Ótækt að úrbætur strandi á landeigendum Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. nóvember 2021 12:52 Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri hjá Landsbjörg. Björgunarsveitarmaður segir ótækt að ekki hafi enn verið hægt að koma upp nauðsynlegum öryggisbúnaði í Reynisfjöru, þar sem banaslys varð í gær. Fjármagn hafi löngu verið tryggt en málið strandi á landeigendum. Lögregla á Suðurlandi rannsakar slysið en ung kínversk kona lést þegar hún barst út á sjó með öldu. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir að tekin hafi verið skýrsla af samferðafólki konunnar í gærkvöldi. Þá sé fyrirhuguð krufning á líki hennar. Konan var í ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Tröllaferða en málið er í ferli þar innanhúss, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Getur verið betra að synda frá fjörunni Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg var í aðgerðastjórn vegna slyssins í gær. Hann segir aðstæður í Reynisfjöru hafa verið afar erfiðar. „Sem betur fer náðu þrír að krafla sig upp í fjöruna aftur, rennblaut, en því miður fór það svo að ein kona nær því ekki og dregst þarna út með öldunni. Þá er erfitt að koma við björgun fyrr en viðkomandi er kominn út fyrir ölduna og út á lygnan sjó. En það átta sig ekki allir á því að það getur verið betra að synda frá fjörunni heldur en að fjörunni,“ segir Jónas. Ótækt að ekki sé hægt að taka skrefið Slysið í gær er fimmta banaslysið í Reynisfjöru undanfarinn rúman áratug. Í fjörunni eru skilti sem vara við hættunni, auk björgunarhringja og fleira. Þá séu leiðsögumenn duglegir að upplýsa hópa sína. Jónas bendir hins vegar á að til hafi staðið að setja upp viðvörunarfána, blikkljós og jafnvel hlið þannig að loka mætti fjörunni þegar aðstæður eru sérstaklega slæmar. „Ferðamálaráðherra var búinn að tryggja fjármagn til að koma þessu upp og gera þetta en því miður strandaði málið á hluta landeigenda sem sem höfnuðu þessu bara. Okkur sem störfum að slysavörnum finnst auðvitað ótækt að ekki sé hægt að taka þetta skref í öryggisátt, sem væri stórt skref þarna í fjörunni,“ segir Jónas. Ferðamennska á Íslandi Björgunarsveitir Mýrdalshreppur Slysavarnir Tengdar fréttir Konan fannst látin í sjónum Konan sem leitað var að í sjónum við Reynisfjöru fannst látin á sjötta tímanum í dag. Hún var kínverskur ferðamaður. 10. nóvember 2021 17:49 Leita manns sem lenti í sjónum í Reynisfjöru Mikill viðbúnaður er í Reynisfjöru þar sem björgunarsveitir leita nú manns sem lenti í sjónum fyrir stundu. 10. nóvember 2021 15:24 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Sjá meira
Lögregla á Suðurlandi rannsakar slysið en ung kínversk kona lést þegar hún barst út á sjó með öldu. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir að tekin hafi verið skýrsla af samferðafólki konunnar í gærkvöldi. Þá sé fyrirhuguð krufning á líki hennar. Konan var í ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Tröllaferða en málið er í ferli þar innanhúss, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Getur verið betra að synda frá fjörunni Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg var í aðgerðastjórn vegna slyssins í gær. Hann segir aðstæður í Reynisfjöru hafa verið afar erfiðar. „Sem betur fer náðu þrír að krafla sig upp í fjöruna aftur, rennblaut, en því miður fór það svo að ein kona nær því ekki og dregst þarna út með öldunni. Þá er erfitt að koma við björgun fyrr en viðkomandi er kominn út fyrir ölduna og út á lygnan sjó. En það átta sig ekki allir á því að það getur verið betra að synda frá fjörunni heldur en að fjörunni,“ segir Jónas. Ótækt að ekki sé hægt að taka skrefið Slysið í gær er fimmta banaslysið í Reynisfjöru undanfarinn rúman áratug. Í fjörunni eru skilti sem vara við hættunni, auk björgunarhringja og fleira. Þá séu leiðsögumenn duglegir að upplýsa hópa sína. Jónas bendir hins vegar á að til hafi staðið að setja upp viðvörunarfána, blikkljós og jafnvel hlið þannig að loka mætti fjörunni þegar aðstæður eru sérstaklega slæmar. „Ferðamálaráðherra var búinn að tryggja fjármagn til að koma þessu upp og gera þetta en því miður strandaði málið á hluta landeigenda sem sem höfnuðu þessu bara. Okkur sem störfum að slysavörnum finnst auðvitað ótækt að ekki sé hægt að taka þetta skref í öryggisátt, sem væri stórt skref þarna í fjörunni,“ segir Jónas.
Ferðamennska á Íslandi Björgunarsveitir Mýrdalshreppur Slysavarnir Tengdar fréttir Konan fannst látin í sjónum Konan sem leitað var að í sjónum við Reynisfjöru fannst látin á sjötta tímanum í dag. Hún var kínverskur ferðamaður. 10. nóvember 2021 17:49 Leita manns sem lenti í sjónum í Reynisfjöru Mikill viðbúnaður er í Reynisfjöru þar sem björgunarsveitir leita nú manns sem lenti í sjónum fyrir stundu. 10. nóvember 2021 15:24 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Sjá meira
Konan fannst látin í sjónum Konan sem leitað var að í sjónum við Reynisfjöru fannst látin á sjötta tímanum í dag. Hún var kínverskur ferðamaður. 10. nóvember 2021 17:49
Leita manns sem lenti í sjónum í Reynisfjöru Mikill viðbúnaður er í Reynisfjöru þar sem björgunarsveitir leita nú manns sem lenti í sjónum fyrir stundu. 10. nóvember 2021 15:24