Conte tekur til hjá Tottenham: Langir myndbandsfundir, engar sósur og æfingar sem keyra menn út Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. nóvember 2021 23:30 Conte er líflegur á hliðarlínunni. EPA-EFE/NEIL HALL Antonio Conte hefur heldur betur látið til sín taka á fyrstu dögunum sem þjálfari Tottenham Hotspur. Tekið hefur verið til í mataræði leikmanna og þá var föstudagsæfingin svo erfið að menn voru örmagna. Conte er ekki mikið fyrir að tvínóna við hlutina og var ekki lengi að láta leikmenn vita hver fer með völdin nú hjá Tottenham. Fyrsta æfingin hans var svo erfið að menn litu út fyrir að þeir hefðu hlaupið maraþon frekar en fótboltaæfingu. Þetta passar við lýsingu ítalska varnarjaxlsins Giorgio Chiellini sem lýsti því að menn væru ekki þreyttir eftir æfingar Conte heldur svo gott sem dánir. -"Dead" #THFC players looked like they'd run marathon post-training- Conte told players after Vitesse game that handful were overweight- 75-min video analysis of the game + diet changedInside Conte's first week - w @JackPittBrooke + @JamesHorncastlehttps://t.co/yJcFtJDOCM— Charlie Eccleshare (@CDEccleshare) November 10, 2021 Sumir leikmanna Tottenham höfðu spilað í 3-2 sigrinum gegn Vitesse í Sambandsdeild Evrópu. Aðeins tólf tímum síðar voru þeir mættir á á mest krefjandi æfingu félagsins síðan Mauricio Pochettino var þjálfari þess. Fyrir títtnefnda æfingu var myndbandsfundur þar sem farið var yfir leikinn gegn Vitesse. Sá fundur átti að vera 20 mínútur en endaði á að vera 75 mínútur og hófst æfingin ekki fyrr en rúmlega klukkustund eftir að hún átti að hefjast. Conte telur fullmarga leikmenn liðsins vera í yfirþyngd – allavega þegar kemur að leikmönnum á hæsta getustigi – og hefur því ákveðið að taka til í mötuneyti félagsins. Conte vill taka til hendinni.EPA-EFE/ANDREW YATES Þungur matur og samlokur að loknum æfingum heyra sögunni til. Sömu sögu er að segja af tómatsósu og mæjónesi. Ávaxtasafi verður af skornum skammti og verður matur ekki lengur eldaður upp úr olíu og smjöri. Þá vill Conte að leikmenn sínir borði meira af ávöxtum. Tottenham er sem stendur í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 16 stig að loknum 11 leikjum. Nú er bara að bíða og sjá hvort breytingar Conte hafi tilætluð áhrif og Tottenham lyfti sér upp töfluna. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira
Conte er ekki mikið fyrir að tvínóna við hlutina og var ekki lengi að láta leikmenn vita hver fer með völdin nú hjá Tottenham. Fyrsta æfingin hans var svo erfið að menn litu út fyrir að þeir hefðu hlaupið maraþon frekar en fótboltaæfingu. Þetta passar við lýsingu ítalska varnarjaxlsins Giorgio Chiellini sem lýsti því að menn væru ekki þreyttir eftir æfingar Conte heldur svo gott sem dánir. -"Dead" #THFC players looked like they'd run marathon post-training- Conte told players after Vitesse game that handful were overweight- 75-min video analysis of the game + diet changedInside Conte's first week - w @JackPittBrooke + @JamesHorncastlehttps://t.co/yJcFtJDOCM— Charlie Eccleshare (@CDEccleshare) November 10, 2021 Sumir leikmanna Tottenham höfðu spilað í 3-2 sigrinum gegn Vitesse í Sambandsdeild Evrópu. Aðeins tólf tímum síðar voru þeir mættir á á mest krefjandi æfingu félagsins síðan Mauricio Pochettino var þjálfari þess. Fyrir títtnefnda æfingu var myndbandsfundur þar sem farið var yfir leikinn gegn Vitesse. Sá fundur átti að vera 20 mínútur en endaði á að vera 75 mínútur og hófst æfingin ekki fyrr en rúmlega klukkustund eftir að hún átti að hefjast. Conte telur fullmarga leikmenn liðsins vera í yfirþyngd – allavega þegar kemur að leikmönnum á hæsta getustigi – og hefur því ákveðið að taka til í mötuneyti félagsins. Conte vill taka til hendinni.EPA-EFE/ANDREW YATES Þungur matur og samlokur að loknum æfingum heyra sögunni til. Sömu sögu er að segja af tómatsósu og mæjónesi. Ávaxtasafi verður af skornum skammti og verður matur ekki lengur eldaður upp úr olíu og smjöri. Þá vill Conte að leikmenn sínir borði meira af ávöxtum. Tottenham er sem stendur í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 16 stig að loknum 11 leikjum. Nú er bara að bíða og sjá hvort breytingar Conte hafi tilætluð áhrif og Tottenham lyfti sér upp töfluna.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira