Jónatan: Þetta er það sem ég veit að býr í liðinu mínu Árni Gísli Magnússon skrifar 10. nóvember 2021 20:46 Jónatan var sáttur með sigur sinna manna. Vísir/Vilhelm Jóntani Magnússyni, þjálfara KA, var nokkuð létt eftir fjögurra marka sigur síns liðs gegn Fram í KA heimilinu. Liðið var aðeins með 4 stig úr fyrstu sex leikjunum fyrir viðreign kvöldsins en Fram með 8 stig. KA tók forystuna snemma í leiknum og hélt henni í kringum fimm mörkin nær allan leikinn. Lokatölur 37-33 KA í vil. Undirritaður spurði Jónatan strax hvort það væri ekki mikill léttir að fá sigur í dag? „Jú það er frábær tilfinning, langt síðan að síðasti kom og ég var bara mjög ánægður með sigurinn og ánægður með mína menn. Hrikalega ánægður með mannskapinn í dag.” Um miðbik fyrri hálfleiks breytti KA stöðunni úr 7-6 í 12-6 á rúmlega fjögurra mínútna kafla sem gerði heimamönnum auðveldara fyrir til þess að klára verkið. „Mér fannst við vera varnarlega mjög góðir í allan fyrri hálfleik nánast og mér fannst við í raun geta farið með meira forskot inn í hálfleikinn en við náðum aðeins að keyra á þá þarna og þá kom smá forskot. Seinni hálfleikurinn var svona frekar skrítinn en 37 mörk skoruð og það dugar yfirleitt til þess að vinna.” Leikurinn endar 37-33 sem er nokkuð hátt skor og vill Jónatan meina að tempóið í seinni hálfleik hafi meðal annars valdið því en segir varnarleikinn í fyrri hálfleik hafa verið góðan. „Það kom meira tempó í seinni hálfleiknum hjá báðum liðum. Framararnir þurftu að reyna saxa á þetta þannig að það var miklu meira tempó og fleiri sóknir í seinni hálfleik en varnarleikurinn og markvarslan datt þá líka aðeins niður í seinni hálfleik þannig að varnarlega vorum við ekki eins góðir eins og tölurnar segja.” „Það sem ég tek úr þessu núna er bara að það er gott að vinna, gott fyrir okkur, gott fyrir leikmennina, gott fyrir áhorfendur, það var frábær stuðningur hjá okkur eins og oft og það er það sem við verðum að byggja á. Við erum í stigasöfnun og tökum það úr þessum leik; ánægður með frammistöðuna og eitthvað til að byggja á fyrir næstu leiki.” KA hefur ekki byrjað mótið nægilega vel en virtust hafa nýtt landsleikjapásuna vel til þess að slípa sig saman. „Já við náttúrulega gerðum það og svo auðvitað náttúrulega fórum við aðeins í það að slípa okkur saman. Okkur hefur eðlilega ekki fundist við ná góðum takti í þessum síðustu leikjum en það býr mikið í liðinu mínu og mér fannst mínir menn bara svara því núna.” „Það voru margir góðir og margir að leggja inn og við vorum að fá framlag frá mörgum og það er það sem ég er mest ánægður með og bara vongóður um að við getum haldið þessari frammistöðu áfram því þetta er það sem ég veit að býr í liðinu mínu.” Ólafur Gústafsson byrjaði leikinn í dag á því að negla inn fyrstu þremur mörkum KA og hélt svo dampi út leikinn með því að skora 8 mörk úr 11 skotum. „Hann tók fleiri skot núna heldur en í undanförnum leikjum og það er líka svolítið það að hann fékk færin í dag og hann spilaði mjög vel ásamt fleirum”, sagði Jónatan að lokum sáttur með stigin tvö. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. KA Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Fram 37-33 | Heimamenn með góðan sigur KA og Fram mættust í 7. umferð Olís-deildar karla í handbolta nú í kvöld þar sem heimamenn fóru með nokkuð öruggan sigur af hólmi í miklum markaleik, lokatölur 37-33. 10. nóvember 2021 19:35 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Sjá meira
Liðið var aðeins með 4 stig úr fyrstu sex leikjunum fyrir viðreign kvöldsins en Fram með 8 stig. KA tók forystuna snemma í leiknum og hélt henni í kringum fimm mörkin nær allan leikinn. Lokatölur 37-33 KA í vil. Undirritaður spurði Jónatan strax hvort það væri ekki mikill léttir að fá sigur í dag? „Jú það er frábær tilfinning, langt síðan að síðasti kom og ég var bara mjög ánægður með sigurinn og ánægður með mína menn. Hrikalega ánægður með mannskapinn í dag.” Um miðbik fyrri hálfleiks breytti KA stöðunni úr 7-6 í 12-6 á rúmlega fjögurra mínútna kafla sem gerði heimamönnum auðveldara fyrir til þess að klára verkið. „Mér fannst við vera varnarlega mjög góðir í allan fyrri hálfleik nánast og mér fannst við í raun geta farið með meira forskot inn í hálfleikinn en við náðum aðeins að keyra á þá þarna og þá kom smá forskot. Seinni hálfleikurinn var svona frekar skrítinn en 37 mörk skoruð og það dugar yfirleitt til þess að vinna.” Leikurinn endar 37-33 sem er nokkuð hátt skor og vill Jónatan meina að tempóið í seinni hálfleik hafi meðal annars valdið því en segir varnarleikinn í fyrri hálfleik hafa verið góðan. „Það kom meira tempó í seinni hálfleiknum hjá báðum liðum. Framararnir þurftu að reyna saxa á þetta þannig að það var miklu meira tempó og fleiri sóknir í seinni hálfleik en varnarleikurinn og markvarslan datt þá líka aðeins niður í seinni hálfleik þannig að varnarlega vorum við ekki eins góðir eins og tölurnar segja.” „Það sem ég tek úr þessu núna er bara að það er gott að vinna, gott fyrir okkur, gott fyrir leikmennina, gott fyrir áhorfendur, það var frábær stuðningur hjá okkur eins og oft og það er það sem við verðum að byggja á. Við erum í stigasöfnun og tökum það úr þessum leik; ánægður með frammistöðuna og eitthvað til að byggja á fyrir næstu leiki.” KA hefur ekki byrjað mótið nægilega vel en virtust hafa nýtt landsleikjapásuna vel til þess að slípa sig saman. „Já við náttúrulega gerðum það og svo auðvitað náttúrulega fórum við aðeins í það að slípa okkur saman. Okkur hefur eðlilega ekki fundist við ná góðum takti í þessum síðustu leikjum en það býr mikið í liðinu mínu og mér fannst mínir menn bara svara því núna.” „Það voru margir góðir og margir að leggja inn og við vorum að fá framlag frá mörgum og það er það sem ég er mest ánægður með og bara vongóður um að við getum haldið þessari frammistöðu áfram því þetta er það sem ég veit að býr í liðinu mínu.” Ólafur Gústafsson byrjaði leikinn í dag á því að negla inn fyrstu þremur mörkum KA og hélt svo dampi út leikinn með því að skora 8 mörk úr 11 skotum. „Hann tók fleiri skot núna heldur en í undanförnum leikjum og það er líka svolítið það að hann fékk færin í dag og hann spilaði mjög vel ásamt fleirum”, sagði Jónatan að lokum sáttur með stigin tvö. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
KA Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Fram 37-33 | Heimamenn með góðan sigur KA og Fram mættust í 7. umferð Olís-deildar karla í handbolta nú í kvöld þar sem heimamenn fóru með nokkuð öruggan sigur af hólmi í miklum markaleik, lokatölur 37-33. 10. nóvember 2021 19:35 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Sjá meira
Leik lokið: KA - Fram 37-33 | Heimamenn með góðan sigur KA og Fram mættust í 7. umferð Olís-deildar karla í handbolta nú í kvöld þar sem heimamenn fóru með nokkuð öruggan sigur af hólmi í miklum markaleik, lokatölur 37-33. 10. nóvember 2021 19:35