Segir að Anníe Mist hafi átt næstum því eins tilkomumikinn feril og Toomey Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2021 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir hefur komist sex sinnum á verðlaunapall á heimsleikunum í CrossFit og það liðu ellefu ár frá fyrstu verðlaunum hennar 2010 og bronsinu hennar í ár. Instagram/@anniethorisdottir Engin kona hefur unnið fleiri heimsmeistaratitla í CrossFit en Ástralinn ósigrandi Tia Clair Toomey en það má ekki vanmeta hvað íslenska goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir hefur gert fyrir íþróttina og Morning Chalk Up minnir CrossFit heiminn einmitt á það í nýrri grein. Anníe Mist hefur án nokkurs vafa gulltryggt nafn sitt meðal þeirra allra bestu í sögu CrossFit íþróttarinnar með frammistöðu sinni á árinu 2021. Það sést líka á stemmningunni í greininni „Why Annie Thorisdottir’s Career is (Almost) as Impressive as Tia-Clair Toomey’s“ á þekkta CrossFit netmiðlinum Morning Chalk Up. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Anníe hefur komist á verðlaunapall á tveimur af stærstu mótum ársins og það ári eftir að hafa eignast dótturina Freyju Mist. Hún fylgdi þriðja sætinu á heimsleikunum með því að vinna silfur á Rogue Invitational stórmótinu. Enn meðal þeirra bestu eftir þrettán ár Anníe hefur í raun aldrei verið betri en auðvitað hefur samkeppnin aukist mikið frá því að hún steig fyrst fram á sjónarsviðið. Það er því enn magnaðri staðreynd að löngu eftir að hennar „kynslóð“ er hætt að keppa þá er Anníe enn að fóta sig vel meðal þeirra bestu í heimi. Anníe er 32 ára gömul og þrettánda ári að stunda ein mest krefjandi íþrótt í heimi. Blaðmaður Morning Chalk Up fór því að velta fyrir sér hvaða CrossFit kona ætti tilkomumesta ferilinn í sögunni og það ætti að vera auðveld spurning að svara eða hvað? View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Ástralinn Tia Clair Toomey hefur eignað sér fyrsta sætið á flestum listum með því að vinna heimsmeistaratitilinn fimm ár í röð og oftast með miklum yfirburðum. Hann taldi þó ástæða til að minna menn á afrekaskrá Anníe. Toommey sjaldan þurft að hafa eins mikið fyrir sigri Anníe minnti líka Tiu á sig á Rogue Invitational á dögunum þar sem íslenska ofurkonan var í forystu fyrir lokadaginn. Toomey vann á endanum en hefur sjaldan þurft að hafa eins mikið fyrir sigri á móti á síðustu árum. Anníe vann hug og hjörtu allra með slíkri endurkomu en hún var þarna að komast í sjötta sinn á verðlaunapall á heimsleikunum. Anníe Mist er líka mikill brautryðjandi í íþróttinni og enn á fullu þrettán árum eftir að hún byrjaði að keppa. Áhrif hennar á íþróttina eru gríðarleg síðan að hún varð sú fyrsta til að vinna tvo heimsleika í röð árið 2012. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Framkoma Anníe, bros hennar og útgeislun sama hvernig gengur, hefur heillað alla upp úr skónum frá fyrstu tíð en um leið setti hún tóninn sem fyrirmynd þeirra sem eftir komu. Sú langnæstbesta Afrekaskráin, talin í heimsmeistaratitlum og stigum, er því Toomey mikið í hag en þegar kemur að svo mörgu í sögu og þróun CrossFit íþróttarinnar þá er íslenska CrossFit konan svo mikill áhrifavaldur. Blaðamaður Morning Chalk Up viðurkennir að það sé ekki hægt að ganga framhjá Tiu Clair Toomey sem þá bestu í sögunni en um leið ættu allir að vera sammála um það að Anníe sé sú langnæstbesta. Það er hægt að lesa greinina alla hér en hún er þó læst fyrir aftan áskriftarvegg Morning Chalk Up síðunnar. CrossFit Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Sjá meira
Anníe Mist hefur án nokkurs vafa gulltryggt nafn sitt meðal þeirra allra bestu í sögu CrossFit íþróttarinnar með frammistöðu sinni á árinu 2021. Það sést líka á stemmningunni í greininni „Why Annie Thorisdottir’s Career is (Almost) as Impressive as Tia-Clair Toomey’s“ á þekkta CrossFit netmiðlinum Morning Chalk Up. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Anníe hefur komist á verðlaunapall á tveimur af stærstu mótum ársins og það ári eftir að hafa eignast dótturina Freyju Mist. Hún fylgdi þriðja sætinu á heimsleikunum með því að vinna silfur á Rogue Invitational stórmótinu. Enn meðal þeirra bestu eftir þrettán ár Anníe hefur í raun aldrei verið betri en auðvitað hefur samkeppnin aukist mikið frá því að hún steig fyrst fram á sjónarsviðið. Það er því enn magnaðri staðreynd að löngu eftir að hennar „kynslóð“ er hætt að keppa þá er Anníe enn að fóta sig vel meðal þeirra bestu í heimi. Anníe er 32 ára gömul og þrettánda ári að stunda ein mest krefjandi íþrótt í heimi. Blaðmaður Morning Chalk Up fór því að velta fyrir sér hvaða CrossFit kona ætti tilkomumesta ferilinn í sögunni og það ætti að vera auðveld spurning að svara eða hvað? View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Ástralinn Tia Clair Toomey hefur eignað sér fyrsta sætið á flestum listum með því að vinna heimsmeistaratitilinn fimm ár í röð og oftast með miklum yfirburðum. Hann taldi þó ástæða til að minna menn á afrekaskrá Anníe. Toommey sjaldan þurft að hafa eins mikið fyrir sigri Anníe minnti líka Tiu á sig á Rogue Invitational á dögunum þar sem íslenska ofurkonan var í forystu fyrir lokadaginn. Toomey vann á endanum en hefur sjaldan þurft að hafa eins mikið fyrir sigri á móti á síðustu árum. Anníe vann hug og hjörtu allra með slíkri endurkomu en hún var þarna að komast í sjötta sinn á verðlaunapall á heimsleikunum. Anníe Mist er líka mikill brautryðjandi í íþróttinni og enn á fullu þrettán árum eftir að hún byrjaði að keppa. Áhrif hennar á íþróttina eru gríðarleg síðan að hún varð sú fyrsta til að vinna tvo heimsleika í röð árið 2012. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Framkoma Anníe, bros hennar og útgeislun sama hvernig gengur, hefur heillað alla upp úr skónum frá fyrstu tíð en um leið setti hún tóninn sem fyrirmynd þeirra sem eftir komu. Sú langnæstbesta Afrekaskráin, talin í heimsmeistaratitlum og stigum, er því Toomey mikið í hag en þegar kemur að svo mörgu í sögu og þróun CrossFit íþróttarinnar þá er íslenska CrossFit konan svo mikill áhrifavaldur. Blaðamaður Morning Chalk Up viðurkennir að það sé ekki hægt að ganga framhjá Tiu Clair Toomey sem þá bestu í sögunni en um leið ættu allir að vera sammála um það að Anníe sé sú langnæstbesta. Það er hægt að lesa greinina alla hér en hún er þó læst fyrir aftan áskriftarvegg Morning Chalk Up síðunnar.
CrossFit Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Sjá meira