Sá fjögur fara í sjóinn og konu reka langt frá landi Lillý Valgerður Pétursdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 10. nóvember 2021 16:39 Eins og sjá má á myndinni voru öldurnar svakalegar við Reynisfjöru síðdegis og lentu fleiri en einn ferðamaður í sjónum. Leiðsögumaður telur hátt í tvö hundruð manns hafa verið í fjörunni þegar slysið varð. David Kelley Björgunarsveitir leita enn ungrar konu sem lenti í sjónum við Reynisfjöru í dag. Leiðsögumaður sem var í fjörunni þegar slysið varð segir aðstæður hafa verið slæmar og mikill öldugangur. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á svæðinu auk þess sem nærstaddur togari verður nýttur til að lýsa upp svæðið þegar fer að rökkva. Leiðsögumaðurinn David Kelley var orðinn hræddur stuttu áður en slysið varð þar sem fólk var að hætta sér of nærri sjónum en öldurnar voru kröftugar. Hann telur að hátt í tvö hundruð ferðamenn hafi verið í fjörunni þegar slysið varð. Sá fjögur fara í sjóinn David Kelley hefur búið og starfað á Íslandi í átján ár. Hann er leiðsögumaður og var með hóp ferðamanna í fjörunni þegar hann tók eftir því að nokkrir ferðamenn úr öðrum hópi voru að reyna að koma sér inn í helli á svæðinu. Stuttu síðar sá hann að fjórir ferðamannanna voru komnir í sjóinn. Þrír komust fljótt á þurrt land en öldurnar drógu þann fjórða út um eitt hundrað metra frá fjörunni. Frá aðstæðum í Reynisfjöru í dag.David Kelley „Ég hringdi í 112 um leið og ég sjá hvað gerðist,“ segir David sem hafði verið að taka myndir þegar slysið varð en kastaði strax frá sér myndavélinni til að hjálpa til við björgun. Hefur oft þurft að hrópa á ferðamenn „Aðstæður voru mjög slæmar og ég varð óttasleginn um leið og ég áttaði mig á hvað hafði gerst,“ segir David. Svona voru aðstæður í Reynisfjöru í gær. Hann hafði samband við Neyðarlínuna klukkan 14:51 en segir að strax hafi verið ljóst að fólkið í fjörunni gat ekki komið konunni til bjargar þar sem hún hafði borist það langt út. Björgunarsveitir nota meðal annars björgunarbát til að leita konunnar. David segir ferðamenn oft á tíðum ekki átta sig á hversu hættulegar aðstæður geti myndast í fjörunni. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni á vettvang.Vísir/Vilhelm „Ég hef oft þurft að hrópa á ferðamenn til að fá þá til að passa sig þegar þeir hætta sér of nærri.“ Skilja ekki náttúruna Þannig hafi þeir sem þekki ekki fjöruna ekki skilning á þeim aðstæðum sem þar geta myndast. „Ferðmennirnir koma oft úr stórborgum og skilja ekki náttúruna og hvers hún er megnug.“ Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir þyrlu Landhelgisgæslunnar mætta á vettvang til að aðstoða við leiðina. Davíð Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að nærstaddur togari verði nýttur til þess að lýsa upp svæðið þegar fer að rökkva. Uppfært klukkan 17:47 Lögreglan á Suðurlandi greinir frá því í tilkynningu að konan hafi fundist látin. Klukkan 14:50 barst neyðarlínu tilkynning um að erlendur ferðamaður hefði farið út með öldu í Reynisfjöru. Voru björgunaraðilar þegar sendir á vettvang. Björgunarsveitir í Rangárvallar- og Skaftafellssýslu hófu þegar leit að ferðamanninum, sem var ung kínversk kona. Einnig komu að leitinni bátasveitir frá Árnessýslu ásamt bát frá Vestmanneyjum og þyrlu Landhelgisgæslunnar. Nú fyrir stundu fann þyrla Landhelgisgæslunnar konuna látna í sjónum við Reynisfjöru. Rannsóknardeild Lögreglustjórans á Suðurlandi rannsakar nú tildrög slyssins. Björgunarsveitir Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Leita manns sem lenti í sjónum í Reynisfjöru Mikill viðbúnaður er í Reynisfjöru þar sem björgunarsveitir leita nú manns sem lenti í sjónum fyrir stundu. 10. nóvember 2021 15:24 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Sjá meira
Leiðsögumaðurinn David Kelley var orðinn hræddur stuttu áður en slysið varð þar sem fólk var að hætta sér of nærri sjónum en öldurnar voru kröftugar. Hann telur að hátt í tvö hundruð ferðamenn hafi verið í fjörunni þegar slysið varð. Sá fjögur fara í sjóinn David Kelley hefur búið og starfað á Íslandi í átján ár. Hann er leiðsögumaður og var með hóp ferðamanna í fjörunni þegar hann tók eftir því að nokkrir ferðamenn úr öðrum hópi voru að reyna að koma sér inn í helli á svæðinu. Stuttu síðar sá hann að fjórir ferðamannanna voru komnir í sjóinn. Þrír komust fljótt á þurrt land en öldurnar drógu þann fjórða út um eitt hundrað metra frá fjörunni. Frá aðstæðum í Reynisfjöru í dag.David Kelley „Ég hringdi í 112 um leið og ég sjá hvað gerðist,“ segir David sem hafði verið að taka myndir þegar slysið varð en kastaði strax frá sér myndavélinni til að hjálpa til við björgun. Hefur oft þurft að hrópa á ferðamenn „Aðstæður voru mjög slæmar og ég varð óttasleginn um leið og ég áttaði mig á hvað hafði gerst,“ segir David. Svona voru aðstæður í Reynisfjöru í gær. Hann hafði samband við Neyðarlínuna klukkan 14:51 en segir að strax hafi verið ljóst að fólkið í fjörunni gat ekki komið konunni til bjargar þar sem hún hafði borist það langt út. Björgunarsveitir nota meðal annars björgunarbát til að leita konunnar. David segir ferðamenn oft á tíðum ekki átta sig á hversu hættulegar aðstæður geti myndast í fjörunni. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni á vettvang.Vísir/Vilhelm „Ég hef oft þurft að hrópa á ferðamenn til að fá þá til að passa sig þegar þeir hætta sér of nærri.“ Skilja ekki náttúruna Þannig hafi þeir sem þekki ekki fjöruna ekki skilning á þeim aðstæðum sem þar geta myndast. „Ferðmennirnir koma oft úr stórborgum og skilja ekki náttúruna og hvers hún er megnug.“ Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir þyrlu Landhelgisgæslunnar mætta á vettvang til að aðstoða við leiðina. Davíð Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að nærstaddur togari verði nýttur til þess að lýsa upp svæðið þegar fer að rökkva. Uppfært klukkan 17:47 Lögreglan á Suðurlandi greinir frá því í tilkynningu að konan hafi fundist látin. Klukkan 14:50 barst neyðarlínu tilkynning um að erlendur ferðamaður hefði farið út með öldu í Reynisfjöru. Voru björgunaraðilar þegar sendir á vettvang. Björgunarsveitir í Rangárvallar- og Skaftafellssýslu hófu þegar leit að ferðamanninum, sem var ung kínversk kona. Einnig komu að leitinni bátasveitir frá Árnessýslu ásamt bát frá Vestmanneyjum og þyrlu Landhelgisgæslunnar. Nú fyrir stundu fann þyrla Landhelgisgæslunnar konuna látna í sjónum við Reynisfjöru. Rannsóknardeild Lögreglustjórans á Suðurlandi rannsakar nú tildrög slyssins.
Klukkan 14:50 barst neyðarlínu tilkynning um að erlendur ferðamaður hefði farið út með öldu í Reynisfjöru. Voru björgunaraðilar þegar sendir á vettvang. Björgunarsveitir í Rangárvallar- og Skaftafellssýslu hófu þegar leit að ferðamanninum, sem var ung kínversk kona. Einnig komu að leitinni bátasveitir frá Árnessýslu ásamt bát frá Vestmanneyjum og þyrlu Landhelgisgæslunnar. Nú fyrir stundu fann þyrla Landhelgisgæslunnar konuna látna í sjónum við Reynisfjöru. Rannsóknardeild Lögreglustjórans á Suðurlandi rannsakar nú tildrög slyssins.
Björgunarsveitir Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Leita manns sem lenti í sjónum í Reynisfjöru Mikill viðbúnaður er í Reynisfjöru þar sem björgunarsveitir leita nú manns sem lenti í sjónum fyrir stundu. 10. nóvember 2021 15:24 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Sjá meira
Leita manns sem lenti í sjónum í Reynisfjöru Mikill viðbúnaður er í Reynisfjöru þar sem björgunarsveitir leita nú manns sem lenti í sjónum fyrir stundu. 10. nóvember 2021 15:24