. Gert er ráð fyrir að útsvarsprósenta standi óbreytt í 14,48% og að fasteignaskattar á íbúðarhúsnæði verði lækkaðir um tæplega 5% til þess að koma til móts við hækkun fasteignamats. Fram kemur í tilkynningu frá bæjaryfirvöldum að undanfarin misseri hafi verið lögð áhersla á að lágmarka áhrif faraldursins á íbúa Hafnarfjarðar. Samtímis hafi verið unnið að uppbyggingu innviða og nýrra hverfa sem leiða muni til verulegrar fjölgunar íbúa á komandi árum. Sér bærinn fram á áframhaldandi hækkun kjarasamningsbundinna launa og ört vaxandi útgjöld vegna félagslegrar þjónustu sem vegur æ þyngra í rekstri bæjarins. Stefnt er að því að afborganir eldri lána verði umfram nýjar lántökur í A-hluta og að skuldaviðmið Hafnarfjarðarbæjar verði komið niður í 97% í árslok 2022. Ætla að fjárfesta fyrir fimm milljarða „Fjárhagsáætlun næsta árs ber með sér að aðhald í rekstri og varnarviðbrögð bæjaryfirvalda við efnahagslegum áhrifum Covid-faraldursins hafa skilað árangri. Áhersla hefur verið lögð á að verja hagsmuni íbúa án þess að skuldsetja bæjarfélagið, en bæjarsjóður Hafnarfjarðar tók engin lán á yfirstandandi fjárhagsári,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í tilkynningu. Reikna megi með umtalsverðri íbúafjölgun á næstu árum en áætlanir gera ráð fyrir að íbúum fjölgi um 1.500 til 2.000 á ári á næstu fjórum árum. „Við stefnum að því að fjárfesta fyrir rúmlega 5 milljarða króna á árinu 2022, en eins og hjá öðrum sveitarfélögum hefur aukinn launakostnaður haft mikil áhrif á rekstur bæjarins.“ Almennt er gert ráð fyrir að gjaldskrá fyrir árið 2022 haldist óbreytt eða hækki um 2,5%, sem er innan viðbúinna verðlagshækkana. Þá á lækkun vatns- og fráveitugjalda á atvinnuhúsnæði að lækka álögur á fyrirtæki um 145 milljónir króna. Bærinn áætlar að kaupa félagslegar íbúðir fyrir um 500 milljónir króna. Hafnarfjörður Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Skuldaviðmið er áætlað um 97% í árslok 2022 en ef það gengur eftir verður það komið undir 100% í fyrsta sinn í áratugi. Þetta kemur fram í tillögu að fjárhagsáætlun næsta árs sem verður lögð fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar í dag. Gert er ráð fyrir að útsvarsprósenta standi óbreytt í 14,48% og að fasteignaskattar á íbúðarhúsnæði verði lækkaðir um tæplega 5% til þess að koma til móts við hækkun fasteignamats. Fram kemur í tilkynningu frá bæjaryfirvöldum að undanfarin misseri hafi verið lögð áhersla á að lágmarka áhrif faraldursins á íbúa Hafnarfjarðar. Samtímis hafi verið unnið að uppbyggingu innviða og nýrra hverfa sem leiða muni til verulegrar fjölgunar íbúa á komandi árum. Sér bærinn fram á áframhaldandi hækkun kjarasamningsbundinna launa og ört vaxandi útgjöld vegna félagslegrar þjónustu sem vegur æ þyngra í rekstri bæjarins. Stefnt er að því að afborganir eldri lána verði umfram nýjar lántökur í A-hluta og að skuldaviðmið Hafnarfjarðarbæjar verði komið niður í 97% í árslok 2022. Ætla að fjárfesta fyrir fimm milljarða „Fjárhagsáætlun næsta árs ber með sér að aðhald í rekstri og varnarviðbrögð bæjaryfirvalda við efnahagslegum áhrifum Covid-faraldursins hafa skilað árangri. Áhersla hefur verið lögð á að verja hagsmuni íbúa án þess að skuldsetja bæjarfélagið, en bæjarsjóður Hafnarfjarðar tók engin lán á yfirstandandi fjárhagsári,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í tilkynningu. Reikna megi með umtalsverðri íbúafjölgun á næstu árum en áætlanir gera ráð fyrir að íbúum fjölgi um 1.500 til 2.000 á ári á næstu fjórum árum. „Við stefnum að því að fjárfesta fyrir rúmlega 5 milljarða króna á árinu 2022, en eins og hjá öðrum sveitarfélögum hefur aukinn launakostnaður haft mikil áhrif á rekstur bæjarins.“ Almennt er gert ráð fyrir að gjaldskrá fyrir árið 2022 haldist óbreytt eða hækki um 2,5%, sem er innan viðbúinna verðlagshækkana. Þá á lækkun vatns- og fráveitugjalda á atvinnuhúsnæði að lækka álögur á fyrirtæki um 145 milljónir króna. Bærinn áætlar að kaupa félagslegar íbúðir fyrir um 500 milljónir króna.
Hafnarfjörður Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira