Efnilegasta skautakona Íslands þurfti að láta færa nýra til í sex tíma aðgerð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2021 08:01 Það mun taka Ísold Fönn Vilhjálmsdóttur marga mánuði að koma sér aftur í keppnisform. Hér sést hún eftir aðgerðina. Instagram/@isold_fonn Skautakonan Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir verður að taka sér frí frá íþrótt sinni á næstunni eftir að hafa greinst með slagæðaþrengsli eða Artery Compression Syndrome. Ísold Fönn sem er fimmtán ára gömul síðan í júlí sagði frá aðgerðinni sinni á samfélagsmiðlum og þar kom einnig fram að hún verður frá keppni í langan tíma vegna veikinda sinna. Ísold Fönn er efnilegasta skautakona Íslands og var meðal annars fyrst Íslendinga til að ná þreföldu flippstökki í móti í listhlaupi á skautum og fá það dæmt gilt. Hún hefur undanfarið búið og skautað erlendis þar á meðal í Champéry undir stjórn Stéphane Lambiel, sem er tvöfaldur heimsmeistari á listskautum og silfurverðlaunahafi á Ólympíuleikum. „Hæ öll. Ég þarf að segja ykkur fréttir af heilsu minni,“ byrjaði Ísold Fönn pistil sinn á Instagram en hann má sjá allan hér fyrir ofan. Hún skrifaði hann á ensku. View this post on Instagram A post shared by Ísold Fönn (@isold_fonn) „Nýlega greindist ég með artery compression syndrome á þremur stöðum. Þetta hefur haft mikil áhrif á æfingar mínar í langan tíma og ég er svo fegin að það hafi komið í ljós hvað var að angra mig,“ skrifaði Ísold. „Í síðustu viku þá fór ég í stóra aðgerð á kviðnum til að laga allar slagæðaþrengingarnar en í aðgerðinni kom í ljós að nýrað mitt var ekki á réttum stað og var fyrir vikið að fá mjög lítið blóð. Þetta var allt lagað í sex og hálfs klukkutíma aðgerð sem gekk mjög vel,“ skrifaði Ísold. „Endurhæfingin verður langhlaup. Þetta tekur fjóra til sex mánuði að gróa innan í mér en ef allt gengur vel þá ætti ég að geta byrjað aftur í íþróttum eftir eitt ár,“ skrifaði Ísold. Ísold hefur eins og áður sagði lengi verið ein efnilegasta skautakona landsins en hún hefur unnið fjölmarga titla bæði hér heima og erlendis. Hún byrjaði að skauta á tjörnunum heima þegar hún bjó á hæsta byggða bóli landsins, Möðrudal á Fjöllum. Þegar hún fór í grunnskóla á Akureyri fór hún að æfa með Skautafélagi Akureyrar en hefur síðustu ár verið mikið erlendis hjá færum þjálfurum eftir að hæfileikar hennar komu betur í ljós. Skautaíþróttir Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Sjá meira
Ísold Fönn sem er fimmtán ára gömul síðan í júlí sagði frá aðgerðinni sinni á samfélagsmiðlum og þar kom einnig fram að hún verður frá keppni í langan tíma vegna veikinda sinna. Ísold Fönn er efnilegasta skautakona Íslands og var meðal annars fyrst Íslendinga til að ná þreföldu flippstökki í móti í listhlaupi á skautum og fá það dæmt gilt. Hún hefur undanfarið búið og skautað erlendis þar á meðal í Champéry undir stjórn Stéphane Lambiel, sem er tvöfaldur heimsmeistari á listskautum og silfurverðlaunahafi á Ólympíuleikum. „Hæ öll. Ég þarf að segja ykkur fréttir af heilsu minni,“ byrjaði Ísold Fönn pistil sinn á Instagram en hann má sjá allan hér fyrir ofan. Hún skrifaði hann á ensku. View this post on Instagram A post shared by Ísold Fönn (@isold_fonn) „Nýlega greindist ég með artery compression syndrome á þremur stöðum. Þetta hefur haft mikil áhrif á æfingar mínar í langan tíma og ég er svo fegin að það hafi komið í ljós hvað var að angra mig,“ skrifaði Ísold. „Í síðustu viku þá fór ég í stóra aðgerð á kviðnum til að laga allar slagæðaþrengingarnar en í aðgerðinni kom í ljós að nýrað mitt var ekki á réttum stað og var fyrir vikið að fá mjög lítið blóð. Þetta var allt lagað í sex og hálfs klukkutíma aðgerð sem gekk mjög vel,“ skrifaði Ísold. „Endurhæfingin verður langhlaup. Þetta tekur fjóra til sex mánuði að gróa innan í mér en ef allt gengur vel þá ætti ég að geta byrjað aftur í íþróttum eftir eitt ár,“ skrifaði Ísold. Ísold hefur eins og áður sagði lengi verið ein efnilegasta skautakona landsins en hún hefur unnið fjölmarga titla bæði hér heima og erlendis. Hún byrjaði að skauta á tjörnunum heima þegar hún bjó á hæsta byggða bóli landsins, Möðrudal á Fjöllum. Þegar hún fór í grunnskóla á Akureyri fór hún að æfa með Skautafélagi Akureyrar en hefur síðustu ár verið mikið erlendis hjá færum þjálfurum eftir að hæfileikar hennar komu betur í ljós.
Skautaíþróttir Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Sjá meira