Mætti á æfingu daginn eftir alvarlegt bílslys í Eyjafirði: „Ótrúlegt að hann skyldi sleppa lifandi“ Sindri Sverrisson skrifar 11. nóvember 2021 12:00 Eric Fongue slapp vel á mánudaginn og getur spilað með Þór í kvöld. Hér er hann á liðsmynd í treyju sinni númer 12. Mynd/Palli Jóh Leikmaður körfuknattleiksliðs Þórs á Akureyri getur prísað sig sælan að hafa sloppið óskaddaður eftir alvarlegt bílslys á mánudaginn. Svisslendingurinn Eric Fongue verður með Þór í kvöld þegar liðið mætir Keflavík í Subway-deildinni, þrátt fyrir að hafa endað á spítala eftir alvarlegt bílslys. Fongue var að nálgast Akureyri, nánar tiltekið á Moldhaugnahálsi, þegar bifreið hans rann yfir á öfugan vegarhelming og framan á bifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra slösuðust ökumaður og farþegi hinnar bifreiðarinnar töluvert en nánari upplýsingar fengust ekki. Þeir voru líkt og Fongue fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri og loka þurfti fyrir umferð á hringveginum í um tvær klukkustundir. Bjarki Ármann Oddsson, þjálfari Þórs, segir mikla mildi að Fongue skyldi ekki slasast lífshættulega. „Bíllinn er í tætlum. Það er ótrúlegt að hann skyldi sleppa lifandi,“ sagði Bjarki við Vísi og bætti við Fongue hefði ótrúlegt en satt verið mættur á æfingu strax á þriðjudag. Annar Svisslendingur kominn en meiddist Erlendir leikmenn Þórs, og þar með félagið sjálft, hafa ekki haft heppnina með sér það sem af er leiktíð. Írinn Jordan Blount og Bandaríkjamaðurinn Jonathan Lawton eru báðir farnir heim vegna meiðsla. Jeremy Landendbergue, landi Fongue frá Sviss, er nýkominn til landsins en meiddist á æfingu og er óvíst að hann geti spilað gegn Keflavík í kvöld. Bandaríkjamaðurinn Reggie Keely á svo eftir að fá leikheimild en hann kemur til landsins á morgun. Þór er eina stigalausa liðið í Subway-deildinni, eftir fimm umferðir. Subway-deild karla Þór Akureyri Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira
Svisslendingurinn Eric Fongue verður með Þór í kvöld þegar liðið mætir Keflavík í Subway-deildinni, þrátt fyrir að hafa endað á spítala eftir alvarlegt bílslys. Fongue var að nálgast Akureyri, nánar tiltekið á Moldhaugnahálsi, þegar bifreið hans rann yfir á öfugan vegarhelming og framan á bifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra slösuðust ökumaður og farþegi hinnar bifreiðarinnar töluvert en nánari upplýsingar fengust ekki. Þeir voru líkt og Fongue fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri og loka þurfti fyrir umferð á hringveginum í um tvær klukkustundir. Bjarki Ármann Oddsson, þjálfari Þórs, segir mikla mildi að Fongue skyldi ekki slasast lífshættulega. „Bíllinn er í tætlum. Það er ótrúlegt að hann skyldi sleppa lifandi,“ sagði Bjarki við Vísi og bætti við Fongue hefði ótrúlegt en satt verið mættur á æfingu strax á þriðjudag. Annar Svisslendingur kominn en meiddist Erlendir leikmenn Þórs, og þar með félagið sjálft, hafa ekki haft heppnina með sér það sem af er leiktíð. Írinn Jordan Blount og Bandaríkjamaðurinn Jonathan Lawton eru báðir farnir heim vegna meiðsla. Jeremy Landendbergue, landi Fongue frá Sviss, er nýkominn til landsins en meiddist á æfingu og er óvíst að hann geti spilað gegn Keflavík í kvöld. Bandaríkjamaðurinn Reggie Keely á svo eftir að fá leikheimild en hann kemur til landsins á morgun. Þór er eina stigalausa liðið í Subway-deildinni, eftir fimm umferðir.
Subway-deild karla Þór Akureyri Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira