Haukur Helgi: Hafði líka spilað með slitið liðband í ökkla síðan 2014 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2021 12:31 Haukur Helgi Pálsson á enn eftir að spila sinn fyrsta leik með Njarðvík í vetur. Vísir/Bára Dröfn Haukur Helgi Pálsson stefnir að því að byrja að spila aftur um miðjan desember og óttast það að hann verði rekinn nái hann ekki leik Njarðvíkur og Keflavíkur milli jóla og nýárs. Landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson hefur ekki enn spilað með Njarðvíkingum í Subway-deild karla í körfubolta þrátt fyrir að hafa gengið til liðs við liðið í sumar. Ástæðan er að Haukur Helgi þurfti að fara í stóra ökklaaðgerð í sumar og þurfti síðan marga mánuði til að jafna sig á henni. Haukur Helgi Pálssoní leik með Club Basquet Andorra þar sem hann lék á síðasta timabili.Getty/Noelia Deniz Mikið hefur verið spáð og spekúlerað um hvenær Haukur kemur aftur og hvað sé í raun að angra hann. Haukur fór yfir þetta allt saman í hlaðvarpsþættinum „Undir körfunni“ þar sem hann ræddi við Atla Frey Arason. Atli spurði Hauk út í liðsbandsslitin sem hafa komið í veg fyrir það að hann hefur enn ekki klæðst Njarðvíkurbúningnum. Brjóskið fór líka í eitthvað rugl „Ég sný mig illa þegar ég lendi ofan á öðrum í leik. Ég slít allt og togna, þetta týpíska. Þetta gerðist í janúar eða febrúar. Ég kem til baka fimm vikum seinna og á annarri æfingunni gerist aftur það sama. Ég slít þá allt aftur. Þá fer brjóskið líka í eitthvað rugl. Þegar ég fer í myndatöku þá sést að brjóskið mitt sé að eyðileggjast,“ sagði Haukur Helgi Pálsson. Haukur Helgi Pálsson á æfingu með landsliðinu.Vísir/Andri Marinó „Þá fer ég til sérfræðings og ég segi honum hvernig ökklinn minn er. Oft þegar ég hoppa þá er hægri ökklinn laus. Hann segir að það gefi til kynna að ég hafi verið með slitið liðband í einhver ár og það hafi aldrei gróið,“ sagði Haukur Helgi. „Mín meiðslasaga er ágætlega löng og við fórum yfir hana saman. Við höldum að þetta hafi gerst á Spáni 2014 þar sem að ég snéri mig harkalega og slít allt. Ég spila tveimur vikum seinna því úrslitakeppnin var að byrja. Það hefur því aldrei náð að jafna sig,“ sagði Haukur. „Síðan er ég alltaf að snúa mig aftur, aftur og aftur. Þá er þetta stundum að ég er bara að labba þegar ég sný á mér ökklann. Ég finn ekkert fyrir því en næ samt að snúa mig,“ sagði Haukur Helgi. Ekki búinn að sðila körfuboltaleik síðan í mars „Hann sagði bara: Þú þarft að fara í aðgerð. Við getum alveg haldið áfram að gera þetta eins og þú ert búinn að vera að gera þetta en þá ertu alltaf að fara að lenda í þessu. Þetta gerist í mars og ég er ekki búinn að spila körfuboltaleik síðan 10. mars,“ sagði Haukur Helgi. Haukur Helgi fer meiddur af velli í leik með Andorra.Getty „Manni fannst alltaf að maður væri hundrað prósent en maður var það ekki. Ég hef fundið það alltaf meira og meira með árunum. Þegar bakið mitt fór í Svíþjóð þá var ég minna að leita að kontakti hér og þar. Því þá átti ég til að stífna upp að verða alveg handónýtur. Ökklinn minn hefur ekki verið í lagi síðan 2014,“ sagði Haukur Helgi. „Ég meiddi mig ekki en ég var alltaf að snú mig. Það er erfitt að koma sér í rytma þegar maður er alltaf að snúa sig,“ sagði Haukur Helgi Fór í aðferð í Barcelona „Ég fer í aðgerð í Barcelona og þeir segja mér að í rauninni var liðbandið mitt bara pappír. Það var bara fljótandi um þarna og var bara tekið í burtu. Það var síðan fræst smá af innra ökkla beininu. Það var slípað til og innanverða liðbandið var fest aftur,“ sagði Haukur Helgi sem lýsti hvað var gert í aðgerðinni en hann fékk í raun tvö ný liðbönd auk þess var farið að myndast nýtt beint í ökklanum sem var fjarlægt. „Þetta var aðeins meira en þetta átti að verða en gekk allt vel. Eina ástæðan fyrir því að ég er ekki að spila er að ég þurfti að fara í gifs í sex vikur og mátti þá ekki hreyfa hann. Allur vöðvamassinn er farinn og hreyfigetan í ökklanum lítið sem ekki nein. Ég er búinn að vera vinna stöðugt í því að mýkja hann, liðka hann og fá styrk aftur,“ sagði Haukur. Byrjaður að æfa og stefnir á miðjan desember „Ég er byrjaður aðeins að æfa meira, skjóta, hoppa og gera eitthvað. Það er svo sem engin sprengja í karlinum en það kemur vonandi,“ sagði Haukur en hvenær kemur hann aftur? „Þetta er allt að koma og ég stefni á að vera kominn aftur einhvern tímann í desember. Ég er að vonast til að gera komið aftur um miðjan desember. Ég verð að vera kominn til baka fyrir Keflavíkurleikinn því annars held ég að ég verði bara rekinn,“ sagði Haukur. Það má hlusta á allt spjallið við hann með því að smella hér. Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Fleiri fréttir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson hefur ekki enn spilað með Njarðvíkingum í Subway-deild karla í körfubolta þrátt fyrir að hafa gengið til liðs við liðið í sumar. Ástæðan er að Haukur Helgi þurfti að fara í stóra ökklaaðgerð í sumar og þurfti síðan marga mánuði til að jafna sig á henni. Haukur Helgi Pálssoní leik með Club Basquet Andorra þar sem hann lék á síðasta timabili.Getty/Noelia Deniz Mikið hefur verið spáð og spekúlerað um hvenær Haukur kemur aftur og hvað sé í raun að angra hann. Haukur fór yfir þetta allt saman í hlaðvarpsþættinum „Undir körfunni“ þar sem hann ræddi við Atla Frey Arason. Atli spurði Hauk út í liðsbandsslitin sem hafa komið í veg fyrir það að hann hefur enn ekki klæðst Njarðvíkurbúningnum. Brjóskið fór líka í eitthvað rugl „Ég sný mig illa þegar ég lendi ofan á öðrum í leik. Ég slít allt og togna, þetta týpíska. Þetta gerðist í janúar eða febrúar. Ég kem til baka fimm vikum seinna og á annarri æfingunni gerist aftur það sama. Ég slít þá allt aftur. Þá fer brjóskið líka í eitthvað rugl. Þegar ég fer í myndatöku þá sést að brjóskið mitt sé að eyðileggjast,“ sagði Haukur Helgi Pálsson. Haukur Helgi Pálsson á æfingu með landsliðinu.Vísir/Andri Marinó „Þá fer ég til sérfræðings og ég segi honum hvernig ökklinn minn er. Oft þegar ég hoppa þá er hægri ökklinn laus. Hann segir að það gefi til kynna að ég hafi verið með slitið liðband í einhver ár og það hafi aldrei gróið,“ sagði Haukur Helgi. „Mín meiðslasaga er ágætlega löng og við fórum yfir hana saman. Við höldum að þetta hafi gerst á Spáni 2014 þar sem að ég snéri mig harkalega og slít allt. Ég spila tveimur vikum seinna því úrslitakeppnin var að byrja. Það hefur því aldrei náð að jafna sig,“ sagði Haukur. „Síðan er ég alltaf að snúa mig aftur, aftur og aftur. Þá er þetta stundum að ég er bara að labba þegar ég sný á mér ökklann. Ég finn ekkert fyrir því en næ samt að snúa mig,“ sagði Haukur Helgi. Ekki búinn að sðila körfuboltaleik síðan í mars „Hann sagði bara: Þú þarft að fara í aðgerð. Við getum alveg haldið áfram að gera þetta eins og þú ert búinn að vera að gera þetta en þá ertu alltaf að fara að lenda í þessu. Þetta gerist í mars og ég er ekki búinn að spila körfuboltaleik síðan 10. mars,“ sagði Haukur Helgi. Haukur Helgi fer meiddur af velli í leik með Andorra.Getty „Manni fannst alltaf að maður væri hundrað prósent en maður var það ekki. Ég hef fundið það alltaf meira og meira með árunum. Þegar bakið mitt fór í Svíþjóð þá var ég minna að leita að kontakti hér og þar. Því þá átti ég til að stífna upp að verða alveg handónýtur. Ökklinn minn hefur ekki verið í lagi síðan 2014,“ sagði Haukur Helgi. „Ég meiddi mig ekki en ég var alltaf að snú mig. Það er erfitt að koma sér í rytma þegar maður er alltaf að snúa sig,“ sagði Haukur Helgi Fór í aðferð í Barcelona „Ég fer í aðgerð í Barcelona og þeir segja mér að í rauninni var liðbandið mitt bara pappír. Það var bara fljótandi um þarna og var bara tekið í burtu. Það var síðan fræst smá af innra ökkla beininu. Það var slípað til og innanverða liðbandið var fest aftur,“ sagði Haukur Helgi sem lýsti hvað var gert í aðgerðinni en hann fékk í raun tvö ný liðbönd auk þess var farið að myndast nýtt beint í ökklanum sem var fjarlægt. „Þetta var aðeins meira en þetta átti að verða en gekk allt vel. Eina ástæðan fyrir því að ég er ekki að spila er að ég þurfti að fara í gifs í sex vikur og mátti þá ekki hreyfa hann. Allur vöðvamassinn er farinn og hreyfigetan í ökklanum lítið sem ekki nein. Ég er búinn að vera vinna stöðugt í því að mýkja hann, liðka hann og fá styrk aftur,“ sagði Haukur. Byrjaður að æfa og stefnir á miðjan desember „Ég er byrjaður aðeins að æfa meira, skjóta, hoppa og gera eitthvað. Það er svo sem engin sprengja í karlinum en það kemur vonandi,“ sagði Haukur en hvenær kemur hann aftur? „Þetta er allt að koma og ég stefni á að vera kominn aftur einhvern tímann í desember. Ég er að vonast til að gera komið aftur um miðjan desember. Ég verð að vera kominn til baka fyrir Keflavíkurleikinn því annars held ég að ég verði bara rekinn,“ sagði Haukur. Það má hlusta á allt spjallið við hann með því að smella hér.
Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Fleiri fréttir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Sjá meira