Lektor í líftölfræði varar við Garðabæ sem pestarbæli Jakob Bjarnar skrifar 11. nóvember 2021 10:30 Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur hellir sér yfir skólayfirvöld í Garðabæ. Vísir Jóhanna Jakobsdóttir, rannsóknasérfræðingur við Miðstöð í lýðheilsuvísindum, er ómyrk í máli á Twitter og segir Garðabæ sannkallað pestarbæli. Hún er þar að vísa til útbreiðslu Covid-19. En óvænt hefur Garðabær orðið einsonar miðpunktur útbreiðslu Covid-smita en upphaf þeirra hér á landi er þegar efri millistétt, margir hverjir búsettir í Garðabæ, mætti til landsins smituð eftir skíðaferð í Ischgl í Austurríki. Mæli ekki með að koma í Garðabæinn og alls ekki að fara á veitingastaði í bænum. Þvílíkt pestarbæli þessa dagana en ekkert virðist hafa frést. Það var villibráðarkvöld á Sjálandi á föstudagskvöldið og heil hrúga að greinast smituð. 1/— Jóhanna Jakobsdóttir, PhD (@jjakobsdottir) November 10, 2021 „Mæli ekki með að koma í Garðabæinn og alls ekki að fara á veitingastaði í bænum. Þvílíkt pestarbæli þessa dagana en ekkert virðist hafa frést. Það var villibráðarkvöld á Sjálandi á föstudagskvöldið og heil hrúga að greinast smituð,“ segir Jóhanna sem gefur engan afslátt. Uppfært 11:58: Og það hefur nú verið staðfest af Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni: Jóhanna er búin að fá sig fullsadda af andvaraleysi yfirvalda í Garðabæ og rekur ýmis dæmi um hvernig Covid hefur komið upp í bæjarfélaginu á Twittersíðu sinni. „Smit í Garðaskóla, Flataskóla og Hofstaðaskóla amk sem ég hef heyrt af. Ég er mjög ósatt við skólana og bæinn fyrir lélega eða réttara sagt nánast enga upplýsingagjöf.“ Yfirvöld í Garðabæ bregðast Þá segist Jóhanna hafa frétt að smit hafi greinst á laugardag hjá einstaklingi sem var á Sjálandi á föstudag og þar enginn settur í sóttkví eða smitgátt. Hún segist vona að þetta sé rangt en þetta segi sagan. „Það er ÁSTÆÐA fyrir að veitingastaðir ÆTTU að segja frá þegar smit hefur greinst á staðnum,“ segir Jóhanna. Garðabær, miðstöð kóvíd-smita, ef marka má Jóhönnu Jakobsdóttur. Hún segir þetta með ólíkindum, lætur ekki sitja við orðin tóm og greinir frá því að hún hafi átt símtal við bæjaryfirvöld í Garðabæ og tjáð þeim þá skoðun sína að rakning væri einstaklega léleg í skólum og takmörkuð upplýsingagjöf, en svör hafi verið þau að bæjaryfirvöld væru að samræma sig við höfuðborgarsvæðið; gera eins og aðrir skólar á höfuðborgarsvæðinu. Jóhanna gefur lítið fyrir það og bendir á að skóli í Kópavogi virðist geta fylgt öðrum viðmiðum. Rakning í skólum Garðabæjar grínið eitt „Ég átta mig ekki á af hverju almenningur ætti að taka COVID19 alvarlega þegar yfirvöld* virðast ekki gera það,“ segir Jóhanna. Og hún rekur raunverlegt nýlegt dæmi: „2 nemendur í skóla greinast smitaðir í árgangi sem ekki hefur getað þegið bólusetningu. Örfá fara í sóttkví. Einhver í smitgát. Kennari fer í smitgát og heldur áfram að mæta til vinnu. Kennari greinist. 2 nemendur í bekknum eru sendir í sóttkví vegna þessa.“ Stjarnan gegn Keflavík +o Domino´s deild karla vetur 2021. Körfuboltadeild Stjörnunnar hélt villibráðakvöld á veitingastaðnum Sjálandi. Jóhanna segist hafa heimildir fyrir því að þar hafi komið upp smit en því hafi verið stungið undir stól.vísir/Hulda Margrét Jóhanna segir að þetta muni engan enda taka nema heppnin sé með fólki. Þetta muni engan enda taka nema ef heppnin er með fólki. Yfirvöldin séu skólarnir, þeim séu falin völd til að skilgreina sóttkví og smitgát í umboði yfirvalda. Grunnskólar auk skemmtistaða og bara halda faraldrinum gangandi og þar þurfi að herða sóttvarnir. „En skólarnir verða örugglega ekki teknir fyrir. Íþróttir og tómstundir verða fyrr teknar af börnum af því fullorðið fólk í kerfinu áttar sig ekki á mikilvægi íþrótta og tómstunda fyrir mörg börn. Kennslustofan er vandamál. Mun meira vandamál en tími inni í stórum íþróttasal. Alveg eins eru tónleikar í stórum sal í Hörpu minna vandamál en á bar. Smitrakning í skólum er að mestu í höndum skólanna. Eftir stanslaust kvabb frá atvinnulífinu er rakningin í skólum víða orðin grín,“ segir Jóhanna sem telur andvara- og/eða dugleysi einkenna allar aðgerðir í Garðabæ. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Skóla - og menntamál Garðabær Tengdar fréttir Tvö hundruð greindust innanlands Tvö hundruð manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þriðja sólarhringinn í röð er met slegið þegar kemur að fjölda smitaðra hér á landi, en 167 greindust á mánudag og 178 í gær. 11. nóvember 2021 10:06 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Sjá meira
Hún er þar að vísa til útbreiðslu Covid-19. En óvænt hefur Garðabær orðið einsonar miðpunktur útbreiðslu Covid-smita en upphaf þeirra hér á landi er þegar efri millistétt, margir hverjir búsettir í Garðabæ, mætti til landsins smituð eftir skíðaferð í Ischgl í Austurríki. Mæli ekki með að koma í Garðabæinn og alls ekki að fara á veitingastaði í bænum. Þvílíkt pestarbæli þessa dagana en ekkert virðist hafa frést. Það var villibráðarkvöld á Sjálandi á föstudagskvöldið og heil hrúga að greinast smituð. 1/— Jóhanna Jakobsdóttir, PhD (@jjakobsdottir) November 10, 2021 „Mæli ekki með að koma í Garðabæinn og alls ekki að fara á veitingastaði í bænum. Þvílíkt pestarbæli þessa dagana en ekkert virðist hafa frést. Það var villibráðarkvöld á Sjálandi á föstudagskvöldið og heil hrúga að greinast smituð,“ segir Jóhanna sem gefur engan afslátt. Uppfært 11:58: Og það hefur nú verið staðfest af Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni: Jóhanna er búin að fá sig fullsadda af andvaraleysi yfirvalda í Garðabæ og rekur ýmis dæmi um hvernig Covid hefur komið upp í bæjarfélaginu á Twittersíðu sinni. „Smit í Garðaskóla, Flataskóla og Hofstaðaskóla amk sem ég hef heyrt af. Ég er mjög ósatt við skólana og bæinn fyrir lélega eða réttara sagt nánast enga upplýsingagjöf.“ Yfirvöld í Garðabæ bregðast Þá segist Jóhanna hafa frétt að smit hafi greinst á laugardag hjá einstaklingi sem var á Sjálandi á föstudag og þar enginn settur í sóttkví eða smitgátt. Hún segist vona að þetta sé rangt en þetta segi sagan. „Það er ÁSTÆÐA fyrir að veitingastaðir ÆTTU að segja frá þegar smit hefur greinst á staðnum,“ segir Jóhanna. Garðabær, miðstöð kóvíd-smita, ef marka má Jóhönnu Jakobsdóttur. Hún segir þetta með ólíkindum, lætur ekki sitja við orðin tóm og greinir frá því að hún hafi átt símtal við bæjaryfirvöld í Garðabæ og tjáð þeim þá skoðun sína að rakning væri einstaklega léleg í skólum og takmörkuð upplýsingagjöf, en svör hafi verið þau að bæjaryfirvöld væru að samræma sig við höfuðborgarsvæðið; gera eins og aðrir skólar á höfuðborgarsvæðinu. Jóhanna gefur lítið fyrir það og bendir á að skóli í Kópavogi virðist geta fylgt öðrum viðmiðum. Rakning í skólum Garðabæjar grínið eitt „Ég átta mig ekki á af hverju almenningur ætti að taka COVID19 alvarlega þegar yfirvöld* virðast ekki gera það,“ segir Jóhanna. Og hún rekur raunverlegt nýlegt dæmi: „2 nemendur í skóla greinast smitaðir í árgangi sem ekki hefur getað þegið bólusetningu. Örfá fara í sóttkví. Einhver í smitgát. Kennari fer í smitgát og heldur áfram að mæta til vinnu. Kennari greinist. 2 nemendur í bekknum eru sendir í sóttkví vegna þessa.“ Stjarnan gegn Keflavík +o Domino´s deild karla vetur 2021. Körfuboltadeild Stjörnunnar hélt villibráðakvöld á veitingastaðnum Sjálandi. Jóhanna segist hafa heimildir fyrir því að þar hafi komið upp smit en því hafi verið stungið undir stól.vísir/Hulda Margrét Jóhanna segir að þetta muni engan enda taka nema heppnin sé með fólki. Þetta muni engan enda taka nema ef heppnin er með fólki. Yfirvöldin séu skólarnir, þeim séu falin völd til að skilgreina sóttkví og smitgát í umboði yfirvalda. Grunnskólar auk skemmtistaða og bara halda faraldrinum gangandi og þar þurfi að herða sóttvarnir. „En skólarnir verða örugglega ekki teknir fyrir. Íþróttir og tómstundir verða fyrr teknar af börnum af því fullorðið fólk í kerfinu áttar sig ekki á mikilvægi íþrótta og tómstunda fyrir mörg börn. Kennslustofan er vandamál. Mun meira vandamál en tími inni í stórum íþróttasal. Alveg eins eru tónleikar í stórum sal í Hörpu minna vandamál en á bar. Smitrakning í skólum er að mestu í höndum skólanna. Eftir stanslaust kvabb frá atvinnulífinu er rakningin í skólum víða orðin grín,“ segir Jóhanna sem telur andvara- og/eða dugleysi einkenna allar aðgerðir í Garðabæ.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Skóla - og menntamál Garðabær Tengdar fréttir Tvö hundruð greindust innanlands Tvö hundruð manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þriðja sólarhringinn í röð er met slegið þegar kemur að fjölda smitaðra hér á landi, en 167 greindust á mánudag og 178 í gær. 11. nóvember 2021 10:06 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Sjá meira
Tvö hundruð greindust innanlands Tvö hundruð manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þriðja sólarhringinn í röð er met slegið þegar kemur að fjölda smitaðra hér á landi, en 167 greindust á mánudag og 178 í gær. 11. nóvember 2021 10:06