Lýsa hóflegri bjartsýni yfir sameiginlegri yfirlýsingu Bandaríkjanna og Kína Gunnar Reynir Valþórsson og Kjartan Kjartansson skrifa 11. nóvember 2021 07:05 Leiðtogarnir hyggjast ræða saman á Zoom-fundi. Loftslagsaðgerðarsinnar og leiðtogar annarra ríkja hafa tekið fregnum af sameiginlegri yfirlýsingu Bandaríkjamanna og Kínverja vel en með varfærni þó. Í gær kom óvænt yfirlýsing frá þjóðunum tveimur inn á COP26 ráðstefnuna í Glasgow þar sem þær heita því að vinna sameiginlega að því að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráðu líkt og Parísarsamkomulagið gerir ráð fyrir. Þessar tvær þjóðir eru ábyrgar fyrir um 40 prósentum af öllum koltvísýringi sem sleppur út í andrúmsloftið og því skipta ákvarðanir þeirra miklu máli. Að auki hafa samskipti ríkjanna ekki verið með besta móti síðustu ár og því kom það mörgum á óvart að þau séu nú tilbúin til að slíðra sverðin til að takast á við vandann. Búist er við því að Joe Biden forseti Bandaríkjanna og Xi Jinping, forseti Kína, hittist á Zoom-fundi jafnvel strax í næstu viku til að ræða þessi mál betur. Antonio Guterres framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði yfirlýsinguna skref í rétta átt og undir það tekur yfirmaður ESB í loftslagsmálum, Frans Timmermans. Samkomlag stórveldanna kveður á um að þau auki samvinnu sína og hraði aðgerðum til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til að mæta markmiðum Parísarsamkomulagsins. Kínversk stjórnvöld samþykktu jafnframt í fyrsta skipti á taka á leka metangass. Ríkin tvö ætla að deila tækni til þess að koma í veg fyrir losun metans sem er enn öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur en skammlífari í andrúmsloftinu. Bæði ríki ætla að uppfæra landsmarkmið sín um samdrátt í losun fyrir árið 2035 eftir fjögur ár. Kínastjórn ætlar ennfremur að gera sitt besta til að hraða áformum um að draga úr kolanotku á seinni helmingi þessa áratugs, að sögn AP-fréttastofunnar. Yfirlýsing ríkjanna kom mörgum á óvart í gær. Þau hafa eldað grátt silfur saman vegna ýmissa mála að undanförnu. Joe Biden Bandaríkjaforseti skaut meðal annars á Xi Jinping, forseta Kína, og Vladímír Pútín, forseta Rússlands, fyrir að þeir mættu ekki á loftslagsráðstefnuna í síðustu viku. „Þetta gagnast ekki aðeins löndunum okkar tveimur heldur öllum heiminum, að tvö stórveldi í heiminum, Kína og Bandaríkin, axli sérstaklega alþjóðlega ábyrgð og skyldur,“ sagði Xie Zhenhua, sendifulltrúi Kína á loftslagsráðstefnunni. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Bandaríkin Kína Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Þessar tvær þjóðir eru ábyrgar fyrir um 40 prósentum af öllum koltvísýringi sem sleppur út í andrúmsloftið og því skipta ákvarðanir þeirra miklu máli. Að auki hafa samskipti ríkjanna ekki verið með besta móti síðustu ár og því kom það mörgum á óvart að þau séu nú tilbúin til að slíðra sverðin til að takast á við vandann. Búist er við því að Joe Biden forseti Bandaríkjanna og Xi Jinping, forseti Kína, hittist á Zoom-fundi jafnvel strax í næstu viku til að ræða þessi mál betur. Antonio Guterres framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði yfirlýsinguna skref í rétta átt og undir það tekur yfirmaður ESB í loftslagsmálum, Frans Timmermans. Samkomlag stórveldanna kveður á um að þau auki samvinnu sína og hraði aðgerðum til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til að mæta markmiðum Parísarsamkomulagsins. Kínversk stjórnvöld samþykktu jafnframt í fyrsta skipti á taka á leka metangass. Ríkin tvö ætla að deila tækni til þess að koma í veg fyrir losun metans sem er enn öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur en skammlífari í andrúmsloftinu. Bæði ríki ætla að uppfæra landsmarkmið sín um samdrátt í losun fyrir árið 2035 eftir fjögur ár. Kínastjórn ætlar ennfremur að gera sitt besta til að hraða áformum um að draga úr kolanotku á seinni helmingi þessa áratugs, að sögn AP-fréttastofunnar. Yfirlýsing ríkjanna kom mörgum á óvart í gær. Þau hafa eldað grátt silfur saman vegna ýmissa mála að undanförnu. Joe Biden Bandaríkjaforseti skaut meðal annars á Xi Jinping, forseta Kína, og Vladímír Pútín, forseta Rússlands, fyrir að þeir mættu ekki á loftslagsráðstefnuna í síðustu viku. „Þetta gagnast ekki aðeins löndunum okkar tveimur heldur öllum heiminum, að tvö stórveldi í heiminum, Kína og Bandaríkin, axli sérstaklega alþjóðlega ábyrgð og skyldur,“ sagði Xie Zhenhua, sendifulltrúi Kína á loftslagsráðstefnunni.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Bandaríkin Kína Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira